Dagblaðið - 22.10.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Áhrifamikil athöfn er Noregskonungur tók á móti forseta íslands í Osló:
HEIÐURSFYLKING HERMANNA
EFTIR ENDILANGRIAÐAL-
GÖTU OSLÓAR, KARL JOHAN
—veizla Noregskonungs til heiðurs f orsetanum í gærkvöldi
Frá Kristjáni Má Unnarssyni,
blaðamanni DB i Osló:
Það var áhrifamikil athöfn, er
Ólafur Noregskonungur tók á móti
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta
íslands, á Fornebuflugvelli í gær-
morgun. Sérstakur blær, hátíðleiki,
ríkti.
Ólafur konungur heilsaði Vigdísi, er
hún steig á norska grund úr þotu
Flugleiða. Konungur kynnti Vigdísi
síðan fyrir Haraldi krónprins, Sonju
krónprinsessu og öðrum úr mót-
tökunefndinni. Fylgdarlið forseta
tslands steig því næst úr flugvélinni,
fremstur Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra.
Eftir að þjóðsöngvar ríkjanna
höfðu verið leiknir, kannaði Vigdís líf-
varðarsveit konungs en síðan var
haldið inn í flugstöðina, til mót-
tökuherbergis, þar sem biðu m.a. for-
sætisráðherrann, Káre Villoch og aðrir
ráðherrar.
Að móttökuathöfninni lokinni var
haldið til konungshallarinnar og m.a.
var ekið um aðalgötu Oslóar, Karl
Johan. Var heiöursfylking hermanna
beggja vegna götunnar, eftir henni
Ólafur Noregskonungur tekur á móti Vigdfsi Finnbogadóttur, forseta tslands, er hún
stigur út úr flugvélinni á Fornebuflugvelli.
endilangri. Áður en hádegisverður var
snæddur, komu þau Vigdís og Ólafur
fram á svalir haliarinnar og veifuðu til
mannfjöldans fyrir neðan.
Síðdegis i gær var ekið til Akershus-
kastalans og þar lagði Vigdís blómsveig
að þjóðarminnismerkinu um þá sem
féllu í stríðinu.
Noregskonungur hélt svo í gær-
kvöldi forseta ísiands veizlu í höllinni.
Ólafur Noregskonungur og Haraldur
krónprins heilsa fylgdarliöi forseta
Islands.
DB-myndir Kristján Már Unnarsson.
Vigdís og Ólafur konungur héldu bæði
ræður við það tækifæri.
í dag mun Vigdís m.a. heimsækja
víkingaskipasafnið, listasafn Henie-
Onstad, snæða hádegisverð í ráðhúsi
Oslóborgar, i boði borgarstjórnar, en
kvöldverð í Akershuskastala í boði
ríkisstjómarinnar. -FG.
DB á baráttuf undi Fjölbrautaskólans í Breiðholti:
Mikíll hugur í
fundarmönnum
—þrátt fyrir þoku, raka, dynjandi hamarshögg
ogvélsagarhvin
Það var ekki meira en svo að rétt
grillti í ræðumenn á fjölmennum
fundi, sem haldinn var við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti um
ellefuleytið í gærmorgun, og sóttur
var af nemendum úr skólanum svo og
Ármúlaskóla í miklum mæli. Þrátt
fyrir þokumistrið, rakann og
leiðinlegar ytri aðstæður bar ekki á
öðru en hugsjónirnar nægðu til að
haldahitaáfólkinu.
Framsöguræður voru fluttar af
skörungsskap og voru flestar á einn
veg, þ.e. eindregið gegn þeirri
reglugerð, sem menntamálaráðuneyt-
ið sendi nýverið frá sér um starfs-
hætti áfangaskóla. Undir dynjandi
hamarshöggum og vélsagarhvin i
fjarska samþykktu nemendur eftir-
farandi ályktun með lófataki:
Almennur fundur nemenda
Fjölbrautaskólans í Breiðholti,
Fjölbrautaskólans í Ármúla og
kennara Fjölbrautaskólans í Breið-
holti, haldinn í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti þann 21. október 1981
ályktar að reglur þær sem mennta-
málaráðuneytið hefur sent frá sér um
starfshætti framhaldsskóla, sem
starfa samkvæmt áfangakerfi, hafi
verið unnar á ólýðræðislegan hátt.
Fundurinn telur að eðlilegt hefði
verið að nemendur og kennarar
hefðu haft umsagnarrétt um
reglurnar. Fundurinn krefst þess að
reglurnar verði teknar til gagngerrar
endurskoðunar á grundvelli þeirra
athugasemda, sem komið hafa fram
um reglurnar.
____. -SSv.
Harðorð mótmæli MH og FB:
„í ÞESSU TILVIKIHEFUR
VERIÐ GENGK) OF LANGT”
— segir í greinargerð f rá Menntaskólanum við Hamrahlíð
Dagblaðið varð sér úti um
ályktanir frá bæði Menntaskólanum
við Hamrahlíð svo og Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og þar er að
finna harðorð mótmæli frá báöum
skólum. Báðar eru greinargerðirnar
mjög ítarlegar og nákvæmlega farið
ofan í öll efnisatriði.
Að lokinni ítarlegri krufningu á
reglugerðinni segir í greinargerð frá
nemendum Hamrahlíöarskólans:
„ . . . Teljum við okkur hafa bent á
ótrúlega marga annmarka á þessum
nýju reglum Menntamála-
ráðuneytisins um starfshætti áfanga-
skóla. Við teljum að menntamála-
ráðuneytið hafi byrjað á vitlausum
enda í samræmingu framhalds-
skólanna, með því að samræma þau
atriði sem í raun þarfnast ekki
samræmingar . . . Það hlýtur alltaf
að vera spurning um hversu náið
menntamálaráðuneytið skiptir sér af
innra starfi einstakra skóla. í þessu
tilviki hefur það gengið of langt. ”
í yfirliti og athugasemd frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, er
einnig drepið á mörg atriði og
reglugerðinni fundið flest til foráttu.
Niðurlag greinargerðar FB hljóðar
þannig: „Eins og nemendur hljóta að
sjá er þessi reglugerð stórgölluð.
Bæði kennarar og nemendur hafa
sýnt henni andstöðu. Við hvetjum
nemendur til að sýna samstöðu og
mótmæla kröftuglega.” -SSv.
Fundurinn í gær var mjög vel sóttur eins og sjá má af myndinni og stemmning
mikil á meðal fundarmanna. DB-myndir: Kristján örn.
r
Alyktun nemenda íFlensborg:
Ekki rétt að grípa
til róttækra aðgerða
Nemendafundur Nemendafélags
Flensborgarskóla, haldinn í hátíðar-
salskólans ályktar:
Fundurinn lýsir yfir óánægju
sinni með það hvernig staðið hefur
verið að gerð reglugerðar þeirrar sem
nefnd hefur verið „Reglur um starfs-
hætti skóla sem starfa eftir áfanga-
kerfi.” Fundurinn telur þó ekki rétt
að gripið sé til róttækra aðgerða þeg-
ar í stað, heldur sé ráðlegt að fylgja
samþykkt LMF og styðja þær
aðgerðir sem LMF telur ráðlegar. En
hins vegar skuli hvetja til umræðu
manna á meðal á sem víðustum
grundvelli um nefnda reglugerð og
hvernig var staðið að gerð hennar.
Viðar Ágústson, Itennari, talar til
nemenda.