Dagblaðið - 04.11.1981, Side 1
LAXFOSSIFLUTNINGUM
FYRIR LÍBÝSKA HERINN
—engin vopn flutt, segja talsmenn Eimskipafélagsins
Laxfoss, skip Eimskipafélags
íslands, flutti í sumar varning merkt-
an Líbýuher. Var siglt frá borginni
Chioggia á Ítalíu til Misurata í Líbýu.
Hluti farmsins, meginhluti að sögn
tveggja heimildarmanna blaðsins, var
merktur „Libyan Arab Armed Forc-
Farmurinn var steypustyrktar-
járn, nokkrar litlar steypuhrærivélar,
lokaðir kassar og átta innsiglaðir
gámar, sem heimildir DB segja að
hafi verið allt að 23 tonn að þyngd
hver.
Viðtakandi farmsins í Líbýu var
þó ekki herinn heldur ítalskt verk-
takafyrirtaeki, Impreglia.
„Það er alveg öruggt mál að engin
vopn voru flutt. Við teljum okkur
hafa tryggingu fyrir því. Ekki er talað
um neina vopnaflutninga í
leigusamningi,” sagði Árni
Steinsson, deildarstjóri hjá Eimskip,
er DB bar undir hann þetta mál.
Árni treysti sér ekki til að segja
um hvað hefði verið um borð í
Laxfossi í umræddri ferð þar sem
farmskjöl væru enn um borð i
skipinu sem um þessar mundir er í
Alsír.
Laxfoss mun í júlí í sumar hafa
siglt frá íslandi með fiskimjöl til
Ravenna á Ítalíu sem er skammt frá
Rimini. 8. ágúst sigldi skipið frá
Chioggia til Líbýu. Þurfti það að
bíða í tólf daga fyrir utan höfnina í
Misurata eftir afgreiðslu. Var þessi
aukaferð á vegum skipamiðlunar í
London.
Skipstjóri á Laxfossi í ferðinni var
Sigurður Gunnlaugsson. Hann sagði
það af og frá að um vopnaflutninga
hefði verið að ræða. Sagðist hann
ekki muna hverjum kassarnir eða
gámarnir hefðu verið merktir þar sem
nokkuð væri liðið frá því þeir voru
fluttir. Um innihald þeirra treysti
hann sér sömuleiðis ekki til að segja
mikið um, taldi þó að í sumum
gámanna hefðu verið varahlutir í
Caterpillar-vinnuvélar.
Sigurður skipstjóri taldi að ekki
þyrfti að vera óeðlilegt þó að farmur
væri merktur hernum í Líbýu. Þar
væri herinn við völd og hann væri allt
í öllu. Væri þetta sambærilegt við að
merkja vörur til íslands ríkisstofnun.
-KMU.
"" \
Arnarflugflýgur
á Evrópu:
Sam-
keppnin
til bóta
— segir Steingrímur
Hermannsson
samgönguráðherra
,,Ég hefi ákveðið að veita
Arnarflugi leyfi til áætlunarflugs,
þannig þó að það valdi sem
minnstri röskun á starfsemi
Flugleiða hf.,” sagði Steingrímur
Hermannsson samgönguráðherra
i viðtali við DB í morgun.
„Nokkur samkeppni er að
minu mati til bóta og gefur kost á
samanburði á fargjöldum og
þjónustu þessara flugfélaga. í
þessu sambandi kemur Sviss
strax sterklega til greina og ef til
vill annaðhvort Hamborg eða
Frankfurt,” sagði Steingrímur.
Hann kvað alla möguleikana
sem um var sótt, þar með talda
París, verða athugaða með
hliðsjón af loftferðasamningum,
bæði þeim sem í gildi væru og
hugsanlega nýjum.
„Á þessu stigi er að öðru leyti
ekki neinu við þetta aö bæta,”
sagði samgönguráðherra.
-BS.
„Ráðherra
hefur
valdið”
— segir Sigurður
Helgason, forstjórí
Flugleiða hf.
„Endanlegt vald í þessum mál-
um er í höndum ráðherra,” sagði
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða hf., er fréttamaður
spurði hver viðbrögð hans væru
við þeirri ákvörðun Steingríms
Hermannssonar samgönguráð-
herra aö veita Arnarflugi hf. leyfi
til áætlunarflugs til einnar eða
fleiri borga á meginlandi Evrópu.
Að svo komnu máJi kvaðst Sig-
uröur ekki tjá sig með öðrum
hætti um málið. -BS.
V
HUNDUR TÓK
BÍLINN ÚR GÍR
— og bfllinn gægðist inn í blikksmiðju
Mannlaus bíll fór af stað síðdegis í og ber þess glögg merki.
gær í Ármúlanum og stöðvaðist ekki í bílnum voru tveir hundar og það er
fyrr en hann var að hluta til kominn inn trú manna að annar þeirra hafi ýtt gír-
úr glugga á BlikksmiÖjunni Gretti að stönginni til, sem sagt komið bílnum úr
Ármúla 19. Gluggaopið var ekki nægi- gtr og þar með af stað inn til Grettis.
lega stórt til að bíllinn kæmi alveg inn,
en á húsveggnum stöðvaðist bifreiðin -A.St/DB-mynd: S.