Dagblaðið - 04.11.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
1
Erlent
Erlent
Erient
Erlent
I
Eftir sex ára flótta undan
sköttum er Ringo Starr
fluttur heim til Englands
llilli
Bítillinn fyrrverandi, Ringo Starr,
flúði undan sköttum frá heimalandi
sínu fyrir rúmum sex árum. En nú er
hann kominn aftur til Bretlands.
Ásamt konu sinni, Barböru Bach, sem
er amerísk að ætt, er hann setztur að í
gamla húsinu sínu. Það er utan við
London, í Berkshire, og enginn kofi.
Herbergin eru tuttutu og sex að tölu.
,,Ég kom heim til London í júní en
ég held ekki að neinn hafi tekið eftir því
ennþá nema skattstofan,” segir Ringo.
„Þeir eru strax búnir að taka af mér
stórar fúlgur, en við því er ekkert að
gera. Ég vil búa hér í Englandi og það
vill konan mín líka.”
Ringo Starr var að ljúka við að taka
upp nýja LP-plötu eftir tveggja ára hlé.
Hún heitir „Stop and smell the roses”.
Á umslaginu er mynd af honum sjálf-
um í lögreglubúningi. Hann situr á
mótorhjóli, en í byssuhulstrinu hefur
hann ekki skotvopn heldur stóran vönd
af rósum.
Ringo Starr og ameriska konan
hans, Barbara Bach, eru fíutt i gamla
húsiO sem hann keypti í Berkshire
ériö 1970. Þar eru tuttugu og sex
herbergi.
gítarsmíði?
Rick Nielsen, gítarleikari hljómsveitarinnar
Cheap Trick, er þekktur fyrir að leika á undar-
lega gítara. Á hljómleikum hanga gjarnan tveir
eða þrír gítarar framan á honum. Nú hefur
hann leyst þetta vandamál með sérsmíðuðum
grip sem alls hefur fimm hálsa! Þetta þýðir
væntanlega að gítarleikarinn sem ætlar að
spila á hljóðfæri sem þetta verður að hafa
svipaða handleggi og api.
Löngum hafa verið notaðir tveggja hálsa
gítarar í rokktónlistinni og einnig hefur sézt
bregða fyrir þriggja hálsa hljóðfærum. Með
kolkrabba-gítar sínum hefur Rick þó
áreiðanlega slegið met. Hins vegar væri afar
fróðlegt að sjá hvernig hann ber sig til þegar
hann leikur á neðsta háls gítarsins.
Rick Nieisen, grtarieikari Cheap Trick, meO
sórsmiOaOa fímm hálsa grtarinn sinn.
Lhr Ullmann var aO fá verOiaun i Þýzkalandi fyrir starfsitt iþágu Bamahjálpar
SameinuOu þjóOanna. Hun gaf fóO, um 70 þús. ísl. krónur, til aö kaupa mat
handa börnum i þróunariöndum.
Liv Ullman:
Nóg verkefni
— bæöi í kvikmyndaheiminum og í
þróunarlöndunum
í heilt ár hefur Liv Ullmann ferðazt
um heiminn sem sendiherra og tals-
maður Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna. Fyrir þetta starf fékk hún
menningarverðlaun í Milnchen í
síðustu viku. Voru þau afhent við há-
tíðlega athöfn, þar sem lofræður um
þessa norsku leikkonu voru haldnar
stanzlaust í tvo klukkutíma.
Hún svaraði með snjallri ræðu, þar
sem hún lýsti því hversu þjáningar
sveltandi barna í þróunarlöndum hefðu
gengið sér nærri hjarta. Verðlaunin,
nálægt 70 þúsund krónum, ætlar hún
að gefa til Barnahjálparinnar.
Annars er viðbúið að hún fái lítinn
tímatil að sinna börnunum á næstunni,
því nú berast henni kvikmyndatilboð úr
öllum áttum. Þeir í Hollywood vilja fá
hana í tvær myndir og eins hefur henni
verið boðið hlutverk í „Gösta Berlings
saga”.
Mynd eftir þessari sögu Selmu
Lagerlöf gerði Gretu Garbo fræga árið
1924. Þessi nýja mynd verður unnin i
samvinnu aðila frá ýmsum löndum.
Liv hefur ekki svarað þessu tilboði
játandi enn, því hún hefur svo mikið að
gera. í vetur verður hún í norsku
sjónvarpsleikriti, byggðu á sögunni
Jenny eftir Sigrid Undset. Það verður
framhaldsþáttur og mikið í hann borið.
Og í haust verður hún i nýrri mynd
eftir Ingmar Bergman. Hún segist hafa
orðið óskaplega glöð, þegar hann alveg
nýlega sendi henni handritið og bauð
henni að vera með.
Um hvað þessi nýja mynd
Bergmans fjallar vill hún enn ekki
tala, en eitt er vist: Hún vill frekar
leika undir stjórn fyrrverandi eigin-
manns síns en nokkurs annars.
Þetta er heimur ríka mannsins
— Abbaflokkurinn grœðir á tá og fingri
Öfugt við Bítlana, sem kunnu að
syngja og spila en ekki að fjárfesta, þá
er sagt um Abba-hópinn, að tónlistar-
gáfurnar séu ekkert ofsalegar, en hins
vegar kunna þeir svo sannarlega að
græða peninga.
Fyrirtæki þeirra, PMI — Polar
Music International — skilaði um ll
milljónum dollara i gróða á síðasta
bókhaldsári, sem lauk 30. apríl síðast-
liðinn (yfir 80 milljónum ísl. króna).
Var það fjórðungur af veltunni. Þessir
fjórir meðlimir hljómsveitarinnar eiga
nákvæmlega helminginn í PMI. Hinn
helminginn á gamli umboðsmaðurinn
þeirra, Stickan Anderson, og er hann
jafnframt framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Það var eftir Eurovision söngva-
keppnina 1974, sem Abba fór að gera
lukku bæði i tónlistar- og peninga-
heiminum. Þau ákváðu frá upphafi að
verja gróðanum af rosalegri plötusölu
skynsamlega og stofnuðu plötuút-
gáfuna PMI. Hún er nú sú stærsta á
Norðurlöndum og gefur út margt fleira
en Abba.
palla og gröfur og leigir sænskum iðn-
fyrirtækjum.
Þetta veltur allt saman ágætlega.
1978 fór sala á reiðhjólum að verða
ábatavænleg — í sambandi við mikinn
áróður fyrir heilsurækt i Svíaveldi.
PMI keypti þá 38% af hlutabréfunum í
sænsku reiðhjólaverksmiðjunum
Monarch. Hlutabréfin i þessu fyrirtæki
hafa þrefaldazt í verði síðan þá.
Ekki græðir þó Abba á öllu. Plötur
þeirra seljast grimmt í Sovétrikjunum.
Rúblur hafa þau hins vegar lítið við að
gera. Sagan segir að þau hafi þegið
greiðslur í olíu.
Hvort sem það er satt eða ekki þá er
staðreyndin sú að þau stofnuðu
olíusölufyrirtæki sem nefnt var Poloil
og starfaði á Rotterdammarkaðnum.
En þar varð mikið verðfall einmitt á
þeim tíma sem fyrirtækið átti
drekkhlaðið olíuflutningaskip i Rotter-
damhöfn. Tapið hjá Poloil varð sjö
milljónir dollara og Abba-hópurinn
hafði að sjálfsögðu vit á að losa sig við
það í skyndi.
Þetta er heimur rika mannsins!
Fasteignir, vinnuvélar
og olía
En PMI óx brátt svo mjög að
skemmtanaiðnaðurinn einn nægði ekki
til fjárfestingar. Þau fóru út í fast-
eignabransann og eiga nú 60% af
stærsta fyrirtæki Sviþjóðar á því sviði,
Stockholms Badhus. Meðal annars
seldu þau því fyrirtæki allar fasteignir
sem PMI átti.
Næsta skrefið var leiga á stórvirkum
vinnuvélum. PMI stofnaði útibú, sem
nefnt er Invest-Finans og þetta dóttur-
fyrirtæki kaupir ýmiss konar risabora,
Brtiamir höfOu meiri tónlistargáfur en fjérmálavrt Sumir segjaaOþvísá öfugt fariO um Abba-fíokkinn.