Dagblaðið - 04.11.1981, Qupperneq 16
Hertar innheimtu-
aðgerðirá
Akureyri
Oft er gullkorn að finna í lands-
málablöðunum. Þessa klausu
fundum við t.d. í íslendingi: Mjög er
talað um það hér á Akureyri um
þessar mundir að með nýjum bæjar-
fógeta hafi komið til nýjar og hertar
innheimtuaðgerðir þessa embættis,
jafnvel svo hertar að sumir, sem
alla tíð hafa staðið í skilum og einnig
nú, hafi fengið sendar harðorðar inn-
heimtuorðsendingar.
Ekki er okkur hér á blaðinu kunn-
ugt um skU Birgis Mar. á þinggjöld-
um og öðrum sköttum og skyldum til
hins háa embættis en hitt vitum við,
að eftirfarandi vísu sendi hann tU
innheimtu þinggjalda.
Mjög þeir virðast valdsins njóta,
verða margir fyrir því.
Finnst mér illu fólki hóta
fógetinn og Komení.
Heimsókn til
Hvammstanga
Það gerast undur og stórmerki nú á
dögum, að minnsta kosti hjá Degi á
Akureyri. Allir þingmenn Norður-
landskjördæmis vestra komu nefni-
lega til Hvammstanga fyrir stuttu. í
hópnum voru að sjálfsögðu ráðherr-
arnir Pálmi Jónsson og Ragnar
Arnalds. Hópurinn skoðaði m.a.
skólann sem þykir ófullnægjandi og
rætt var við forráðamenn fyrirtækja.
Ekki voru mörg loforð gefin, segir
Dagur um heimsókn þessa, en bætir
við að vonandi hafi skilningur þing-
manna á málefnum Hvammstanga
aukizt.
Steingrímur
ogGamliNói.
Steingrímur Hermannsson, land-
búnaðar-, samgöngu- og sjávarút-
vegsráðherra, var staddur í ræðustól
á Alþingi um daginn þegar einhver
fyrirpurnin kom honum til þess að
segja að hann gæti nú eiginiega ekki
svarað þessu án þess að hafa tölvu sér
við hönd.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
var þá nýbúinn að fá sér þessa líka
dýrindis tölvu sem m.a. leikur úrval
af vinsælum lögum. Þar eð Ragnar er
dálitUl prakkari sá hann sér nú ieik á
borði, stillti tölvuna sína af kost-
gæfni og rétti Steingrími gripinn.
Steingrímur átti sér einskis ills von
og kveikti á tölvunni — sem umsvifa-
laust spilaði lagið Gamli Nói nær-
stöddum til mikillar skemmtunar.
Breytt um
andrúmsloft
Heyrt í stórmarkaðinum:
— Ertu ennþá trúlofaður stúlk-
unni í ostadeildinni?
— Nei, læknirinn minn sagði að
ég yrði að breyta um andrúmsloft
svo ég náði í eina í ilmvatnsdeildinni.
Veitingahúsið Óðal og Sony fyrir-
tækið hafa undanfarið efnt til keppni
um beztu fyrirsætuna. AUs tóku niu
stúlkur þátt í keppninni og voru úrslit
kynnt sl. sunnudagskvöld.
Fyrstu verðlaun hlaut Snæbjörg
Magnúsdóttir. Lína Rut Karlsdóttir
hlaut önnur verðlaun og Ylfa Pqturs-
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
Hljómplata og bók eftir Herdísi Egilsdóttur:
Börn hafa þörf fyrir að heyra
sögur og því sem ég fyrir þau
— segir Herdís sem kennt hefur í ísaksskóla í 29 ár
DB-mynd Einar Ólason.
Valdimar Hafsteinsson ásamt
tveimur ef guðlöxunum tótf. „ Við
borðuðum einn og hann ver rose-
fega góður."
Mynd Hefsteinn AðalsteJnsson.
Valdimar, 12 ára,
ífyrstu veiðiferöinni:
Tólf
guðlaxar
komu í
trollið
,,Ég hef löngu ákveðið að verða
sjómaður,” sagði Valdimar Hafsteins-
son, 12 ára, sem á heima á Þingeyri.
Valdimar fékk að fara sína fyrstu
ferð með skuttogara í sumar en í
þeirri ferð var heppnin aldeUis með
skipverjum, því í trollið komu hvorki
meira né minna en tólf guðlaxar. Er
það alveg einsdæmi.
„Pabbi er kokkur á Framnesi,
skuttogaranum okkar, og ég fékk að
fara með honum þennan túr. Annars
átti hann lítinn bát og ég fékk stund-
um að fara með honum. En ég
hef aldrei farið á svona stórum báti
fyrr. Við fórum með guðlaxana í
frystihúsið og ég veit ekki hvað var
gert við þá.
Annars borðuðum við einn og
hann var alveg rosalega góður og fall-
egur,” sagði Valdimar. Hann sagðist
vera í grunnskóla Þingeyrar og næsta
sumar ætlar hann aftur á sjóinn ef
hann fær að fara með togaranum.
-ELA.
„Ég samdi leikrit með þessum
söngvum árið 1970 en kláraði það í
rauninni ekki fyrr en 1974 fyrir
barnaleikritasamkeppni Sumar-
gjafar,” sagði Herdís Egilsdóttir
kennari í samtali við Fólk-siðuna.
Þess má geta að hún sigraði í keppn-
inni. Nú fyrir skömmu kom út hljóm-
plata með lögum úr leikritinu
Gegnum holt og hæðir og bók hjá
Erni og örlygi.
„Leikritið var sýnt í Kópavogi
1979 undir stjórn Margrétar Helgu
Jóhannsdóttur og það var einmitt
hún sem kom því á framfæri við Örn
og Örlyg,” sagði Herdís ennfremur.
„Þetta er gamalt efni en virðist þó
alltaf eiga erindi til barna,” sagði
hún.
Ellefu lög eru á hljómplötunni og
sá Ragnhildur Gísladóttir um útsetn-
ingu og upptöku en hljóðstjóri var
Sigurður Bjóla. Söngvarar eru Aðal-
steinn Bergdal, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Eggert Þorleifsson, Páll
Þorsteinsson, Ingólfur Helgason,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þuríður Jóns-
dóttir, Kristján Edelstein, María
Gunnarsdóttir og Jóhanna Halldórs-
dóttir.
Undirleik önnuðust Magnús
Kjartansson, Carl Billich, Pétur
Hjaltested, Gunnlaugur Briem,
Jóhann Ásmundsson, Kristján Edel-
stein, Kristinn Svavarsson og Ragn-
hildur Gísladóttir.
Á plötunni koma fram ýmsar
persónur, svo sem tröllastrákar,
rebbi, álfamær, tröllkona, auk
mennskra manna og barna.
Verðleunehefamir í Son y-keppninni. Frá vlnstri YHe, Lína, Rut og
Snæb/ðrg, sem verð i fyrste sætl.
Herdís EgHsdóttír meðfímm ire bömum i Isaksskóie. Þer hefe margar sögur hennar orðið til.
„Ég er alltaf að skrifa eitthvað,”
sagði Herdís aðspurð, „en mest hef
ég gaman af að semja tónlist.”
— Ertu ánægð með útkomuna á
plötunni?
„Það var afskaplega ánægjulegt
að vinna með Ragnhildi og ég hefði
gjarnan viljað vinna meira með henni
en ég gerði. Já, ég er ánægð með
ýmislegtáplötunni.”
— Fyrir hvaða aldur telur þú að
platan henti bezt?
„Hún er ekki plata fyrir smábörn,
það er mikill danstaktur í lögunum
og ég gæti þó trúað að hún væri fyrir
börn allt upp í 12—14 ára gömul,”
svaraði Herdís.
Hún kennir í skóla Isaks Jóns-
sonar og hefur gert sl. 29 ár í fullu
starfi. „Ég kenni börnum á aldrin-
DB-mynd Bjamlerfur.
um 5—8 ára. Börn hafa mikla þörf
fyrir að þeim séu sagðar sögur og
margar mínar sögur hef ég samið
fyrir þau.”
— Er ekki erfitt að vinna fullt
starf með ritstörfum?
„Jú, það er varla hægt. Ég hef
verið að skrifa á hlaupum enda það
sem eftir mig kemur eftir því,”
svaraði Herdís Egilsdóttir. -ELÁ.
Sony-ljósmyndafyrirsœta kjörin
Snæbjörg Magnús-
dóttir ífyrsta sœti
dóttir 3. verðlaun. Verðlaunin voru
hljómtæki frá Sony og blómvendir
fráStefánsblómum.
Um næstu helgi hefst í Óðali hluti
af heimsmeistarakeppnninni í diskó-
dansi. Ef að vanda lætur verða kepp-
endur bæði margir og flinkir.
-DS/ELA.