Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
27
Sjónvarp
I
VAKA—sjónvarp í kvöld kl. 20.35:
íslenzk kvikmyndagerð í dag
Vaka snýst í kvöld um það sem er
að gerast í islenzka kvikmynda-
heiminum. Viðar Vikingsson er
umsjónarmaður og byggir hann
þáttinn þannig upp að áhorfendur
eiga að fá smáhugmynd um ferlið 1
gerð kvikmyndar.
Fyrst verður fylgzt litillega með
töku myndar. Er það Friðrik Þór
Friðriksson sem er að gera mynd um
rokktónlist í Reykjavík. Hann gerði
nýlega mynd um Njálsbrennu sem
fræg varð.
Þá kemur Hrafn Gunnlaugsson
með filmur úr nýrri mynd, beint úr
vélinni, óklipptar. Hann spjallar um
hvernig „ramminn” er notaður,
þ.e.a.s. hvernig leikstjórinn sviðsetur
með því að ákveða hvernig hann
raðar persónunum á myndflötinn.
Hrafn vinnur nú að myndinni
„Okkar á milli sagt i hita og þunga
dagsins”. Gerist hún á mörkum
draums og veruleika. Aðalhlutverkið
er leikið af Benedikt Árnasyni og er
hann virkjunarfræðingur.
Þráinn Bertelson vinnur nú að
klippingu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna
sem á að veröa jólamynd. Hann
miðlar þvi merkum fróðleik um
klippingu.
Loks verður fjallað um nýjustu
íslenzku kvikmyndina, sem fullgerð
er, Otlagann, og rætt viö þrjá
aðstandendur hennar. Sigurður
Sverrir Pálsson segir frá því hvernig
það er eiginlega aðalverkefni kvik-
myndatökustjóra að stjórna lýsingu á
hverju atriði. Jón Hermannsson segir
frá fjármögnun og peningamálum
og loks er viðtal við stjórnandann,
Ágúst Guðmundsson.
Innan um verða sýndir smábútar
úr kvikmyndunum sem þessir ágætu
menn eru að framleiða. -ihh.
H
I myndinni um Gísla Súrsson er
leitast við að skapa andrúmsloft
nomaseiðis og örlagatrúar en íslenzk
kvikmyndagerð verður nú æ
vandaðri.
Kristján Guðjónsson, deildarstjórí hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir frá
slysatryggingum f sjónvarpinu f kvöld.
DB-mynd: Krístján örn.
HVER ER RÉTTUR ÞINN?
—sjónvarp íkvöld kl. 22.05:
Hverjir eru
slysatryggðir?
í kvöld verður haldið áfram að
kynna almenningi tryggingamál.
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri
hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir
frá slysatryggingum. Þátturinn
verður ríkulega myndskreyttur með
teikningum önnu Dóru Rögnvalds-
dóttur.
Kristján sagði við DB að slysa-
tryggingar skiptust i fjóra flokka.
Það er að segja: sjúkrahjálp, slysa-
dagpeninga, örorkubætur og dánar-
bætur.
Hann mun útskýra hverjir eru
slysatryggðir en það eru aðallega
launþegar, iþróttamenn eldri en 16
ára og þeir sem vinna við björgun
mannslífa eða verðmæta.
Þá eru atvinnurekendur tryggðir
nema þeir óski þess sérstaklega á
skattskýrslu að vera ekki krafðir um
iðgjald. Húsmæður eru hins vegar
því aðeins tryggðar ef þær láta þess
getið á skattskýrslu að þær vilji vera
það.
GÖMUL TÓNLIST - útvarp í kvöld kl. 20.00:
MÚSÍK FRÁ ÞVÍ FYRIR1700
Ríkarður örn Pálsson annaðist fyrir
11 árum útvarpsþátt um jass og blues.
Hann hefur ritað talsvert um músík í
dagblöð og er nú annar aðstoðarrit-
stjóri tónlistartímaritsins TT. Það er
nýtt af nálinni, annað hefti þess
kemur út næstu daga. Er meiningin að
þar verði fjallað um alls konar tónlist,
allt frá jassi og poppi til sígildra verka
og nútímatónverka.
En þátturinn sem Ríkarður byrjar
með í kvöld klukkan 20.00 heitir
Gömul tónlist og ætlar hann að halda
sig þar eingöngu við tónlist frá því fyrir
1700. f hæsta lagi að slæðist inn eitt og
eitt nýtt lag, sem er í tengslum við þau
gömlu á einhvern hátt.
Sjónvarp
Miðvikudagur
4. nóvember
18.00 Barbapabbi. Endursýndur
þáttur. Þýðandi: Ragna Ragnars.
Sögumaður: Guðni Kolbeinsson.
18.05 Andrés. Sænskur mynda-
flokkur fyrir börn. Þriðji ogsiðasti
þáttur. Andrés er búinn að fá
vinnu. Pabbi Christers hefur
fengið hann til að aðstoða í við-
tækjaverzluninni á laugardögum.
Andrés kann því vel að hafa pen-
inga undir höndum eins og Christ-
er. Hann lætur foreldra sína ekki
vita neitt, því hann hefur á tilfinn-
ingunni, að þeim kunni að mislíka,
að hann skuli vera að vinna. Spum-
ingin er bara sú hversu lengi hann
getur leynt þau sannleikanum.
Þýðandi: Hallveig Thorlacius.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
18.45 Fólk að leik. Síðari þátturinn
um Tæland. Þýöandi: Ólöf Péturs-
dóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson.
19.10 Hlé.
19.45 í réttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttlrog veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Vaka. f þættinum verður m.a.
fjalláð um kvikmyndina Útlagann,
sem var nýlega frumsýnd. Einnig
verður rætt við Þráin Bertelsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Friðrik Þór
Friðriksson o.fl. um kvikmyndir,
sem nú er unniö að. Umsjón og
stjórn upptöku: Viðar Vikingsson.
21.15 Dallas. Tuttugasti þáttur.
Þýðandi: Kristmann Eiðsson.
22.05 Hver er réttur þinn? Annar
þáttur af Fimm, sem Sjónvarpið
hefur látiö gera um tryggingamál.
Umsjón: Karl Jeppesen.
22.15 Dagskrárlok.
Þetta verður sem sagt tónlist sem til
er orðin fyrir daga Bachs. Ekki hugsar
Ríkharður sér að segja sögu tónlist-
arinnar heldur grípur hann niður hér og
þar.
í kvöld verða enskir madrigalar
fyrir valinu. Þeir eru talsvert þekktir
hér á landi því margir kórar hafa tekið
þáá verkefnaskrár.
Madrigalarnir eru ekki sálmalög
heldur veraldlegir og samdir fyrir
áhugamenn að syngja í heimahúsum
sér til skemmtunar. Meðal frægustu
höfunda þeirra voru Gibbons og
Morley. Verða lög eftir þá og fleiri
leikin í kvöld.
Þátturinn Gömul tónlist verður
annan hvem miðvikudag í vetur en
hinn miðvikudaginn verður Þorkell
Sigurbjörnsson með þátt um nútíma-
tónlist.
-ihh.
Rlkarður örn Pálsson gripur I rafbassa á tónlistaruppákomu. Hann er annar rít-
stjóra nýja tónlistarblaðsins TT. Mynd: Björgvin Pálsson.