Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 1
fifálst
oháð
dagblað
7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER1981 - 254. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl II.—AÐALSÍMI 27022.
Geysimikil loðnuveiði og allur flotinn við Kolbeinsey:
FL0T1NN EREKKIAÐ
VEDA SÍWJSHI70RFUNA
—segir skipstjórinn á Jóni Kjartanssyni semfylltiskipiðítveimurköstum
Frá Emil Thorarensen fréttaritara
DB á Eskifirði:
Jón Kjartansson kom inn til
Eskifjarðar í gær með fullfermi af
loðnu, 1100 tonn. Að sögn Þorsteins
Kristjánssonar skipstjóra á Jóni
Kjartanssyni fékkst loðnan austur af
Kolbeinsey en loðnan er nú á austur-
leið. Skipið fyllti sig í tveimur
köstum.
Loðnuskipaflotinn er nú við
Kolbeinsey og segir Þorsteinn skip-
stjóri að veiðin sé geysimikil. Til
marks um það hve mikil loðna sé á
svæðinu, nefnir Þorsteinn það að
margar mílur séu á milli veiðiskip-
anna. Það sé því ekki um það að
ræða að allur fiotinn sé í hnapp að
veiða síðustu torfuna.
Sjómenn telja að væri loðnustofn-
inn ekki nema 150 þúsund tonn þá
ætti hann að vera búinn eftir mok-
veiði síðustu daga. Þorsteinn sagðist
bera fullt traust til sjávarútvegsráð-
herra en plága væri orðin að farið
væri eftir vafasömum rannsóknum.
Hann vitnaði tii þess að Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur hefði
sagt það í taistöð að síðasti loðnu-
rannsóknarleiðangur væri misheppn-
aður þar sem ekki var hægt að
kanna svæðið vegna íss. Það hefði
því komið sjómönnum á óvart þegar
þeir lásu í fjölmiðlum að stofninn
væri e.t.v. ekki nema 150 þúsund
tonn.
Sjómenti benda á að loðnuveið-
arnar séu svo mikilvægur þáttur í at-
vinnulífi okkar að loðnurannsóknir
ætti að stunda af mikið meiri krafti
en nú er gert.
Þorsteinn sagði að loðnusjómenn
fengju hroll i sig þegar þeir heyrðu
t.d. Árna Gunnarsson alþingismann
krefjast þess að loðnuveiðar yrðu
stöðvaðar strax. Hann vildi þvi bjóða
þingmanninum í næstu veiðiferð og
skora á hann að þiggja það boð.
Það væri ekki hagur sjómanna að
eyðileggja stofnana. Ef þeir tryðu þvi
að verið væri að veiða upp loðnu-
stofninn yrðu þeir fyrstu menn til
þess að hætta veiðunum, sagði skip-
stjórinn á Jóni Kjartanssyni.
-JH.
Nemendur œfingadeildar Kennarahúskólans halda íþróttahátíð um J
helgina og œtla meðal annars að slá íslandsmetið í maraþondansi.
Þegar DB-menn litu þar inn, undir kvöld / gœr, var 25—30 unglinga \
hópur í hörkudansi ágólfinu og var engin þreytumerki að sjá á liðinu
— a.m.k. ekkiþá, hvað sem nú er.
DB-mynd: Einar Ölason.
5000 S0VETHI0SNARARIDANM0RKU
Danski rithöfundurinn Arne
Herlöv Petersen er enn í haldi í Kaup-
mannahöfn, sakaður um njósnir í
þágu Sovétríkjanna. Talið er liklegt
að hann verði látinn laus í dag.
Petersen hefur á undanförnum
tveimur árum verið í stöðugu sam-
bandi við ritara i svoézka sendiráðinu
í Kaupmannahöfn en honum var
vísað úr Iandi um miðjan síðasta
mánuð.
Sovézki sendiráðsritarinn, Vladi-
mir Merkolof.er talinn vera útsendari
sovézku leyniþjónustunnar KGB.
Hann hefur á undanfömum átján
mánuðum látið Petersen og konu
hans hafa um 10 þúsund danskar
krónur og talsvert magn af áfengi að
auki. Að auki er Petersen sakaður
um að hafa borgað fyrir auglýsinga-
herferð í dönskum fjölmiðlum, þar
sem krafizt var kjarnorkuvopnalauss
svæðis á Norðurlöndum, með
peningum frá Merkolof.
Við húsrannsókn hjá Petersen og
konu hans fannst talsvert magn af
skjölum og bókum sem starfsmenn
dönsku leyniþjónustunnar vinna nú
við að rannsaka. Þar á meðal eru
dagbækur með lista yfir um 3000
einstaklinga ásamt umsögn rithöf-
undarins um hvem og einn þeirra. Nú
er kannað hvort þetta fólk, eða
einhverjir úr hópnum, hafi vitað um
fjárgjafir Sovétmannsins eða hafi
verið viðriðnir samband hans við
Petersen.
Fyrrum yfirmaður í sovézku leyni-
þjónustunni, Aleksei Myagkov, sem
nú er flúinn frá heimalandi sinu,
hefur sagt að austantjaldslöndin hafi
um það bil 5000 erindreka, svipaða
og Merkolof, í Danmörku. Þeir hafi
það hlutverk að safna upplýsingum,
bæði pólitískum og hernaðarlegum.
Starf þeirra felst einnig í að komast í
samband við áhrifamenn, svo sem
stjórnmálamenn og blaðamenn, og
reyna á þann hátt að hafa áhrif á al-
menningsálitið í Danmörku.
-ÓEF/BHS, Kaupmannahöfnm.
Gengisfelling?
Mikill
■ H
agreming-
ur í stjórn-
arliðinu
Á fundi þingflokks Alþýðubanda-
iagsins i gærkvöldi var harðlega mót-
mælt því gengisfellingartali scm þing-
menn Alþýðubandalagsins telja þing-
menn Framsóknarflokksins standa
fyrir.
Alþýðubandalagsmenn lögðu á
fundinum áherzlu á að þcir teldu að
stjórnarflokkarnir hefðu verið orðnlr
sammál um að fara frckar aðrar
leiðir en gengisfellingarleið.
Alþýðubandalagsmenn undir-
strikuðu að ,,taka ætti Seðlabankarrn
taki”. Með þvi væri átt við að
„gengishagnaður” Seðlabankans
gengi til þess að rétta Irag útflutnings-
atvinnuveganna og afurðalánakerf-
inu yrði breytt, atvinnuvcgunum í
hag.
Af þcssu er Ijóst að mikiil á-
greiningur er innan stjórnarliðsins
um aðgerðir i efnahagsmálum.
Stjórnarþingmenn sögðu i gærkvöldi
að það yrði „skak yfir helgina” um
það hvaða leiðir yrðu valdar.
-HH.
Veðurfer
kólnandi
Gert er ráð fyrir að suðvestlæg
vindátt verði ráðandi á landinu um
helgina. Við það kólnar nokkuð í
vcðri en ekki er þó búizt við frosti.
Búast má við skúrum og jafnvel
slydducljum suðvestanlands en bjart-
araveðri norðaustanlands.
' -KMU.
Veiðimálastjóri
affundinum
þegarSkúlifórí
ræðustólinn
— sjábls.F