Dagblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981. vG^ HAFNarfMrö fr Afmœlishóf verður haldið i Iðnaðarmannahúsinu, laugardaginn 14. nóvember og hefst með hanastéli stundvíslega kl. 19.00. HÁTÍ Ð ARM ATSEÐILL. SKEMMTIATRIÐI OG DANS. SAMKVÆMISKLÆÐNAÐUR. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Olivers Steinsfrú kl. 9, 12. nóvember 1981. Skemmtinefndin. IDEOMYNDUNI Bjóðum yður nýja þjónustu. Videomyndun meö 3ja lampa videomyndavél. Vörukynningar, fundir, fræðsluefni, afmæli, brúðkaup og hvaðeina sem þér dettur í hug til varðveizlu, kynningar og eða dreifingar á einhvern markað. Höfum einnig áhuga á samvinnu við aðila um videoefnisgerð á markað eða að kaupa videorétt á einhverju efni eða taka að okkur að kynna áhugaverða hluti á videoböndum. Videobankinn, Laugavegi 134. Simi23479. iVIDEOBANKINNi Frá byggingahappdrætti Náttúrulækningafélags Íslands Dregið var 5. nóvember. Þessi númer hlutu vinning: 23280 bíll 30189 myndsegulband 12952 húsbúnaður 9114 garðgróðurhús 1468 dvöl á heilsuhælinu í Hveragerði 29536 skíðabúnaður 26410 Reiðhjói. Upplýsingar á skrifstofu IMLFÍ, Laugavegi 20 b Sími 16371 AUGLÝSING FRÁ LAUNASJÓÐIRITHÖFUNDA Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1982 úr Launa- sjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskóla- kennara, skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaks- ár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann vinnur nú að, skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást I mennta- málaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 30. desember 1981 til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 6. nóvembor 1981. Stjórn launasjóðs rithöfunda. BMW72S árg. 78 Renault20 GTL. árg. 79 BMW520 autom. árg. VO Ronauit20 TL árg. 78 BMW520 árg. '80 Renau/t 18 TS. árg. 79 BMW518 árg. '80 Renault 14 TL. árg. '80 BMW323Í árg. '81 RenauH 14 TL árg. 79 BMW320 árg. VI RenauH 14 TL. árg. 78 BMW320 árg. 79 RenauH 18 TS. árg. 79 BMW320 árg. 78 RenauH 12 TS. árg. 78 BMW320 árg. 77 RenauH 12 station árg. 74 BMW 318 autom. árg. 79 RenauHSTS. árg. 75 BMW316 árg. VI RenauHSTL árg.73 BMW316 árg. '80 RenauH4 TL. árg. 79 BMW316 árg. 79 RenauH Estafette árg. 78 BMW316 árg. 78 RenauH4 VANF6 árg. 79 BMW316 árg. 77 RonauH 4 VAN árg. 75 BMW31S árg. '81 Opiö 7- -6 iaugardaga. Rlki eins og Libýa, Alsír, Saudi-Arabía, Sýrland, Suður-Yemen o.fl. hafa oft verið nefnd pólitiskir suðupottar. Hér þinga full- trúar nokkurra slikra ríkja i Líbýu. Flugmálin: ER ÍSLAND „LÍBERÍU-RÍKI” í VOPNAFLUTNINGUM? Vestri skrifar: Hinn 26. október birtir dagblaðið Vísir frétt um það, að „sterkur orðrómur sé um vopnaflug Arnar- flugs”. — Daginn eftir segir Morgunblaðið í fyrirsögn: „Flutningar Arnarflugs til Líbýu at- hugaðir”. Morgunblaðið snýr sér til eins starfsmanns Flugleiða, sem einnig á sæti í flugráði, og upplýsir, að þessi aðili hafi óskað eftir rannsókn á vopnaflutningum Arnarflugs, en ,,hann vildi hvorki játa því né neita og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi,” sagði Morgunblaðið. Síðan bregður svo við, að Flugleiðir hf. eru staðnar að sama athæfi og Arnarflug var sakað um, vopnaflutningum með Flugleiða- vélum frá Evrópu til Saudi-Arabíu! Ekki bara sprengiefni til olíuborana, heldur riffla og tilheyrandi skotfæri fyrir varnar- og flugmálaráðuneyti Saudi-Arabíu. Eru íslenzku flugfélögin farin að keppa um vopnaflutninga innbyrðis, eða er cin sameiginleg stjórn Flugleiðasamsteypunnar ábyrg fyrir því að koma flugvélum sínum í verkefni, sem gefa meira fé I aðra hönd, með því að flytja vopn og her- gögn ýmiss konar? Nú er vitað, að Flugleiðir eru stærsti hluthafinn í Arnarflugi og eiga Flugleiðir menn í stjórn þess. Það ætti því ekki að vera í þágu Flugleiða að kæra Arnarflug fyrir vopnaflug, eða öfugt. Hvað er eiginlega að gerast í flug- málum okkar? Helztu samskipti virðast vera við þau lönd, sem eru á svæði hins pólitíska og hernaðarlega suðupottar, Líbýu, Alsír, Saudi- Arabíu, o. fl. Er litið á Island sömu augum og Panama, Hondúras og Líberíu, þar sem auðvelt er að fá flutningatæki til vafasamra flutninga? — Er ísland orðið „Liberíuríki” í vopnaflutningum? Sjónvarpsskilyrði á Vestfjörðum: Allt stendur til bóta —þarogvíðar Einn reiður skrifar frá ísafirði: Er ekki kominn tími til þess að skipta um endurvarpsstöð í Stykkishólmi, eða þá reisa fleiri stöðvar á Vesturlandi? Sjónvarpsskilyrði hafa verið hörmulega léleg hér á Vestfjörðum undanfarnar vikur. Það má kallast gott ef sjónvarpið er skýrt einu sinni í viku. Það er reiði í fólki hér, því það er í mesta lagi hægt að horfa á sjónvarpið tvö kvöld í viku, þegar efnisvalið er frambærilegt, en þá sér maður ekki neitt af því að þessi sendir í Stykkishólmi er svo að segja alltaf bilaður. Ég vil beina þeirri spurningu til sjónvarpsins, hvort það vilji nú ekki laga þetta almennilega, svo að maður geti horft á það um jólin. Þatta stendur allt til bóta fyrir Ríkisútvarpið, svo við leituðum til Haralds Sigurðssonar, yfirverk- fræðings hjá Landssímanum. Hann gerði skelegga grein fyrir útsending- arvandkvæðum þessum í sjónvarpinu nýlega og var svo vinsamlegur að endurtaka mál sitt fyrirokkur. Haraldur sagði að búið væri að skipta um sendi i Stykkishólmi, svo þar er nú kominn nýr I0 kilóvatta sendir í stað þess gamla, sem orðinn var 14 ára. Annars mun ekki vera hægt að rekja allan vandann til endurvarpsstöðvarinnar, því einnig hafa verið tíðar bilanir í sendistöð- inni að Bæjum áSnæfjallaströnd. Mesta vandamálið mun samt vera fólgið í rafmagnsbilunum á Snæfjallaströndinni, þar sem litlar rafstöðvar gegna stóru svæði. Á næsta ári stendur þvi til að auka styrk stöðvarinnar á Bæjum frá 5 vöttum upp í 50. Þar með er samt ekki öll sagan sögð, því óeðlilega mikilla bilana hefur gætt í örbylgjusambandi frá Reykjavík til Stykkishólms. Á miðju næsta ári verður lögð ný rafmagns- lína um sunnanvert Snæfellsnesið og á Útnesið, svo mikið ætti ástandið að batna I þessum málum, t.d. I Stykkis- hólmi, Hellissandi, Ólafsvtk og á þessu svæði yfirleitt. Vandkvæðin hafa sem sé verið þríþætt; bilanir í örbylgjusambandi, í sendi- og endurvarpsstöðvum og raf- magnsbilanir. Haraldur vildi sérstaklega benda almennt á það, að allt þetta kerfi er einfalt og ekki er hægt að búast við verulegu rekstraröryggi fyrr en kerfið verður tvöfaldað. -FG. Póstur og sími sér um þessi mál Á ísaflrði, og víðar, hafa sjónvarpsmóttökuskilyrði verið slæm og höfum við frétt að fólk hafi gripið til ýmissa örþrifaráða, sem öll hafa komið fýrir ekki. Nú ætti að fara að rætast úr þessum vandkvæðum, hvað úr hverju, segir Póstur og sími, sem sér um þá hlið mála fyrir Rikisútvarpið. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.