Dagblaðið - 07.11.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981.
Atvik frá stríðsárunum
— hvernig brygðust íslendingar við í dag?
Siggi flug, 7877—8083, skrifar:
Rússneskur kafbátur strandar viO
Selsker — Þessi fregn hefði alveg eins
getað staðið í íslenzku dagblaði, eins
og fregnin um kafbátinn er strandaði
við Svíþióð.
En sú spurning vaknar, hvað
hefðum við íslendingar gert við slíkar
aðstæður? Svarið er kannski vand-
fundið, en við höfum a.m.k. í einu
tilviki þurft að taka ákvörðun í
svipuðu máli.
Það hefur líklega verið árið 1940,
er brezkur Catalínaflugbátur
nauðlenti við Raufarhöfn. Nú voru
góð ráð dýr. Landið hafði ekki enn
dregizt inn í styrjöldina, og þetta
þótti gífurlegt brot á hlutleysi
íslands, sem með samningum 1918
hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi.
í hvelli var flugmálaráðunautur
ríkisins og lögreglustjórinn í Reykja-
vík sendur norður í lítilli flugvél
(Klemminum) og held ég að hann
hafi lent einhvers staðar nálægt
Raufarhöfn. Til hvers?
Síðasta spölinn fór ráðunauturinn
á hestum, ef ég man rétt, og stóð það
heima að flugbáturinn hóf sig á loft
skömmu áður en AKH kom á
leiðarenda.
íslenzka ríkisstjórnin mótmælti
þessu athæfi harðlega og var sá seki,
flugstjórinn Barnes, sendur til
íslands, þar sem hann átti „upp á
æru og trú” að dvelja, unz
styrjöldinni væri lokið. Var honum
komið fyrir í „gistingu” hjá
Björgúlfi bónda á Bessastöðum,
núverandi aðsetri forseta íslands.
Um leið og Bretar hernámu landið
um vorið 1940, hvarf svo þessi brezki
„sjentilmaður” á brott og loforð
hans orðin að engu.
En hvað hefðinú skeðefsovézkur
kafbátur hefði strandað við Selsker
t.d., hefðum við stefnt á strand-
staðinn islenzku varðskipunum og
staðið vörð um það að engir sovézkir
dráttarbátar eða önnur stríðsskip
Siggi flug segir frá þegar brezkur Catalinaflugbátur nauðlenti við Raufarhöfn á stríðsárunum en þessi mynd er einmitt frá
þeim tfma.
kæmu á vettvang? Nei, og aftur nei!
Til þessa höfum við einfaldlega ekki
bolmagn. En varnarliðið, hvað með
það? Þetta er nokkuð góð spurning??
Við íslendingar erum þeir ræflar
að lítill hópur öfgamanna getur
hvenær sem er hertekið
höfuðborgina og gert hinn mesta
usla. Þannig er nú ástandið í þeim
efnum hjá okkur.
Þegar þorskastríðið stóð sem
hæst, tók eitt striðsskip hennar há-
tignar Bretadrottningar nokkra
íslenzka varðskipsmenn og hélt
þeim um borð hjá sér í nokkra daga
(á launum). Brezk freigáta sigldi
síðan upp að varnarstöðinni í Kefla-
vík með mennina. Setti þá í bát og
réru þeir síðan til Keflavíkur. Dágott
varnarlið það, eða hitt þó heldur.
Varnarsamningurinn við Banda-
ríkin er nauðsyn, en hann er nánast
hneyksli hvað framkvæmd snertir, og
sæmir varla fullvalda ríki.
Allt þetta vita Rússar mæta vel,
enda eru þeir ekki ósjaldan á sveimi
hringinn í kringum landið, bæði á
kafbátum og svo á flugvélum. Þeir
fara eins langt upp að landinu og þeir
þora, án þess að rjúfa landheigi
okkar.
Höldum vöku okkar, íslendingar,
og látum samninginn um vernd
landsins vera einhvers virði. Ekki
bara á pappirnum.
Mérdatt þetta (svona) í hug.
Vill láta taka upp staðgreiðsluskatta
— eins ogíNoregi
Garri skrifar frá Akureyri:
Ég er alveg voðalega spældur yfir
því að ekki skuli vera tekinn upp
staðgreiðsluskattur hérna á íslandi.
Ég kynntist þessu fyrirkomulagi
þegar ég var að vinna í Noregi. Þá var
dregin af manni viss uþphæð á
mánuði í skatt, enda var það miklu
þægilegra, því þá vissi maður hvað
maður átti til ráðstöfunar, svo allt
varpottþétt.
Stundum var líka of mikið dregið
af manni og það kom sér oft vel, þeg-
ar maður fékk endurgreitt. En hérna
heima er fólk alltaf einu ári á eftir að
borga skattana sína og er alveg
sprenghlægilegt að það skuli ganga.
Það stoðar samt lítið að kvarta,
því ekki virðist vera hægt að koma
neinu til leiðar. Okkar þingmenn
virðast vera handjárnaðir hver við
annan, sama í hvaða flokki þeir eru.
Það verða margir, nýbúnir að fá
kosningarétt, sem munu skila auðu
þegar að næstu kosningum kemur,
því þetta eru algjörir skallaþingmenn
sem við höfum á að skipa.
Raddir
lesenda
Ertu farin að hugsa til
jólanna?
Jórunn Sveinbjörnsdóttir: Já, ég er
farin aðsenda pakka til útlanda.
Lára Magnúsdóttir nemi: Já, svolítið.
Ég er nú ekki farin að undirbúa mig, en
ég hlakka til þeirra.
Sigrún Guðbrandsdóltir: Já, ég er
farin að prjóna á barnabörnin og
kaupa jólakort.
Jóna Jónmundsdóttir_ afgreiöslukona:
Nei, yfirleitt er undirbúningsvinnan
alltof mikil og þegar jólin loksins koma
er maður dauðþreyttur. Ég hef hugsað
mér að slappa af í ár og hugsa sem
minnst til þeirra.
Gerður Hjörleifsdóttir verzlunarstjóri:
Já, fyrst og fremst þvi sem tcngist
minu starfi, panta, kaupa inn, út-
stillingar o. fl. Ég er einnig farin að
hugsa út í jólagjafir sem eiga að sendast
til útlanda.
Ólöf Skúladóttir afgreiðslustúlka:
Það er kannski fullsnemmt, en ég er þó
búin aðkaupa jólagjafir.