Dagblaðið - 07.11.1981, Side 5

Dagblaðið - 07.11.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981. 5 Menningin fæst ekki ókeypis: 755 krónur á sinfóníutónleika og258 krónur f leikhúsið —er raunverð en miðamir seldir á 75 og 62 krónur Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 1982 kostar 26.903.900 krónur að reka Þjóðleikhúsið 1982. Þar af er launakostnaður rúmar 19.2 milljónir og önnur rekstrargjöld rúmlega 5.1 milljón. Tekjur Þjóðleikhússins 1982 („seldar vörur og þjónusta”) nema 6.467.200 krónum. Þetta er áætlað andvirði seldra aðgöngumiða. Þegar þessi tala er borin saman við gjöldin kemur í ljós að gert er ráð fyrir að „seldar vörur og þjónusta” sé 24.04% af heildarreksturskostn- aði, eða með öðrum orðum að hver aðgöngumiði sem seldur er sé niður- greiddur sem nemur 76%. Allt þetta þýðir að raunvirði aðgöngumiða sem nú er seldur á 62 krónur er 258 krónur. Enn verr lítur þetta út hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar eru heildargjöld 1982 áætluð 12.204.800 krónur en „seldar vörur og þjón- usta” 1.212.000 krónur. Tekjur af aðgöngumiðasölu eru því 9.93% af kostnaði við rekstur hljómsveitar- innar. Raunvirði aðgöngumiða, sem er að mestu bundið við 75 krónur nú, er þvi 755 krónur. Mismunurinn, 680 krónur, er greiddur úr ríkissjóði, af ríkisútvarpi og af Reykjavíkurborg. -A.St. GATNAMALASTJÓRIKORTLEGGUR VIDE0KAPLANA verður einnig á staðnum Verslið þar sem varan er gód og verðið hagstætt Eins og sjá má var ekkert hik á Þór Guðjónssyni veiðimálastjóra er hann strunsaði út af fundi þegar Skúli á Laxalóni kom i ræðustólinn. DB-mynd G. Bender. „Þeir fengu leyfi til að fara í gegnum Vesturhóla. Allt annað hafa þeir gert í óleyfi. Þeir hafa farið i gegnum Arnar- bakkann og eina sex malbikaða gang- stíga í Breiðholti I, einnig barnaleikvöll og opin svæði. í Breiðholti 111 hafa þeir lagt meðfram malbikuðum stíg og farið yfir ræktað svæði þar,” sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri í samtali við Dagblaðið. Hann hefur nú látið kortleggja sjón- varpskapla Video-son. Sást á því hvar kaplarnir liggja í jörðu. Forráðamenn Video-son hafa sagt að kaplar sem lagðir voru í gegnum gang- stíga hafi verið lagðir í sprungur sem fyrir voru. Þá skýringu taldi gatna- málastjóri hreint yfirklór. -KMU. Ingi (l. Magnússon sýnir kortið sem búið er að gera yfir sjónvarpskapla sem liggja i jörðu. DB-mynd: Einar Ólason. í Hamraborg 1 á morgun, sunnud. 8. nóv., kl. 2 e.h. Margir góðir munir — Engin núll Vopnaf lutningar með þotum Flugleiða: Fráleitt að slíkt skuli eiga sér stað —segir Ragnar Amalds „Ég tel að það sé alveg fráleitt, ef þetta er rétt, að slíkt skuli eiga sér stað. íslendingar verða að setja sér ákveðnar takmarkanir í þessum efnum,” sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra er DB leitaði álits hans á vopnaflutningum bandarísks flug- félags með vélum Flugleiða til Saudi- Arabíu. „Ég tel það mjög vafasamt að leyfa slíka flutninga. Það er afar var- hugavert fyrir ísland að flækja sig í deilur annarra þjóða,” sagði Ragnar. Dagblaðið skýrði frá því í forsíðu- frétt sl. þriðjudag að Flugleiðaþotur, sem leigðar hafa verið til bandarísks flugfélags án áhafna, væru notaðar til vopnaflutninga. Flygju þær með riffla og skotfæri frá Evrópu til Saudi-Arabíu. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, hefur staðfest í blaðavið- tali að þessir vopnaflutningar ættu sér stað. Tilskilin leyfi hafi þó alltaf verið fengin frá íslenzkum stjórn- völdum. •KMU. Veiðimálastjóri gekk af fundi þegar Skúli f ór f ræðustólinn — fundur um „sjoveiði í N-Atlantshafi” leystist upp út af tali um regnbogasilung I frystihúsum liggja nú milli 5 og 10 tonn af laxi sem ætlaður var til út- flutnings en selst ekki vegna mikils framboðs frá öðrum löndum á heims- markaðnum. Er það aðallega hin gífur- lega laxveiði í sjó sem markaðinn fyllir og verðhruni veldur. Þetta kom fram á fundi sem Félag áhugamanna um fisk- eldi hélt á fimmtudaginn. Þar fluttu þrír sérfræðingar framsöguerindi en fundarefnið var sjóveiði í N-Atlants- hafi. Er liða tók á fundinn svöruðu fram- söguræðumenn fyrirspurnum. Vatt sér þá í ræðustól Grímur Norðdahl bóndi að Úlfarsfelli og spurði veiðimálastjóra um regnbogasilungseldi og fór mörgum orðum um gamla sögu varðandi deilur yfirvalda og Skúla á Laxalóni. Þór veiðimálastjóri Guðjónsson kvaðst svara „málefnalegum spurning- um”, en leiddi hjá sér allt tal um regn- bogasilung. Sté þá Skúli Pálsson á Laxalóni í stólinn og ræddi regnbogasilungsmál og gamlar erjur. Um leið og Skúli kom i ræðustól stóð Þór veiðimálastjóri upp og vék af fundi. Var hann utan salardyra meðan Skúli var í pontunni, kom inn er Skúli hafði lokið máli sínu, tók saman dót sitt og fór úr húsinu. Þótti sumum sem veiðimálastjóri sýndi með þessu embættismannahroka, en öðrum fannst framkoma hans ekki aðfinnsluverð þar sem regnboga- silungsmál og gamlar erjur voru ekki á dagskrá þetta kvöld. _ -A.St. AFMÆLISAFSLÁTTUR 10% afsláttur frá verksmiðjuverði á StjörnuÁrmálningu alla næstu viku og 10% afsláttur af öðrum vörum verslunarinnar Sérlagaöir litir — Góö þjónusta! — Reynið viðskiptin Næg bílastæði — Fjölbreytt litaúrval Sendum í póstkröfu út um landið St jörnu ★ litir sf. Málningarverksmiðja — Höfðatúni 4 — Sími 2-34-80 » » Oll okkar málning á verksmiöjuveröi

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.