Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981.
7
Afleit móttökuskilyrði fyrír sjónvarp á Vestf jörðum:
Verðum að loka tækjunum
—þau eru okkur gagnslaus
— segja 144 Flateyringar, sem skrifað hafa undir mótmælaskjal
Verði ekki gerðar úrbætur á
sjónvarpsmóttökuskilyrðum segjast
144 Flateyringar ekki sjá sér annað
fært en að „fara út í hóplokanir” á
tækjum sínum, enda séu þau nánast
gagnslaus eins og málum sé nú
háttað.
Flateyringarnir, 144 að tölu, hafa
ritað undir mótmælaskjal þar sem
þeir lýsa yfir „megnustu óánægju
með sjónvarpsútsendingar til okkar.
Oft hefur útsending verið léleg en nú
að afloknu sumarleyfi sjónvarpsins á
sl. sumri hefur keyrt um þverbak, út-
sendingar iðulega fallið niður og
verið mjög lélegar þegar um ein-
hverja móttöku hefur verið að ræða.
Það er krafa okkar að mál þessi verði
könnuð án tafar og viðunandi úr-
bætur gerðar. Að öðrum kosti sjáum
við okkur ekki annað fært en að fara
út í hóplokanir á tækjum okkar.
enda eru þau okkur nánast gagnslaus
eins og málum er nú háttað.”
Ragnheiður Erla Hauksdóttir 'á
Flateyri segir Dagblaðinu að hún
hafi sjálfhaft samband við mælaborð
Landssímans og fengið mjög misjöfn
svör. „Eftir því sem ég kemst næst
virðist sendir í Stykkishólmi vera
ónýtur. Eins og tæknimaður hjá
mælaborðinu sagði mér laugardags-
kvöldið 31. október er nýr sendir
ekki kominn í gagnið. Mér er líka
sagt að stöðin í Holti i Önundarfirði
sé ónýt og að ný stöð bíði þess að
verða leyst úr tolli.”
Ragnheiður Erla sagði það
eindregna ósk Flateyringa að úrlausn
fáist strax. „Við kjósum okkur
þingmenn,” sagði hún. „Eru þeir
mállausir eða vilja þeir ekkert gera
fyrir okkur hér á Vest-
fjarðakjálkanum?” -ÓV.
Fljótandi f rystihús til Skagastrandar
Skagstrendingar fjölmenntu til
Akureyrar i síðustu viku til að fylgjast
með því er þar var sjósettur í
Slippstöðinni nýr skuttogari í eigu
Skagstrendings hf. Skagstrendingarnir
komust að vísu ekki alveg klakklaust til
Nýr togari Skagstrendings hf. afhentur á Akureyri — iðnaðarráðherra ávarpar viðstadda.
DB-mynd: Guðm. Svansson.
að vera við athöfnina þvi þeir lentu i
barningi við að koma rútu sinni yfir
Öxnadalsheiði. Seinkaði
sjósetningunni nokkuð af þeim sökum.
Eftir að Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar hafði afhent skipið
flutti Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra ávarp og gat m.a. um nýja
stefnu í skipasmíðamálum, sem veriðer
að hrinda í framkvæmd.
Framkvæmdastjóri Skagstrendings
flutti síðan stutt ávarp og afhenti
starfsmönnum Slippstöðvarinnar 50
þúsund krónur að gjöf fyrir vel unnin
störf. Halldóra Þorláksdóttir kona
skipstjórans, Guðjóns Sigtryggssonar,
gaf skipinu nafnið Örvar HU—21.
Togarinn er hannaður af starfs-
mönnum tæknideildar
Slippstöðvarinnar. Örvar HU er
útbúinn til veiða með botnvörpu og
flotvörpu og er með fullkominn búnað
til vinnslu og frystingar á fiskflökum
og til heilfrystingar á fiski. Aðalvél
skipsins er af gerðinni Wichmann og er
búin til svartolíubrennslu.
íbúðir í skipinu fyrir 24 manna
áhöfn, í eins, tveggja og þriggja manna
klefum. 1. stýrimaður á Örvari verður
Magnús Sigurðsson.
Næsta verkefni hjá Slippstöðinni
hf. á Akureyri er smíði á skuttogara
fyrir Fáfni hf. á Þingeyri, og er smíði
bolsins vel á veg komin.
-GSv, Akureyri.
Matreiðslumeistarar sýna snilli sína
Veizla á Sel-
tjamarnesi
„Við viljum með þessari sýningu
hvetja fólk til þess að vera mun betur
á verði en það hefur verið gagnvart
vöruvöndun,” sagði Jón Sigurðsson,
formaður Klúbbs matreiðslumeistara
á blaðamannafundi í gær. Þá var að
hefjast sýning klúbbsins á mat og
ýmsu tilheyrandi í félagsheimili
Seltjarnarness. Sýningin er í kvöld og
annað kvöld. Í klúbbnum eru 20—30
félagar sem eiga það sameiginlegt að
hafa allir verið yfirmatreiðslumenn á
einhverjum veitingastað í að minnsta
kosti ár. Á sýningunni munu þeir
sýna listfengi sitt bæði með því að
leyfa fólki að skoða kalda rétti og
eins og ekki síður með því að kaupa
sannkallaða veizlurétti og borða.
Sýningin er opin frá kl. 18.00—
23.00. -DS/DB-mynd: EÓ.
Nú er unnið af fullum krafti við innréttingar hins nýja hjúkrunarheimilis í Kópavogi.
Síðasta baukasöfnunin í Kópavogi í dag:
Hjúkrunarheimilið
tekið í notkun
snemma næsta árs
Hjúkrunarheimilið i Kópavogi er nú
fullreist og hafa allar áætlanir staðizt
framar vonum. Um þessar mundir er
unnið við innréttingar og frágang.
Ráðgert er að taka heimilið í notkun á
fyrsta' fjórðungi næsta árs. Alls hefur
nú verið byggt fyrir um niu milljónir
króna og hefur almennt söfnunarfé
borið hita og þunga framkvæmdanna
fráupphafi.
í upphafi var áætlað að söfnun
þyrfti að standa í tvö ár og eru þau nú
liðin. Fjórða og síðasta allsherjar-
söfnun bauka vegna byggingar
hjúkrunarheimilisins verður í dag.
Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í
Kópavogi og aðildarfélögum, sem að
byggingunni standa munu heimsækja
öll heimili i bænum og taka við
söfnunarbaukum. Nýir baukar verða
ekki afhentir að þessu sinni.
Mikil samstaða Kópavogsbúa um
þetta átak og velvilji fólks víða um
land hefur gert drauminn um byggingu
hjúkrunarheimilisins að veruleika.
Vonast forráðamenn söfnunarinnar til
þess að samheldnin í Kópavogi verði
jafnglæsileg og verið hefur.
Nokkur brögð eru að því að baukar
séu ekki á heimilum í Kópavogi og mun
söfnunarfólkið bjóða fólki sérstök
viðurkenningarskjöl fyrir fimmtíu
króna styrktarframlag. Slík skjöl verða
einnig fáanleg á skrifstofu hjúkrunar-
heimilisins þar til það verður að fullu
frágengið.
-JH.
^TOYOTA
Toyota Cressida Grand Lux,
beinskiptur, árg. ’81, ekinn 8.000,
grár sanseraöur. Verð 150.000.
(Skipti koma til greina á Cressida
’78).
tTOYOTA
SALURINN
SALURINN
SÍMI44144
Datsun disil 220 c árg. ’77, ekinn
110.000, grár. Verö 70.000.
Nýbýlavegi 8 (bakhús)
Opið laugardaga kl. 13—17
Toyota Cressida, 2ja dyra, sjálf-
skiptur, árg. ’79, ekinn 33.000,
gulur. Verð 98.000. (Skipti koma
til greina á ódýrari bil.)
Toyota Carina DL árg. ’78, ekinn
55.000, rauður.
Verð 75.000.
Toyota Corolla Lift back árg. 79,
ekinn 27.000, orange. Verð
86.000.
Toyota Corolla KE 20 árg. ’74,
ekinn 6.000 á vél, orange-litur.
Verð 32.000. (Sílsalistar, útvarp,
cover á sætum. Góð kjör).
Toyota Starlet árg. ’79, ekinn
45.000, gulur.Verð 68.000.
Toyota Tercel árg. ’79, framhjóla-
drifinn, ekinn 25.000, gulur. Verð
76.000.
Toyota Carina DL 4 dyra, árg.
’80, ekinn 24.000, drappiitur. Verð
97.000. (Transistorkveikja,
vetrardekk á feigum, grjótgrind).