Dagblaðið - 07.11.1981, Síða 23

Dagblaðið - 07.11.1981, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981. 23 Sjónvarp ÆSKUMINNINGAR, 2. ÞATTUR —sjónvarp sunnudagskvöld kl. 20,50: Rómantískur forleikur áð- ur en alvaran dynuryfír Margir sjónvarpsáhorfendur voru ánægðir með fyrsta þátt „Æsku- minninga”, sem sýndur var á sunnu- daginn. Þættirnir verða alls fimm, koma frá BBC og hafa hlotið mörg verðlaun, því bæði handrit, leikur og öll tæknivinna þykir afburða góð. í fyrsta þættinum sagði frá systkin- um tveimur á efnaheimili. Sonurinn á að fara í skóla, þvi faðir hans vill að hann taki við fyrirtækinu, en strák- inn langar hvorki í skólann né fyrir- tækið. Dóttirin er hins vegar full af menntalöngun en faðir hennar er tregur til að leyfa henni að fara slíka braut. Ekki sízt því stríðið virðist vera að skella á. Stúlkan gerir sér enn litla grein fyrir hörmungunum sem því munu fylgja — og þátturinn á sunnudags- kvöldið næsta verður hugljúfur og rómantískur. Fjallar hann aðallega um ástasamband hennar við ungan mann, sem verið hefur kvöldið næsta verður hugljúfur og rómantískur. Fjallar hann aðallega um ástasamband • hennar við ungan mann, sem verið hefur í skóla með bróður hennar og heitir Roland. ' t/ jfj \ 11. ... *• * * *** !** Þetta er mynd af fiskiduggu á þorskveiðum við Ísiand. Er hún teiknuð árið 1785, en sennilega er duggan fremur dönsk en frönsk. r HVAÐ ER BAK VIÐ HVITU SEGLIN? —útvarp kl. 14,00 á morgun: Þáttur um f ranska duggara Allabaddarí, fransi, biskví — nú fáum við áreiðanlega skemmtilegan þátt um frönsku duggarasjómennina sem hér stunduðu veiðar fyrr á öldum. Margar sagnir erutil um þá og sjálfsagt er meira af frönsku blóði í ýmsum íslendingum en fram kemur í ættartölum. Þetta hefur verið köld vist hjá þeim og samskipti þeirra við landsmenn voru illa séð, því óttazt var, að menn verzluðu við þá. Það gerðu líka margir. Ketilbjörn á Knerri afi Gunnars Gunnarssonar var einn þeirra og keypti bæði skonrok og áfengi. En Gunnar litli var dauð- hræddur við þá því afi hans hafði sagt honum að þeir hefðu litla stráka í beitu. Jón Óskar fær Brynjar Viborg til að lesa með sér í þættinum. Einnig kemur Elin Pálmadóttir og segir frá ferð sinni á slóðir duggara sern trú- lega hafa verið einhvers staðar inánd við Bretagne-skagann. -IHH. TÖFRANDITÓNAR - útvarp í kvöld kl. 21,15: Danslög síðan amma var ung Jón Gröndal heldur áfram að kynna stóru danshljómsveitirnar frá því kringum 1940. í kvöld og næsta laugar- dagskvöld segir hann frá Dorsey- bræðrum. Hljómsveit þeirra var ein sú frægasta á þeirri tíð og söngvarar eins og Frank Sinatra komu þar fyrst fram. Jón Gröndal er kennari í Grindavík en hefur haft það sem tómstundagam- an að safna plötum frá þessum árum og spilar þær í frumútgáfum. Þettagerðist allt fyrir hans minni, því hann er ekki fæddur fyrren 1949. „Sem unglingur var ég alltaf tuttugu árum á eftir tímanum. Spilaði foxtrotta og jitterbug þegar aðrir voru í bítlum og rokki.” 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Ævintýri úr óperettu- heimínum. Sannsögulegar fyrir- myndir að titilhlutverkum í óper- ettum. 3. þáttur: Lafði Hamilton. Sjóhetjan og öskubuskan. Þýðandi og þulur: Guðmundur Gilsson. 14.00 Hvaö var bak við hvítu segiin? Jón Óskar tekur saman þátt um franska duggara. Lesari með honum er Brynjar Víborg. Einnig kemur Elin Pálmadóttir blaða- maður fram i þættinum og segir frá ferð sinni á slóðir duggara. 15.00 Regnboginn. Örn Petersen kynnir ný dægurlög af vinsælda- listum frá ýmsum löndum. 15.35 Kaffitiminn. Itzhak Perlman og André Previn leika lög eftir Scott Joplin og Nana Mouskouri syngur. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Hinn duldi alkóhólisti. Valur Júlíusson læknir flytur sunnudags- erindi. 17.00 Tónskáldakynníng: Jón Þórarinsson. Guðmundur Emils- son ræðir við Jón Þórarinsson og kynnir verk hans. Þriðji þáttur af fjórum. í þættinum er rætt um viðhorf Jóns til tónskáldskapar og fjallað m.a. um tvískiptinguna í tónstil hans og leikin eru sönglög eftir Jón. 18.00 Létt tónlist. Herb Alpert og Tijuana Brass hljómsveitin leika og syngja; Peter Nero leikur á pianó með Boston Pops hljómsveitinni; Arthur Fiedler stj. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Svipmyndir úr sjómannsævi. Valgeir Sigurðsson ræðir við Karvel Ögmundsson. 20.00 Harmonikuþáttur. Kynnir: Sigurður Alfonsson. 20.30 Á heljarslóðum. Frá- söguþáttur um Kristján Inga Einarsson byggingaverkfræðing í Ameriku. Höfundurinn, Stein- grímur Sigurðsson, flytur. 20.55 Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. Annee- Sophia Mutter leikur með Filharmóníusveit Vínarborgar; Herbert von Karajan stj. (Hljóðritun frá tónlistarhátíöinni í Salzburg í sumar). 21.35 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur fyrri þátt sinn um Smyslov. 22.00 Lög úr söngleiknum „Porgy og Bess” eftir Gershwin; Ella Fitzgerald og Louis Armstrong syngja. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagins. Orð kvöldsins. 22.35 „Orð skulu standa” eftir Jón Helgason. Gunnar Stefánsson les (3). 23.00 Á franska vísu. 2. þáttur: í minningu Georges Brassens. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 9. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Hannes Guðmundsson í Fellsmúla flytur (a.v.d.v.). 7.20 Leikfimi. Umsjónarmenn: Valdimar Örnólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson píanóleikari. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmenn: Önundur Björnsson og Guðrún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dag- skrá. Morgunorð: Jóna Hrönn Boliadóttir talar. 8.15 Veðurfregnir). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Laugardagur 7. nóvember 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin. Tíundi þáttur. Þetta er annar af tveimur þáttum, sem finnska sjónvarpið hefur gert i þessum myndaflokki um börn á kreppuárunum. Aöalpersónurnar í þessum þáttum heita OUe, Nisse og Harald og eru frá litlum bæ i suðurhluta Finnlands. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvis- ion — Finnska sjónvarpið). 19.00 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið. Breskur gaman- myndaflokkur. Fimmti þáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Spurt. Spurningakeppni í sjónvarpssal. Annar þáttur. Spyrj- endur: Trausti Jónsson og Guðni Kolbeinsson. Dómarar: Sigurður H. Richter og Ömólfur Thorlacius. Stjóm upptöku: Tage Ammendrup. 21.30 Gróðabrall (Skin Game). Bandarísk biómynd frá 1971. Leikstjóri: Paul Bogart. Aðalhlut- verk: James Garner, Lou Gossett. Myndin gerist fyrir daga borgara- styrjaldarinnar í Bandarikjunum. Hún fjallar um slægan náunga, sem gerir sér það að leik að selja vin sinn, blökkumann, og skipta síðan ágóðanum eftir að hann hefur sloppið frá kaupandanum. Þýðandi: Jón O. Edwaid. 23.10 Trönurnar fljúga. ENDUR- SÝNING. Rússnesk kvikmynd gerð árið 1957. Leikstjóri: Mikhajl Kaltozov. Aðalhlutverk: Tatjana Samojlova, Aleksej Batalov, A. Skvorin og Vasilij Merkurjev. Myndin var fyrst sýnd i Sjónvarp- inu 21. mai árið 1969. Þýðandi: Hallvegi Thorlacius. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. nóvember 16.00 Hugvekja. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sóknarprestur í Hruna, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Annar þáttur. Breyttir tímar. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 16.55 Saga sjóferðanna. Annarþátt- ur: Landafundir. Þýðandi og þulur: Friðrik Páll Jónsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjóm: Elin Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Karpov gegn Kortsnoj. Skák- skýringarþáttur i tilefni heimsmeist- araeinvígisins i skák. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip átáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Æskuminningar. Annar þáttur. Breskur framahldsmynda- flokkur byggður á sjálfsævisögu Veru Brittains. Sagan gerist á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Gutenberg kvaddur. Bresk fræðslumynd frá BBC um nýja tölvu-, prent- og skrifstofutækni, sem hefur og er að ryðja sér til rúms í heiminum. Þá er jafnframt fjallað um hina svokölluðu „upp- lýsingabyltingu” og áhrif hennar á lýðræði, landamæri, tungumál, skrifræði og friðhelgi einkalífs. Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga- son. 23.00 Dagskrárlok. Það var mikill glæsileiki yfir dönsurunum i þá daga, hvort sem þeir tóku hægan foxtrott eða jitterbug méð sveiflu. Hér dansar Fred Astaire við Ann Miller. En nú ríkir mikill áhugi fyrir fata- tíma líklega aðeins á undan, ef eitthvað tízku og öðru frá árunum kringum er. 1940, svo nú er Jón alveg á réttum -IHH. HRÍMGRUND —útvarp barnanna kl. 16.20: Börnin sem ja ef nið ogflytjaogveljasér sitt eigið útvarpsráð Vakin skal athygli á því að í dag kl. 16.20 hefst útvarp barnanna og verður það eftirleiðis á laugardögum á þessum tima. Ætlunin er að börn annist þáttinn sjálf að mestu og fái þarna tækifæri til að æfa sig á þessum fjölmiðli. Þau stofna sitt eigið útvarpsráð og síðan semja þau efni og lesa sjálf. Til umsjónar og aðstoðar verða þó tveir fullorðnir, Ása Helga Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.