Dagblaðið - 07.11.1981, Side 24

Dagblaðið - 07.11.1981, Side 24
Líklegttalið I ^AI & að kjörnefnd ám*T CCVf II AUOl CV bætifleiri r r FfE ■■■ ■ JT framboðs- ser i profkjöno listann.________ — þeirraámeðal Albert Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar, rann út kl. 17 í gærdag. Alls bárust kjörstjórn 24 nöfn og eru þau þessi: Jóna Gróa Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Albert Guðmundsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Markús Örn Antonsson, Anders Hansen, Magnús L. Sveinsson, Páll Gísla- son, Ólafur H. Ólafsson læknir, Júlíus Hafstein, Þórir Lárusson, Hilmar Guðlaugsson, Sveinn Björns- son verkfræðingur, Ragnar Júlíus- son, Márhildur Angantýsdóttir, Ingi- björg Rafnar, Guðmundur J. Óskarsson, Sigurjón Fjeldsted, Sveinn Björnsson kaupmaður, Guð- mundur Arason, Árni Bergur Eiríks- son, Margrét S. Einarsdóttir, Davíð Oddsson og Hulda Valtýsdóttir. Kjörstjórn, sem í eiga sæti fimmtán manns, fer nú yfir framboð þau sem bárust. Henni er heimilt að bæta við 16 nöfnum af fjörutíu sem munu skipa listann er birtur verður 11. nóvember. Nokkur vafi var talinn leika á því, í gær, hvort Albert Guð- mundsson gæfi kost á sér sem hann siðan gerði eins og sést á listanum. Konur eru aðeins 25% af frambjóð- endum og er talið líklegt að kjör- nefndin vilji bæta við konum á list- ann. Þá mun einnig talið líklegt að hún muni og bæta við yngri mönnum en þeim sem gefið hafa kost á sér. Formaður kjörstjórnar er Ólafur B. Thors. -ELA. EKKIER RAÐ NEMAITIMA SETEKIÐ Það er kannski alveg ífyrsta lagi aðfara að tala umjólin strax en þeim í Rammagerðinni þykir ekki ráð nema í tíma sé tekið. Þar er þegar kominn jólasveinn út í glugga — og gleður bœði börn og fullorðna, enda í rauninni ekki nema hálfur annar mánuður tiljóla. DB-mynd: Einar Ólason. Halldór Ásgrímsson f ormaður bankaráðs Seðlabankans: Aðrir þurfa þé að geta yfír- tekið þjónustu Útvegsbankans — viðhlítandi ráðstafanir Seðlabankans verði þær að hann láni kúnnunum beint, segir Albert Guðmundsson formaður bankaráðs Útvegsbankans ,,Ég vona bara, að þær viðhlítandi ráðstafanir Seðlabankans séu þá þær að hann láni kúnnanum beint,” sagði Albert Guðmundsson for- maður bankaráðs Útvegsbankans í gær. Albert höfðaði til ummæla sem höfð voru eftir Halldóri Ásgrímssyni formanni bankaráðs Seðlabankans i Tímanum í gær. Þar sagði Halldór að hann tryði þvi varla að Útvegsbank- inn myndi hætta að veita lán til at- vinnuveganna. ,,Ef hann hins vegar ákveður að gera það þá þarf að taka málið upp og gera viðhlítandi ráð- stafanir,” sagði Halldór. í ræðu á Alþingi í fyrradag, sagði Albert að á næsta bankaráðsfundi Útvegsbanka íslands myndi hann leggja til að bankastjórnum verði ekki heimilt: að veita eitt einsta sjálf- virkt lán; að nota þá peninga sem bankinn á ekki; og vera milliliður Seðlabanka og þeirra sem þurfa á peningum að halda og borga fyrir það yfir 40% vexti. „Af hverju eiga umboðsmenn erlendra aðila að fá þjónustu sína greidda á daggengi á sama tíma og Seðlabankinn tekur gengismun af öllum útflytjendum,” sagði Albert í viðtali við DB í gær. ,,Málið hefur ekki verið rætt i bankaráði Seðlabankans en það er min skoðun að ef einn af ríkisbönk- unum hættir þeirri þjónustu. sem ég tel að honum beri skylda til að veita og ríkisstjórn og ríkissjóður hafa verið að styrkja hann til þá er það svo alvarlegur hlutur að gera þarf ákveðnar ráðstafanir,” sagði Halldór Ásgrímsson í gær. — Ertu með því að segja að sam- eina eigi Útvegsbankann t.d. öðrum ríkisbanka? ,,Ég er ekki að gefa neitt slíkt í skyn, enda er það ekki á mínu valdi. Það hafa verið miklar umræður um Útvegsbankann og sú stefna var tekin að styrkja hann mikið. Seðlabankinn hefur tekið á sig miklar byrðar vegna þess. Ég tel að Útvegsbankinn eigi að vera fullfær um að gegna þessum skyldum og vona að sú sé einnig skoðun stjórnenda Útvegs- bankans. Ég veit ekki betur en Út- vegsbankann hafi átt ágæta sam- vinnu við Seðlabankann. Banka- stjórar Útvegsbankans koma oft á fund bankastjóra Seðlabankans og ræða málin eins og bankastjórar ann- arra banka. Það er hinn eiginlegi far- vegur og á að vera svo áfram. Albert Guðmundsson bankaráðs: formaður Útvegsbankans er að gefa það í skyn að Útvegsbankinn geti ekki staðið við skyldur sínar. Það er miklu alvarlegra mál en svo að ég geti svarað því hér,” sagði Halldór. -BS/JH. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 7. NÓV. 1981. Heimsmeistaraeinvfgið íMeranó: KARPOV GAFÁN ÞESS AÐ TEFLA Áskorandinn í heimsmeistara- einvíginu í skák Viktor Kortsnoj vann í gær 13. skákina í einvíginu. Anatolí Karpov gaf biðskákina án taflmennsku. Staðan í einvíginu er því 4—2 fyrir Karpov. Sjö skákum hefur lokið með jafntefli. Sá sigrar sem fyrr hlýtur 6 vinninga. Fjórtánda einvígis- skákin verður tefld í dag, en orðrómur gekk um það í gærkvöldi að heims- meistarinn myndi biðja um frestun skákarinnar. -JH. Kafbáturinn farínn: Norrænu sendiherrarnir hundsa hersýningu íMoskvu Sovézki kafbáturinn, sem strandaði við Karlskrona í Svíþjóð fyrir 12 dögum, fór út úr sænskri landhelgi í gær. Kafbátnum fylgdu fjölmörg sænsk herskip. Starfsmaður sænska varnarmálaráðuneytisins sagði að báturinn hefði verið afhentur sovézka flotanum, en floti sovézkra herskipa hefur lónað utan sænsku landhelginnar undanfarna daga. Sendiherrar íslands, Noregs og Danmerkur í Moskvu munu ekki fylgjast með hersýningu vegna bylting- arafmælisins í Moskvu í dag. Þeir mót- mæla þannig, með hinum sænska starfsbróður sínum, vegna kafbáts- málsins. -JHæ Áskrifendur DB athugíð Vinningur i þessari viku er Crownsett frá Radíóbúðinni, Skip- holti 19, Reykjavík, og hefitr hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur í blaðinu á mánu- daginn. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.