Alþýðublaðið - 19.05.1969, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1969, Síða 2
2 Allþýðublaðið 19. imaí 1969 SYNDIÐ 200 MEIRANA! ! Norræna sundkeppnin hófst á 'fimnitudaginn og síðan hefur mikill fjöldi fólks synt 200 metrana. Nú am 'helgina var þátttaka góð og skruppu margir í laug í góða veðr- mu til að hressa síg og svamla í volgu vatninu. Myndin hér að ofan var tekin f nýju Sundlaugunum á laugardag, en þar var mikill fjöldi samankominn og synti 200 metrana. Myndin á að minna á Norrænu sundkeppnina og hvetja alla til að taka þátt í henni og færa Íslandi sigur í keppnínnt. EIN BIFREID A HVERJA 5 í LANDINU Opel 2.030, Chevrolet 1.49-1, Volvo 1.295 og Fiat 1.242 talsins. Af vörubifreiðum var mest af Ford, 1.239, en í næstu sætum voru Cheyrolet 825, Mercedes.-Benz 614, Bedford 577 og Volvo 450. 41 tegund var í landinu af bif- hjólum, mest Vespa, eða 81 talsins, en þar næst Honda 34. Til samanburðar má geta þess að árið 1959 voru á landinu 14.553 fólks ■bifreiðar, en 1969 37.568. Vörubif- reiðar voru árið 1959 5.703, en 1969 6.039. ' 1. janúar s.l. voru bifreiðar og bifhjól á öllu landin.u samtals 43.896 talsins, eða um 215 bifreiðar á hverja 1 1000 íbúa, Flestar voru 'bifreiðarnar pg bifhjólin í Reykjavík, eða 18.882, -n í Oullbringu- og Kjósarsýslu voru 4284. f Af fólksbifreiðum voru 140 teg- undir. Mest var af Volkswagen bifreiðum eða 6.691 bifreiö, en Ford yar í næsta sæti með 4.560 bifreiðar. í þriðja sæti var Moskvvitch, 3.096 og svo komu Willy’s Jeep 2.585, okoda 2.488, Land-Rover 2.345, " 1 ■■ "1 ■ Kosið í landsdóm Reykjavík — H.P. Eitt af síðustu störfum samein- aðs þings var að kjósa átta menn í landsdóm til næstu sex ára. Fyrir þá, sem kynnu að vera í vafa um, hvert hlutverk þeim dómi er ætlað, skal hér reynt að gera því nokkur skil. Lög urn landsdóm eru nr. 3/1963, en þau lög Ieystu af hólmi lög frá 1905. I 1. gr. laganna segir. „Landsdómur fer með og dæmir mál, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættis- rekstri þeirra.“ Þetta er eina hlutverk dómsins, en hann er líka eina dómstigið í þessu mmálum. I dómi þessum eiga sæti 15 dómendur, en þeir eru hæsta- réttardómararnir 5, yfirsakadómar- inn í Reykjav'ík og prófessorinn í stjórnskipunarrétti við háskólann. Aðrir í dóminum eru svo átta menn 'kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfallskosningu til 6 ára í senn. Jafnframt skulu svo kjörnir vara- menn þessara átta. Forseti dómsins er sjálfkjörinn, en hann er forseti hæstaréttar. Mál verður því einungis höfðað gegn ráðherra, að' ákvörðun. - Alþingis komi til og skal sú ákvörðun tekin með þingsályktun í sameinuðu þingi. Sérstaðan við dóm þennan er því sú, að hann fer einungis með mál, er Alþiiigi ákveður að liöfða á hendur ráðherra út af embættis- rekstri þeirra, eins og fyrr segir, en Ijóst má vera að það þurfi að vera um miklar sakir að ræða til þess að Alþingi taki slíka ákvörðun, enda að jafnaði þingmeirihluti að baki ráðherrum. Þá cr dómurinn mjög -fjölniennur, 15 manns, en annar* gilda um störf dómsins margar hin- ar sömu reglur og um aðra dóm- stóla. I iandsdóm voru kosnir af Al- þingi nú á laugardag. Af A-lista: Helga Magnúsdóttir frú, Blikastöð- um, Mosfellssveit, Reynir Zoega vél- stjóri, Neskaupstað, Andrés Oiafs- son prófastur, Hólmavík; Sigmund- ur Sigurðsson, bóndi, Syðra-Lang- holti og Sveinbjörn Sigurjónsson, skólastjóri. Af B-lista ’voru kosnir: Geir Sigurðsson kennari, Reykjavík og Jón A Jóhannsson skattstj. Isaf. og af C-lista var kosinn Ragnar Ólafsson . hæstaréttariögmaður. . Þá voru og kosnir jafnmargií varamenn og í sömu hlutföllum af listunum. Þinglausnir fóru fram kl. 6 á . laugardag s.l. Forseti sameinaðs Al- þingis, Birgir Finnsson, gerði grein fyrir úrslitum þingmála og störf- um þingsins í vetur, og að Iokum óskaði hann þingmönnum ollum velfarnaðar og þakkaði þeim sam- vinnuna í vetur. Eysteinn Jónsson þakkaði af hálfu þingmanna og ósk- aði forseta og fjölskyldu lians vel- farnaðar. Þar næst las forseti Islánds, herra Kristján Eldjárn, upp forseta- bréf um að Alþingi, 89. löggjafar- þingi, væn slitið. Loks hrópuðu þingmenn ferfalt lnirra fyrir forseta Islands og fósturjörðinni. I yfirliti forseta sameinaðs Alþing- is kom fram, að þingið hafði alls st'aðið í 173 daga, og er það einum mánði lengur en í fyrra. Þingmál voru einnig fleiri í ár. I allt vora 'haldnir 250 fundir, 97 í neðri deild, 99 í efri deild og 54 í sameinuðu þingi. Alls voru lögð fram 75 stjórn- arfrumvörp og 84 þingmanna frum- vörp, en af þessum frumvörpum voru 70 stjórnarfrumvörp afgreidd sem.lög.og -16 þingmannafrumvörp. Hin frumvörpin itrðu ýmist ekki útrædd,voru felld, eða þeim var vií- að til ríkisstjórnarinnar. Þingsályktunartillögur voru í allt 67, bæði í deildum og sameinuðu þingi. Af þeim voru 17 afgreiddar en hinar ýmist felldar eða ek1d útræddar. Fyrirspurnir voru 61 í sameinuðú þingi, 2 í neðri deild og 3 í efri deild. ALlar voru þessar fyr- irspurnir ræddar nema fjórar og ein, sem tekin var aftur. Alls voru mál til meðferðar í þinginú 253 og Framhald á 9. síðu. Nýtegund umferðarfræðslu reynd hér; Lögreglan býður öllum í bíltúr HátíðariTierkl Úrslit eru nú kunn í samkeppnl þeirri, sem þjóðhátíðarnefnd Reykjflí Víkur efndi til um hátíðarmcrkl islenzka lýðveldisins 17. júní n.k. Torfi Jónsson teiknari fékk fyrstu Framliald á 9. slðut, Reykjavík — VGK. í tilefni eins árs afmælis Iiægri umferðar á Islandi, sem verður 26. maí n.k. efnir Umferðanefnd Reykja víkur og lögreghn í Reykjavik til fræðslu fyrir ökumenn, sem er í þv£ fólgin að annaðhvort aka menn sjáífir í eigin bifreið undir leiðsögn lögreglumanns, eða ökumenn sitja í bifreið hjá ökukennara eða lög- reglumanni. Fræðslan fer fram alla þessa viku frá kl. 17.00—19.00, nema föstudag kl. 20.30—22.00. Fræðsla þessi er framkvæmd í samráði við Ökukennarafélag ís- iands og verður fræðslan veitt endur gjaldslaust. Valdar hafa verið nokkr ar akstursleiðir, en viðkomandi get- ur þó ráðið bví hvert ekið verður og farið á þá staði þar sem hann, telur reglur óljósar eða erfitt að aka um. Hver ökuíerð tekur um 40 mínútur. A sama címa geta þeir, sem þess óska fengið fræðslu um umferðarmál í nýju lögreglustöðinni við Hverfisgötu án þess að fara í ökuferð. Nytt frímerki 17. júní n.k. verður gefið út nýtt frímerki hér, í tilefni 25 ára afmælis íslenzka lýðveldisins. Merkið er a8 verðgíldi 100,00 og 25,00 ísl. krónuí og teiknaði Haukur Halldórsson merkið. Stærð merkisins er 26x36 og er fjöldi frímerkja í örk 50 tálsins. Merkið er sólprentað í prentsmiðju Courvoisier í Sviss. Myndin á frf- merkinu er teiknuð eftir hátíðar- merki því, er gert var 1944 af Stefáni Jónssyni og sýnir íslenzka fánanní ásamt upprennandi sól. „

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.