Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 1
I. ÁR. 3. BL. 26. MARZ 1939 . -J __________________•_____________;_ OULLSAONALAND Rhodesía er undraland. Hún er ekki frægust fyrir það, þó að hún eigi mestu fossa í heimi, Viktorílufossa í Zambesi, néfyr- ir það ,að hún er óvenju heiL næm af hitabeltislandi að vera, a. m. k. ef nokkrum landlæg- um sjúk'dómum væri útrýmt, eins og álitið er hægt. Hún er ekki aðeins vonaveröld fram- tíðarlandnáms, heldur Ijóma eldforn saga og rauðagull yf- ir þessum hletti hins myrka meginlands. Salómon konungur í sinni dýrð átti skin í förum suður Rauðahaf til Ófírs, sem enginn veit hvar lá. Þrjú ár voru skip- in burtu, unz þau konru lilað- in gimsteinum og gulli. En í Rhodesíu finnast nú rústir hárra halla, vegir og flókin náma- göng, þar sem gull hefur verið grafið upp í fyrndinni. Þar hafa Indverjar komið. En Fönikíu- menn og sendimenn Salómons hafa líklega einnig fengið mest af gulli sínu þaðan. Vitneskjan unr þessar námur freistaði fjölda æfintýr'amanna á 19. öld. Þeir lögðu á óbyggÖT irnar norður frá löndum Búa og portúgölsku nýlendunni í Delagoa og klomu ekki aftur. Sagan Námar Salómons eftir Rider Haggard er um slíkan smáleiðangTur, sem heppnast, æði fjarstæðukennd, en skemmti leg. Gullþorstinn óx. Og loks var það Cecil Rhodes með auð Rotschildanna bak við sig,senr samdi við Lobengula Matabela konung og fékk árið 1889 sér- leyfi handa félagi sínu til verzl- unar, gullleitar o. fl., þar sem nú heitir Rhódesía í höfuð hans. Draumur Rhodesar: „Brezk Afríka frá Kaíró til Höfðaborg- ar‘/ rættist ekki fyr en lönd Búa voru hertekin 1899 - 1902 og lönd Þjóðverja 1918. En í áttina vann hann, auðgaði sjálf- an sig, lét hefja hvítra manna landnám (12 þús. fyrstu 6 árin) barði niður hverja uppreisnina af annarri og sefaði sumt með' lagi, þótti góðviljacur harðstjóri Honum var steyptúr völdumaf Bretum í Rhodesíu 1896 fyrir að stuðla að óeirðum í landi Búa. Samt varð Búastríðið ill- ræmda beint framhald af land- vinningastefnu hans. Matabelar voru e. k. Spart- verjar Afríku, en gegn „eldvopn um“ hrökk hreysti þeirra sk’ammt .Konungur þeirra sagði við Englendinga um gullið:,Fá- ið ykkur af grjótinu það, sem þið viljið. En enskar kýr og kon ur og ensk hús þoli ég ekki í ríki mínu“. En árangurslaust! Englendingar þurftu auk gulls- ins þræla til að vinna það. Þeim rændu þeir, og til að arð- ræna þjóðina þannig og í við- skjiptum varð að kúga hana fyrst með vopnum. Enn halda þeir Rhodesíu sem pýlendu, en ekki sem hluta samveldislands- ins Suður-Afríku. Af 2 millj. 380 þús. íbúum eru aðeins 60 —70 þúsund hvítir menn. Gnótt veiðidýra er enn á há- sléttum Rhodesíu, sem víðast eru grónar háu grasi um regn- tímánn með skógarlundum á dreif, hið fegursta land —, með fíla ,vatnahestaj gíraffa, svarta nashyrninga, hjarðir antit ópa, hjarta og zebradýra pg ó- tal annarra. í júní ,júlí og ágúst eru næturfrost tíð, en vorhitar í okt. eru geysilegir .Þá hefst regntíð með svalara sumri frarn í marz og hið bezta haust í apr.—maí. Auk námugraftar (gull, blý zink) stunda Evrópumenn naut- griparækt o. fl. með 600—1000 gripji í lijörð, þar sem hin ban- væna tsetse-fluga fyrirmunar það ekki (aðeins menn og asn- ar þola hana.) Maís er ræktað- ur, tóbak vetrarhveiti og baðm- ull. Um skeið var rætt um að fylla Rhodesíu flóttamönnum Gyðinga, þótt nú sé öllu held- un bent til þess á Madagask- ar. En vel færi á því, að þeir reistu að nýju heimkýnni og hallir við „náma Salómons“. Stráþakin hús í Iundi í þorpi innfæddra manna.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.