Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR VALEZKA „Eins eru skip, sem aldrei landi ná“ segir eitt af skáldum vor|um í kvæð;i. Þessi orð skáldS ins eru vissulega sönn, en þau eiga bara ekki við hana „Val- ezku“, því hún náði landi í flæðarmálinu á Dalvík, eftir margra ára frægðarfarir um hin norðlæguhöf, bæðiáfriðar og ófriðartímum, og liggur nú þar á hliðinni, sem lífsþreytt og ónýtt skipsbákn, og þjónar þorpsbúum sem bryggjustoð pg fleira, lendingunni og yfirleitt öllu þorpinu til óprytði. Enginn má samt halda að þetta gamla og góða skip hafi farið „sjálf- viljugt" upp á gninn til þess að leggjast þar til hinztu hvíld- ar. — Ne.i, — „Valezka“ vár dregin. Henni var „slefað“ í strand, mesta hneisan, sem hægt er að gera gömlu skipi. Árið 1937 var ég á Dalvík í nokkra mánuði. Þegar ég gekk um plássið og kom á móts við skipið, varð mér ávallt litið í áttina til þess, og ósjálfrátt greip mig gremja yfir að sjá þetta gamla skipsbákn liggjandi í flæðarmálinu eins og væng- brotinn fugl. Jafnframt hvarflaði hugurinn nokkur ár til baka til þess tíma er ég fór mína fyrstu raunverulegu sjóferð, — sem sjómaður — einmitt um borð í þessu skipi. — Að vísu hafði ég farið nokkrar ferðir meðfram ströndum landsins og víðar, sem vikapiltur, en eins og ailir sjómenn vita, k>emsf eng inn maður í jafn náið samband við skipið og hásetinn. — á hafinu má segja, að maður og skip séu eitt. Það er hásetinn, sem stendur við stýrið í góðif og vondu, hagræðir seglum stendur vörð með yfirmönnun |um í lyftingunni og fylgistmeð öllum hreyfingum skipsins. Og þegar æðandi brotsjóar ogöskr andi vestanstormar reyna mest á öryggi skipsins, reynir líka mest á karlmennskuogþor há- seta. Háseti og skip bindast nokkurskonar kærleíksböndum; sem „landkrabbar“ þekkja ekjki, og munu sennilega aldrei kynn- ast, þvl reynsían ein gefur full- komna þekkingu. — Háseti og skip berjast í sameiningu við æðisgengnar höfuðskepnurnar lupp á líf og dauða, og hafið er hið sanna heimkynni beggja, — og óumflýjanlega verður því hafið hin andlega móðir háset- ans. Þegar skip kemur að landi, brotið og bramlað ,eftir margra daga eða vikna útivijst, gerir fólk í landi sér sjaldan í hug- arlund, hverskonar þrekvirki var unnið úti á opnu hafi, til þess að allt hyrfi ekki í djúpiðj Á Riviera, iðjuleysingjaströnd Frakklands, iðka hefðarmeyjar og slæpingjar „veiðar” taminna dúfna. Verðlaun eru veitt þeim, sem lagt hafa a. m. k. sex dúfur að velli í nógu margra skrefa fjarlægð. — Á myndinni er skipt um hlutverk. Dúfan þenur brjóst- ið yfir föllnum andstæðingum, veifar byssu og verðlaunasveig til himins í guðrækilegri lofgerð fyr- ir réttinn til að drepa En börnin eru hænd að móð- urinni annars væru engiu skip og ekkert föruneyti. Ég var aðeins 13 eða 14 ára gamall drengur með óslökkv- andi þrá eftir sjómennsku og öllu, sem að henni laut, og stóð sem sagt á hausnum um borð í hverju skipi, sem ég komst í.> í huganum sigldi ég á þeirn öllum um þver og endilöng höf heimsinsi, í öllum veðrum, með öllum þjóðflokkum. í huganum var ég fullkominn háseti, þótt ég vissi ekki einusinni hvernig ætti að stinga saman kaðal eða hve margar gráður áttavitinn væri. — Og af því ég var um borð í hverri fleytu, kom ég um borð í ,,Valezku“, sem þá lá fyrir akkerum á Akureyrar polli. Ég lagði leið mína upp á stjórnpallinn, greip um vélirsím ann, og hringdi: „fu’l fart for- over“, þaut síðan að „rattinu“ (stýrishjólinu), sneri því hlálf- hring og öskraði eins og eim- flauta. Sænskur maður kom hlaup- andi upp í lyftinguna og var mjög óðamála, svo ég skildi ekkert af því, sem hann sagði. — Ekki barði hann mig, en kastaði mér niður á dekk, og ætlaði síðan að reka mig íland. En ég gat þá komið honum í skilning um það, að mig lang- aði til að skoða skipið. — Eftir talsveit þjark fór hann með mig niður í vélarúm og sýndi mér hvernig þar var umhorfs. Svíi þessi var 1. vélstjóri á skipinu og var hann að stand- setja vélina ásamt 2. vélstjóra, sem var norskur. Þeir spurðu mig hvort ég vildi fá vinnu, og játaði égþví. Það var svo ákveðið að ég byrj. aði næsta mvorgun. Daginn eftir og næstu daga sat ég í vélarrúminu og skóf og þvoði, — úr olíu, — gamla og skítuga vélahluti. Auðvitað vai ég sjálfur eins svartur og ó- hreinn og það, sem ég átti að hreinsa, og þóttist hvað mest- ur þegar ég gat atað bæði sjálfan mig og föt mín sem mestum óhreinindum. Ég hafði húfuna aftur á hnakka eins og hinir, og reykti plötutóbak í pípu, eins og hinir. Mér fanst ég standa á tindi gæfu minnar. Ég var orðinn fullorðinn og krossbölvaði bæði á sænsku og og norsku. Þegar vélin var komin í lag kom skipstjórinn um borð á-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.