Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.03.1939, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 3 kvæmt mál þjóðinni. Það getur leitt til öfga. En þegar athug- aður er fyrst byrjunarkóstnað- ur og reksturinn allur, þá fer sá kostnaður að verða skiljan- legur. Að fæða 30—60 karl- menn allt árið hlýtur að kosta mikið, þegar Iítill arður af vinnu heimilismanna kemur inn á heimilið. Það er nú svo með marga þá fanga sem á hælið koma að þeir eru óvanir þeirri vinnu, sem þar er fyrir hendi og oft svo fyrirkallað- ir í fyrstu, að þeir eru ekki vinnufærir bæði af klæðaleysi og sökum slæmra undangeng- inna lifnaðarhátta. Aftur á mótí er að vísu ávallt nokkur hluti fanga góðir verkamenn og vinnufúsir. En þá k'emur það vandamálið að hafa handa þeim arðbæra vinnu. Forstjóri hælisins hefur því reynt með öllu mögulegu móti að finna ýmsar leiðir til þess, en sökum staðhátta hefur arður inn orðið minni en þyrfti. Sem dæmi má nefna heysölu, þóþví atriði sé sleppt, hversu sú hey- sala frá vinnuhælinu er illa séð vegna samkeppni á markaðin um. Arðurinn verður lítill sök- um þess að sjálft hælið hefur yfir mjög litlum slægjum að ráða ,og verður að kaupa þær dýru verði. Framh. næst Upprcísn $e$n mynd« skoðun nazista Mega þeir ekki filma það, sem þeim sýnist í Hollywood? Önei. Kvikmyndirnar þurfa sumar að fara í gegnum marg- faldan hreinsunareld til að hneyksla ekki t. d. söguhetjurnar, sem þær eru um, eða aðstandend- ur þeirra. Margir muna, þegar ensk Raspútín-mynd var bönnuð samkv. kröfu rússneskrar aðals- fjölskyldu, sem hlut átti að máli. Þýzka ríkið er ógurlega hrælt við amerískar kvikmyndir, jafnvel þær, sem enginn Gyðingur leikur í. Það kom því á myndskoð un í Hollywood og samdi við filmuframleiðendur að klippa út allt, sem þýzkur konsúll krafðist í nafni Hitlers. Ella hefðu mynd- irnar verið bannaðar í Þýzkalandi. En gremja almennings yfir þessu og vaxandi siðleysi Þriðja ríkisins hafa nú knúið Hollywood til að hafna framvegis öllum „ráðlegg- ingum” þýzka konsúlsins. Hitler sleppti sér i bræði gegn Hollywood í ræðu í Kroll-óper- unni. Tvær myndir ollu því mest.. Önnur er „Einræðisherrann”, þar sem Chaplin leikur höfuðhlutverk- ið með ofurlitla yfirskeggsbursta, og hin „Biskupinn á guðs vegum”. Þar sést mótmælendabiskup berj- ast gegn einræðinu, sem fótum- treður allt, sem mennskt er, und- ir þvi yfirskini að uppala þjóðina í stríð. Muni leikur biskupinn og líkir eftir Martin Niemöller, sem tærist nú upp í fangabúðum Hitl- ers, af því að hann hefur neitað <-.ð afsala sér réttinum til að bera Charlie Cliaplin og Paul Muni. sannfæringu sinni vitni. Muni ólst upp í Vín, og stúlkan, sem leikur móti honum, er þýzk. — Auk þessara kvikmynda eru í undir- búningi myndir af Gyðingaof- sóknum og hörmungum flótta- manna og frá nazistanjósnunum í Bandaríkjunum. — Það skyldi þó aldrei verða, að þjónustusamar lýðræðisstjórnir í smáríkjum Ev- rópu geri það fyrir Hitler að hindra, að við fáum að sjá þess- ar myndir? Leirkerasmíð er eldgömul í Rhódesíu, stunduð af konum, en inn- fæddir karlmenn sinna fáu öðru en veiðum, ef þeir eru sjálfráðir. — Hér er reikningur! — Setjizt niður augnablik. Eg skal segja stórkaupmanninum það. — En sú heppni. Hann sem allt- af er vanur að vera genginn út! — Það átti hann líka eiginlega að vera núna, en mér var sagt upp stöðunni í gær. —o— Læknavísindunum fer fram. Nú kváðu þær i París vera farnar að ráða því, hvenær þær, sem ganga með barni, taka léttasótt. Kven- læknirinn spyr: Passar það frúnni á fimmtudag kl. 2? — Nei, læknir, þá þarf ég að spila dömubridge. En ættum við ekki að segja kl. 7? Ábyrgðarmenn: Ritstjórar Þjóð- viljans og Nýs lands. Víkingsprent h. f.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.