Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 25.06.1939, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR
7
Þjóðlcgír þícífír:
Orðtök
Að kasta út mörsiðrinu.
Skammt frá bænum Þóruborg í
Vestur-Hópi er hamraklettur, hár
og mikill um sig, á hæð nokkurri
eða ási fyrir vestan Víðidalsá.
Ilamar þessi er kallaður Borg,
eins og bærinn, eða þó heldur
Borgarvirki.
Eftir að Víga-Barði og menn
hans höfðu hefnt Halls bróður
hans á Borgfirðingum, segja munn
mælin, lét Barði búa til virki þetta
af því að hann bjóst við að Borg-
firðingar mundu leita norður til
hefnda eftir mannskaða þann, sem
þeir höfðu beðið fyrir Norðlend-
ingum í leiðangrinum. Barði lét
ekki aðeins gera virkið, heldur
setti hann menn á tveim stöðum,
annan á Þóreyjarnúpi, ef Borg-
firðingar færu Tvídægru, en hinn
á Rauðanúpi, ef þeir kynnu að
fara Arnarvatnsheiði annaðhvort
ofan í Víðidal eða Vatnsdal,
Skyldu njósnarmenn kynda vita ef
þeir yrðu varir Borgfirðinga,
Barði var nærgætur um þetta,
því Borgfirðingar komu, en ekki
er þess getið hvora leiðina þeir
fóru að sunnan. Fór þá Barði í
virkið og menn hans, en Borgfirð-
ingar settust um það og sóttu að
nokkrum sinnum, en varð ekki á-
gengt. Ætluðu þeir þá að svelta
virkismenn inni og segir þá ein
sögnin, að Barði hafi haft nógar
vistir og hinir hafi snúið frá við
svo búið, eftir hálfan mánuð. Aðr-
ir segir svo frá, að svo liafi þrengt
að mat virkismanna, áður Borg-
firðingar hurfu frá umsátrinni,
að allar vistir væru uppgengnar,
nema eitt mörsiður. En seinasta
sinni, sem Borgfirðingar sóttu að,
hafi einhver virkismanna kastað
mörsiðrinu, ásamt grjóti, út í
flokk Borgfirðinga, virkinu til
varnar. Hafi þá Borgfirðingar ráð-
ið af því, að gnógt vista væri i
virkinu og því horfið frá. En nú
gengur sú sögusögn nyrðra, að
Víga-Barði hafi einu sinni orðið
þess áskynja, að Borgfirðingar
voru að þinga um það fyrir utan
og munnmæ
virkið, að virkismenn mundi bráð-
um þrjóta vistir.Hafi Barði þá kall
að á bryta sinn og beðið hann að
sýna sér hversu mikinn forða þeir
ættu eftir. Kom þá brytinn með
mörsiðrið og sagði það vera eitt
eftir af matvælum þeirra. Barði
hjó mörsiðrið sundur í miðju og
fleygði báðum stykkjunum út af
virkinu í þröng Borgfirðinga, þar
sem þeir voru að að ræða um vista
skortinn. En við þetta bragð
Barða er sagt að þeir hafi snúið
svo búnir suður aftur og ætlað.
að virkismen hefðu matarnægtir
um fylgir málshátturinn: ,,að
kasta út mörsiðrinu”.
Kennir þegar keinur að hjartanu’.
Einu sinni boðaði María mey alla
íuglana á fund sinn. Þegar þeir
komu þangað, skipaði hún þeim
að vaða bál.. Fuglarnir vissu, að
hún var himnadrottning og mikils
megandi. Þeir þorðu því ekki ann-
að hlýða boði hennar og banni og
stukku þegar allir út í eldinn og
í gegn um hann, nema rjúpan. En
er þeir komu í gegn um eldinn.
voru allir fæturnir á þeim fiður-
lausir og sviðnir inn að skinni, og
svo hafa þeir verið síðan allt til
þessa dags, og hlutu þeir það af
því að vaða bálið fyrir Mariu. En
ekki fór betur fyrir rjúpunni, sem
var sú eina fuglanna, sem þrjózk-
aðist við að vaða eldinn, því Mar-
ía reiddist henni og lagði það á
hana, að hún skyldi verða allra
fugla meinlausust og varnarlaus-
ust, en undir eins svo ofsótt, að
hún ætti sér ávalt ótta vonir,
nema á hvítasunnu, og skyldi fálk-
inn, sem fyrir öndverðu átti að
hafa verið bróðir hennar, ævinlega
ofsækja hana og drepa og lifa af
holdi hennar. En þó lagði María
mey rjúpunni þá líkn, að hún
skyldi mega skipta litum eftir
árstíðum og verða alhvít á vetrum
en mógrá á sumrum svo fálkinn
gæti því síður greint hana frá
snjónum á veturna og frá lyng-
mónum á sumrum. Þetta hefur
ekki úr skorðum skeikað, né held-
ur hitt, að fálkinn ofsæki hana og
drepi og éti, og kennir hann þess
ekki fyrr en hann kemur að hjart-
anu í rjúpunni, að liún er systir
hans, enda setur þá að honum svo
mikla sorg í hvert sinn er hann
hefur drepið rjúpu og étið hana
til hjartans, að hann vælir ámát-
lega lengi eftir.
i ,,Lítið er það, se.u gangaiuli mann
inn dregur ekki”.
j Um atvik til þessa orðtækis
Grettis ganga ýmsar missagnir,
sem ekki ber heim við Grettis-
sögu; ein þeirra er sú, að eitt sinn
j hafi skessa elt Gretti að gljúfrinu
i skammt fyrir neðán Grettishæð á
j Þórissandi og ætlað að taka af
honum fjóra hrúta, sem hann
hafði náð. Hann krækti þá hrút-
ana saman á hornunum, hengdi
svo yfir axlir sér i bak og fyrir
og stökk síðan yfir gljúfrið, en
gat naumast stöðvað sig á bakk-
anum hinummegin. „Vel stokkið”
mælti tröllkonan, ,,ef maðurinn
I hefði verið óhræddur”. „Lítið er
það, sem gangandi manninn dreg-
ír ekki”, sagði Grettir, „en
stökktu betur; þú ert laus og ó-
hrædd”. Hún rann þá eftir, en gat
, ekki stöðvað sig á barminum;
náði hún í víðirunna og hékk svo
fram af; þó ætlaði hún að vega
sig upp. En Grettir gekk þá að
og hjó á hríslurnar, svo að tröll-
konan steyptist í gljúfrið, og varð
það hennar bani. — í Grettlu er
sagt frá því, að Grettir hafi verið
að forða sér undan mönnum, sem
eltu hann, og hafi hann þá tekið
það ráð að krækja sauðum saman
á hornunum og forða sér með þá
í fylgsni sitt.
'Læknirinn: Starf yðar, herra
lögfræSingur, miðar ekki bein-
linis að því að gera mennina aS
englum.
Lögfræðingurinn: Nei, herra
! læknir, á því sviSi verSur lækn-
1 um miklu meira ágengt.