Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Qupperneq 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Qupperneq 1
STRANDIÐ Á KLOFNING Eins og öllusn er kunnugí, cr til þekkja, er Borgarf jörður einn Skerjóttasti fjörður bessa land's. Siglingaleið um fjörðinn er af þe'm sökum mjög vandfarin og einnig vegna sandgrynninga og strauma. Aðalsiglingaleiðin er ná- lægt þvi eft r miðjum firði. (Djúp- leið). Er hún ávallt far'n af stærri skipum og einnig m'nni bátum ef dimmt er eða menn ókunnir leið- inni, því hún er auðfarnari. Auk þeirrar leiðar er hægt að fara með löndum báðu megin. (Grunnleiðir.) Um vestri grunn- le'ð var umferð mjög lítil, en aftur á móti var eystri grunnleið mjög m'kið farin af mótorbátum, sem héldu upoi ferðum m'lli BoiJgar- ness eða Akraness og Reykjavfkur. Sú leið er mjög vandfarin; stýrt cftir miðum og þrætt á milli skerja. S.ums staðar er svo grunnt að tæplega er fært um stór- straumsfjöru. Er því ekki á færi annarra en þeirra sem kunnugir eru, að fara þessa leið. Um haustið 1920 keyptu nokkrir Borgnesingar vélbát'nn Hegra., ca 12 tonn að stærð, og notuðu hann til flutninga milli Reýkjavíkur og Borgarness vor, sumar og haust, cn gerðu hann út frá Sandgerði á vertíð. Ekki cr mér kunnugt hver var formaður á Hcgranum fyrst, en sumarið og haustið 1924 var Haraldur Jónsson, Helgasonar í Borgarnesi, með hann í flutning- um. 4 30. október fór Hegrinn af stað úr Reykjavík, áleiðis til Borgar- ness hlaðinn vörum. í lest var Eftir: Þorvald Steinason matvara til verzlunar Jóhannesar Jósefssonar í Borgarnesi en á dekki var steinolía og timbur auk þess var þar girð'ngaefni, semátti að fara utan um Hreppsengi í Andakíl, sem þá var íeigu Sig- urðar Jónssonar í Görðum á Grímsstaðaiholti. Formaður bátsins, Iiaraldur Jóns son, varð eftir í Reykjavík. (Á siglinganámskeiði.) Á bátnum voru því þessir skipverjar: Björn Stefánsson vélamaður, einnig for- maður í þessari ferð, Ásmundur Þorsteinsson og Enok Helgason allir úr Borgarnesi. Auk þess far- þegar: Jón Helgason rennismiður og Jóhannes Jósefsson kaupmaður, báðir úr Borgarnes1, Eyjólfur Guðsteinsson úr Mýrasýslu, Gísli Árnason Hafnarfirði og Jón Sig- urðsson Görðum á Grímsstaða- holti. Tveir þeir síðasttöldu voru á leið í Andakíl að girða Hrepps- engi. Hegrinn varð síðbúinn úr Reykjavík, svo þegar hann kom á móts við Akranes var orðið skuggsýnt en áfram var haldið inn fjörð, grunnleið, og bar nú ekkert til tíðinda um sinn. Veðri var þann veg farið þenna dag: logn, úhkomulaust, en heldur þungbúið loft, sjór alveg ládauð- ur. Jörð alauð. Var því mjög d'mrnt um kvöldið. Háflæði var kl. 7 um kvöldið. Klukkan mun hafa verið rúm- lega 6 þegar Hegrinn kom inn að Klofning. Klofningur er einstakt sker, kúlulaga, klofið og það hátt að ekki fellur sjór yfir það nema í frekar miklu flóði. Það liggur ca. 300 metra frá landi, er alveg við bátaleið nær landi, en 'þó má

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.