Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR landmegin við. skerið. í engu skeika frá réttri þess að ekki fari illa. Svo líka í þetta sinn að Hegrinn rerindi með fullri ferð beint á Klofninginn. Við höggið brotnaði gat á .kinnung bátsins og sökk þann þegar og lagðist upp með skerinu. Varð þeim það þá fyrir, Birni Stefánssyni og Jóni Sigurðssyni, að leyta upp á skerið, en þeir Ás- mundur Þorsteinsson og Enok Helgason fóru í frammastur og Gísli Árnason 1 afturmastur. Jón Helgason hafði nökkrum árum áð- ur misst annan fótinn um hné í slysi á Borgarfirði, var því með gerfjfót, þar að auki maður kom- inn á efri ár, komst hann því ekki upp mástrið; tók hann sér stöðu á stýrishúsi um sinn. Jóhannes Jósefsson og Eyjólfur Guðsteins- son losnuðu við bátinn um leið og hann sökk, og náðu ekki í bátinn aftur né heldur skerið. Mun Jó- hannes hafa sokkið fljótlega, en Eyjólfur náði í eitthvert rekald af dekki bátsins og hélzt því lengur á floti, en sökk einnig bráðlega. Hrópuðu þeir Jó’hannes og Eyj- ólfur ákaft á hjálp. Þeir, sem voru á bátnum og skerinu tóku nú einn- ig tij að hrópa í vpn um að ein- hverjir heyrðu til þeirra. Nú víkur sögunni til lands. Næstu bæir við strandstaðinn eru Narfastaðir og Belgsholt, mjög álíka langt frá, báðir, ca. Vi klst. gang að sjónum, þar sem næst er straridstað. Litlu f jær en Belgsholt ér Melaleiti og þar rétt hjá eru Mélar. Það varð vart við Hegrann á innleið frá öllum þessum bæjum, skömmu áður en strandið varð. Um sama leyti og strandið varð, fóru þær systur Þóra ’ og Esther Steinadætur á Narfastöðum út til að taka inn þvott. Þá heyrðu þær Hraðlest í Noregi. Neðri myndin sýnir stýrisútbúnað lestarinnar. neyðaróp mannanna og sneru þeg- ar inn aftur og sögðu tiðindm. Heima á Narfastöðum var þá auk þeirra systra, foreldrar þeirra, Steini Björn Ármannsson og Stein- unn S.igurðardóttir, bæði um sext- ugt og tveir bræður þeirra, Jóhann 12 ára og Arnór, nú bóndi á Narfa- stöðum, þá 26 ára. Vegna þess að heyrzt hafði til bátsins áður, grun- aði alla þegar hvað s'keð hefði. Var þá ekki nema eitt ráð til, til þess að reyna að bjarga mönnun- um. í Skálalæk sem er á milli Belgs- holts og Melaleitis voru bátar í nausti. Leggur nú Arnór af stað þangað eins og hann stóð, og kom að Belgsholti. Þar voru engir karl- menn heima riema 2 unglingspilt- ar, Sigurður Helgason, 17 ára og Framh. á bls. 158.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.