Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 8
Jl w UJ i KJ X-J 1 1. VJI XI/ SMÆLKI Ripar í Danmörku voru á sín- um tíma frægt lærdómssetur, þar var latínuskóli, sem ýmislegt hef- ur verið skráð um. Einu sinni er sagt, að konung- urinn hafi komið þangað í kynn- isför, og hafði hann orð á því við rektor skólans, að þaðan kœmu margir hálœrðir menn. „Eg get sagt yðar hátign ástæð- una til þess“, svaraði rektor. „Það er birkiskógur hérna skammt frá. Og hann elur upp lœrða menn“. En eftir því sem Christian Fal- ster og fleiri sagnaritarar skráðu, hefur piltunum ekki veitt af ráðn- ingu. Var það eitt gaman þeirra, að koma fyrir púðri í tólgarkert- um, sem notuð voru i kennslu- stundunum og þegar sprenging- in kom, varð að sjálfsögðu hlé. Einu sinni fóru þeir að leika sér að knetti í kennslustund, en þar eð þeir bjuggust við, að honum yrði fieygt í ofninn, höfðu þeir fyllt hann af púðri. Það brást ekki. Kennarinn fleygði knettin- um í eldinn og ofninn sprakk. En piltarnir náðu tilgangi sínum — sluppu við frékari kennslu í það sinni. Kristín Svíadrottning var fyrsti þjóðhöfðingi, sem lét nema galdra- ofióknir úr lögum. □ Þekktur enskur hagfrœðingur, Arthur Yong, ritaði rétt fyrir alda- mótin 1800 um þjóðvegina í Eng- landi og tekur orðbragðið fram blaðaskrifum nútímamanna (Hann á þar sérstaklega við vegina í Lancashire ): „Engin orð eru til í málinu, sem geta gefið hugmynd um, hve bölv- aðir þessir vegir eru. Þetta eru nefndir þjóðvegir á landabréfinu, en ég rœð öllum ferðamönnum til að forðast þá eins og fjandann sjálfan. Það eru þúsund lilcur á móti einni til þess að maður háls- brjóti sig eða að minnsta kösti mölbrjóti alla útlimi sína, við að velta ofan í gjóturnar, sem eru margar og djúpar. Eg hef sjálfur mœlt fjögra feta djúpar gjótur. Sums staðar hefur verið velt stór- um steinum niður í verstu gryfj- urnar, til að gera þœr enn hœttu- legri----- □ Í öllu Rómaveldi var lengd þjóð- veganna samtals 75.000 km.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.