Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 25.11.1945, Síða 4
172
SUNNUDAGUR
„Venstre'Mstjórn er gjörsamlega
öhugsanleg og verði henni komið á
laggirnar, mun hún aldrei fá að
sitja í friði. En það voru til menn
eigi svo fáir, því miður, sem litu
hýru auga fylgisaukningu flokks-
ins og þann möguleika, að hann
myndaði stjórnina: Landráðamenn
irnir, sem biðu dóms- Þeir þóttust
vissir um, að þá myndi farið um
þá mýkri höndum. Það er vottfest
staðreynd, að nazistar og samstarfs
menn þeirra sem enn höfðu ekki
verið dregnir fyrir dóm, agiteruðu
dyggilega fyrir „Venstre“ og
hengdu upp áróðursspjöld með
slíkum áletrunum sem þessari:
„Stem dig fri, stem Venstre.“
Ennfremur kom atvik fyrir hinn
5. nóvember, sem sýndi ljóslega,
hvers konar lýður það er, sem
frekast væntir einhvers góðs af
hinni nýju stjóm. Maður að nafni
Flint, Schalburgmaður sekur um
margs konar glæpi og landráð, var
fyrir rétti og bað um leyfi til að
koma fram með nokkrar athuga-
semdir, og þegar það hafði verið
leyft, bað hann dómarann, Jacoby,
að dæma sig mjög vægt, því að
nú væri útlit fyrir, að mynduð
yrði „Venstre“-stjóm alveg á næst
unni, og ef svo yrði, væri enginn
vafi, að lögunum yrði breytt í
slíkum tilfellum og hegningin
gerð mun vægari. Ennfremur fór
það ekki leynt, að landráðamenn-
irnir í Vestre-Fængsel vonuðu af
öllu hjarta að „Venstre“ myndi
mynda stjórn. Og nú hefur sú
smán skeð. Ekkert verðskuldaði
hin hugdjarfa, danska þjóð síður
fyrir baráttu sína gegn naziman-
um og öllum afturhaldsöflum, og
einskis óskuðu hinir frelsisunn-
andi Danir síður. Þess vegna má
það öruggt teljast, að þótt danska
þjóðin þarfnist nú einskis fremur
en friðar og samstarfs allra lýð-
ræðisafla við þá uppbyggingu, sem
fram undan er, þá muni. verkföll-
um og hverjum öðrum lýðræðis-
legum aðferðum, sem alþýðusam-
tökin eiga yfir að ráða, verða hlífð
arlaust beitt til mótmæla, unz hin
afturhaldssama stjórn hefur hrökl-
ast frá völdum. Reynist þá enn
ekki unnt að mynda þá lýðræðis-
legu framfarastjórn, sem þjóðin
óskar, mun verða kosið á ný og
þá ekki aðeins til Þjóðþingsins,
heldur einnig til Landsþingsins
og sveitastjóma, sem enn eru skip-
uð fulltrúum, sem kjörnir voru í
ófrjálsum kosningum, meðan á
hernáminu stóð og Kommúnista-
flokkurinn meðal annars var bann
aður. Og hafi Sósíaldemókratarnir
fengið slæma útreið nú, þá munu
þeir ekki síður fá að vita þá, að
hin framsækna alþýða Danmerkur
líður engum verkalýðsflokki slík-
an loddaraskap að rjúka út í horn
í fýlu út af töpuðum kosningum
og varpa völdunum í hendur örm-
ustu alþýðuféndum landsins.
Kommúnistaflokkurinn einn
hefur hreinan skjöld
Hinn 2. nóvember hélt fram-
kvæmdaráð Kommúnistaflokksins
fund til að fjalla um lausn stjórn-
arkreppunnar og gaf síðan út á-.
lyktun, er lýsir afstöðu flokksins
til stjórnarmyndunar. Þar segir:
„Vegna þess, að ekki heppnaðis
fyrir kosningarnar að koma á ein-
ingu innan dönsku verkalýðshreyf-
ingarinnar eða að minnsta kosti
samvmnu milli Sósíaldemókrata-
flokksins og Kommúnistaflokksins
í kosningabaráttunni, glataðist
möguleikinn á að ná sameiginleg-
um meirihluta í Þjóðþinginu. En
hin mikla atkvæða- og fulltrúa-
aukning Kommúnistaflokksins er
vísbending um, að þjóðin krefst
aðgerða, og er þannig mikill sigur
fyrir alþýðuna og hinn lýðræðis-
sinnuðu öfl í landi voru. Mcð
kosningunum hefur fengizt greirii-
legur meiri'hluti í Þjóðþinginu til
að halda áfram á þeirri braut, sém
samsteypustjórnin hefur haldið
síðan 5. maí gegn stöðugt vaxandi
mótspyrnu og skemmdarstarfsemi
„Venstre“. Það er enginn vafi á,
að mikill meiriihluti hins nýja
Þjóðþings styður slíka stjómar-
stefnu. Þess vegna væri það hin
mesta óhæfa, ef stjórnarmyndun-
in yrði nú látin í hendur „Venstre“
sem á atkvæðaaukningu sína að
þakka nazistum, Bændaflokks-
mönnum, stríðsgróðamönnum og
öðrum. sem með verkum sínum
hafa gert sig óverðuga að teljast
til hinnar dönsku þjóðar, en hafa
fengið ástæðu til að ætla, -að
„Venstre“ muni taka upp barátt-
úna fyrir hinum þokkalegu bragða
refum þeirra. Við viljum reyna af
öllum mætti að hindra slíka stjörn
armyndun, sem auk þess getur
ekki vænzt stuðnings meirihluta
Þjóðþingsins. Nú verður að mynda
stjórn á lýðræðislegum grundvelli-
Hún verður að styðjast við þá
flokka og flokksbrot í Þjóðþing-
inu, sem vilja:
* Leiða hreinsunina til lykta í
anda Frelsisráðsiins,
* byrja að leggja grunn að fjár-
hag landsins með því að leggja
hald á eignir landráðamanna,
gróða stríðsgróðamanna og að
nokkru eða öllu leyti eigna-
aukningar, sem orsakazt hafa
af styrjaldarástandjnu, þó lög-
legar séu,
* hindra að það myndist at-
vinnuleysi í stórum stíl éins
og eftir fyrri heimsstyrjöldina,
* byrja að skipta upp jarðeign-
um hinna nazisku gósseigenda,
* tryggja réttlátt jafnvægi milU
launa og verðlags,
* bæta kjör gamalmenna, ör-
yrkja og annarra, sem orði£