Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Qupperneq 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Qupperneq 3
Ingvar með vinnudagbækur sínar i 30 ár. Já, þið lásuð rétt: hann vann 393 átta stunda vinnudaga á ári. Það gerðist í fyrra, árið 1 963. Þetta var afmælisár. Hann varð 65 ára það ár. Og á árinu 1943 vann hann 482 átta stunda vinnudaga. Hann man tvenna tvenna tímana. Fyrstu vikuna sem hann dvaldi í Reykjavík, fyrir 30 árum, fékk hann vinnu í 4^2 tíma og tekjur hans þá vikuna voru kr. 6,44. Hann hefur haldið vinnutímadagbók í 30 ár. Við skulum fá að sk-yggnast í hana. Hann kom til Reykjavíkur á nýbyrjuðu árinu 1934. Næstu 6 árin var hann einn í hópi hundraðanna sem röltu um við Reykjavíkurhöfn í von um einhverja vinnu. Suma daga urðu það nokkrir tímar, aðra daga engin vinna. Slíkt ástand: tugir og hundruð allslausra manna í leit að vinnu, þekkir ungt fólk á íslandi ekki í dag — sem betur fer. Og það hvarfl- ar fráleitt að því að slíkt geti nokkurn tíma komið aftur, ekki fremur en skrítnu for- íeðurnir sem vöguðu á kú- skinnsskóm — og eru gengn- ir að eilífu. Raunar segir gamalt spakmæli að sagan endurtaki sig. Eða keppa t. d. ungir menn ekki í því nú að verða eins loðnir um túlann og framast er unnt? Slíkt var einu sinni virðingartáJkn bú- andmanna á kúskinnsskóm, en fyrir tæpum mannsaldri þótti fátt jafn sóðalegt og úr- elt. Jú, sagan endurtekur sig, — þótt allt önnur lögmál gildi um atvinnuleysi en tízku. Atvinnuleysi þekkist ekki á Islandi nú. 1 þess stað er kom- in vinnuþrælkun, — jafnvel barnaþrælkun. Og til er það fólk sem er hreykið af barna- þræl'kuninni, og ber ekki skyn á mismuninn á nauðsyn þess að æskan kynnist atvinnulífi þjóðarinnar og skilji það og því að þrælka börn og ung- linga, — ekki frekar en venju- legur stofuköttur skilur í stjörnum himinsins. Og margur mun halda að atvinnuleysi geti eklti komið aftur á Islandi. En atvinnu- leysi er ekki tízkufyrirbæri heldur einn af mörgum sjúk- dómum allra auðvaldsþjóðfé- laga, jafnvel í gósenlandi auð- valdsins, Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku eru um 5 milljón- ir manna stöðugt atvinnulaus- ar. Trygging gegn atvinnuleysi er aðeins ein: að hverfa frá þvi úrelta siðleysi i samfé- lagsháttum er nefnist auð- valdsþjóðfélag. Ef til vill man einhver enn að fyrir fáum árum töluðu málsvarar atvinnurekenda- stéttarinnar í landi okkar op- inskátt um draum sinn: „mátulegt atvinnuleysi". Og óneitanlega er töluvert annar- leg hin sára löngun sumra manna eftir stóriðju sem mal- ap eigendum sínum mikið gull — en þarfnast lítils vinnuafls. Sömu manna er lítt þola að mínnzt sé á stóriðju sem tryggir afkomu fjölda manna. Ekki meira um þetta að sinni. Við ætlum að hitta manninn sem vann 393 átta stunda vinnudaga árið sem hann varð 65 ára. Við komum inn 1 skraut- lausa stofu; í henni er traust- ur legubekkur og stólar af sömu gerð, hvorttveggja smíð- að áður en tízka varð að setja vaðfuglslappir undir öll húsgögn. Það er enginn heimsmanns- sláttur á húsráðanda, en hann virðist vita hvað hann vill. Við berum upp erindið og að nok'kurri stund liðinni hefur hann náð í bókastafla — þar eru skráðir vinnutímar hansi og tekjur í 30 ár. Hver er þessi maður? Hann heitir Páll Ingvair Guðmunds- son. — Segðu okkur, Páll, hvar ertu fæddur og uppalinn? — Ég er fæddur í Litlu- vík í Borgarfirði eystra árið 1898. Ég missti föður minn ungur og lenti þá til Borgar- fjarðar og ólst þar upp. Hing- að til Reykjavíkur fór ég al- farmn árið 1934. — Og hvenær byrjaðirðu á vinnutímadagbókinni ? — Þegar ég kom hingað. Og þessu held ég áfram með- SUNNUDAGUR — 447

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.