Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Síða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Síða 4
393 DAGAR an ég tóri, kemst niður eftir og vinn. Við skyggnumst í bækurnar hans, sem eru skrifaðar með mjög skýrri rithönd, og spyrj- um: — Hver kenndi þér að slkrifa? — 1 raun og veru kenndi mér enginn sérstakur að skrifa, svarar Páll. — Það var skrítið! — Já. Fyrsti kennari minn i barnaskólanum fyrir austan hét Jón og mér fannst hann skrifa betur en gert var í for- skriftabók Mortens Hansens, sem þá var kennd, svo églíkti eftir honum. Svo hvarf hann af sviðinu og við tók ólafur Gíslason (faðir Gísla ritstjóra og Daviðs fiskimálastjóra) og mér fannst ólafur skrifa enn betur — og þá stældi ég hann. J>egar Ólafur fór burt kom Jón Stefánsson í hans stað og nú stældi ég hann. — Einhvern veginn hefur þú samt öðlazt persónuleg einkenni í rithöndina. — Já, jafnframt þessum stælingum fór ég að leggja svolítið til sjálfur í rithand- areinkenni, — og þannig lærði ég að skrifa. — Þú hefur viljað skrifa vel — Já, mér var metnaður í þvi að skrifa læsilega rit- hönd. Það geta allir kennt sér að skrifa vel, aðeins ef þeir vilja. En þegar maður vinnur erfiðisvinnu er maður misjafnlega fyrirkallaður og stundum skjálfhentur eftir langan vinnudag. — Hversvegna fórstu að austan? — Ég hef aldrei getað fellt mig við landbúnað; ég var strax sem strákur á sjó fyrir austan og síðan auk þess á vertíðum bæði í Vestmanna- eyjum og á Suðurnesjum. Það var líka fiskileysi fyrir aust- an á þessum árum og því enn minna við að vera af þeim sökum. Einu sinni átti ég kost á því að flytjast af landi burt. — Nú, hvernig stóð á því? —Þá var ég á vertíð á Djúpavogi. Einhverntíma kom í blaði, erlendu að mig minn- ir, ósk um að menn skrifuðu vísu og sendu tilteknum að- ila í Belgíu, utanáskrift var í blaðinu. Dóttir mannsins er ég var þá hjá og ég sendum bæði vísu. Eftir ekki mjög 448 — SUNNUDAGUR langan tíma fékk ég bréf frá þessum mönnum, þar semþeir báðu mig að koma til Belgíu, en ég sinnti því ekki. Þeir margskrifuðu, en ég fór hvergi. — I hvaða augnamiði var þetta gert? — Ég man ekki lengur neibt i hvaða augnamiði þetta var. — Og þú veizt ekki hvað hefði gerzt ef þú hefðir far- ið? — Nei, ég veit ekki hvað hefði gerzt, — líklega hefðu þessar bækur þá aldrei verið skrifaðar. — Eitthvað hafa þessir menn séð við skriftina þína. — Já, líklega hafa þeir séð eitbhvað sem þeir töldu ein- hvers virðl. —Þú ert vitanlega giftur? — Nei. — Kvenhatari? — Nei, síður en svo. Og nú er það orðið of seint! Maður er góður ef maður er sjálf- bjarga og getur framfleytt lífinu. — Víkjum aftur að vinnu- dagbókinni. Var efnilegt að koma til Reykjavíkur árið 1934? — Nei, það var ekkert glæsilegt að koma hingað til Reykjavíkur þá. Það gekk illa að fá vinnu. Ég arkaði niður að höfninni á morgnana og var þar alla daga. — Komstu aldrei í atvinnu- bótavinnu ? — Nei, aldrei. — En græddirðu ekki á brezka setuliðinu á sínum tíma? — Nei, ég græddi aldrei á hernum. Get þó ekki sagt að ég hafi ekkert unnið hjá þeim; ég vann hjá Bretum fyrir 233 kr. árið 1940. — Hvemig voru þessir at- vinnuleysisdagar „á eyrinni", eins og það var kallað. — Já, uppúr kl. 6 þurfti maður að vakna til þess að vera kominn niður að höfn vel fyrir kl. 7 á morgnana, þvl þá var byrjað að vinna kl. 7. Ýmist var maður á aust- urbakkanum eða vesturbakk- anum og þess á milli í verka- mannaskýlinu og yljaði sér. Hópamir eltu verkstjórann hvert sem hann fór. — Hvemig vom verkstjór- amir, gáfu þeir góðan tíma þegar þið fenguð vinnu? — Einstaka verkstjóri gaf góðan tíma, sumir voru naum- ir á tíma eða skrifuðu „klippt og skorið". — Fenguð þið ekki oftast einhverja vinnu? — Það kom ekki sá dagnr að ekki yrðu margir afgangs við þá vinnu sem fáanleg var, venjulega meirihluti þeirra manna sem hímdu við höfn- ina. Verkamannaskýlið mátti alltaf heita troðfullt af at- vinnulausum mönnum. Og svo vom menn að tínast út til að abhuga hvort nokkra vinnu væri a,ð fá einhversstaðar við höfnina. Það var hangið þama til kl. 6 að kvöldi. Það var heil vísindagrein að fylgjast með togurunum, hvenær þeir kæmu inn, og hvar flutninga- skipin væru stödd og hvenær þeirra væri von. Stundum á síðustu áranum tóku verk- etjóramir heila hópa manna þegar þeir áttu von á skipum og geymdu þá inni í húsi þangað til vinnan byrjaði. Það gerðist þegar komið var fram á stríðsár og atvinnuleysi lok- ið. — En svo hefur þetta smá- breytzt. — Þetta breyttist 1940. Ég var þá á næturvakt i lýsi og þá gat ég farið niður að höfn að lokinni vaktinni og fengið strax vinnu þar, — og þá vann ég stundum 20 tíma á sólarhríng . . . Nei, ég vann ekki þannig alla daga, það er ekki hægt. — Áður var vinnutíminn of stuttur, svo hefur hann orð- ið of langur! — Já, á ámnum 1960— 1963 kom fyrir að ég ynni 30 daga af 31 í mánuði — og aldrei minna en 10 tíma á dag. Við getum séð þetta héma . . . Árið 1960 vann ég 28 daga í júní, 30 í júli og 29 í ágúst og hef þannig haft 5 hvíldardaga á þremur mán- uðum. Arið 1963 vann ég í 3141 klst., en það gerir 393 átta stunda vinnudaga á ár- inu. — Hvernig verður saman- burðurinn við fyrsta árið þitt hér? — Fyrsta vinnuvika mín við höfnina var léleg. Ég fékk vinnu á tveimur dögum, í annað skiptið vann ég einn og hálfan tíma en I hitt skiptið í tvo og hálfan og hálfan í eftirvinnu. Það era samtals 4(4 tími og vikutekjurnar samtals kr. 6,44. Vinnan mín fyrsta árið i Reykjavík var þessi: 5% dag- ur í febrúar, 17y3 í marz, 24 dagar og níu stundir í apríl, 16 dagar og 1 st. í maí, 10 dagar í júní, 11 d. og 1% st. í júlí, 8 d. og 6V2 st. í ágúst, 17 d. Vi st. I september, 11 d. og 8 st. í okt., 7 d. 4% st. í nóv. og 10 dagar og %st. í desember. Þannig var þetta atvinnu- leysisárin meira og minna, þótt fremur færi það batn- andi. — En svo urðu snögg um- gkipti 1940. Getur þú séð hve marga vinnudaga á ári þú hefur unnið síðan? — Já, sá listi lítur þann* ig út: Árið 1941 unnir 372 10 st. vd. — 1942 — 381 — 1943 — 482 8 — — — 1944 — 435 —< — 1945 — 444 —• — 1946 — 348 —« — 1947 — 419 —« — 1948 — 442 — — 1949 — 363 — — 1950 343 — — 1951 — 3221/2 —• — 1952 — 300 — — 1953 — 319 — 1954 — 330 — — 1956 — 300 — 1« — 1957 — 303 — — 1958 — 314 — — 1959 — 314 — — 1960 — 326 —. —- 1961 — 340 — — 1962 — 384 — — 1963 — 393 —. — Hvenær telur þú að af- koman hafi verið bezt? — Ég held ,að maður hafl fengið einna bezta afkomu á árunum 1943—1946. En nú fer þetta allt versnandi. Ef maður skiptir 100 kr. veit maður varla hvað hefur orðið um þær né hvað maður hefur fengið fyrir þær. — En nú segja stjórnar- völdin að skattamir hafi stór- lækkað á þessu ári? — Já, sú skattalækkun birtist mér í 10 þús. króna skattahækkun. Að vísu hafa tekjurnar hækkað, en mér finnst hækkun skattsins of mikil miðað við það hvað tekjumar hafa aukizt. Tekjur mínar árið 1962 voru 91 þús. 114,47 kr. og út- svar af þeim kr. 16 þús. og 800, eða rúm 17% af tekjun- uTn. Tekjur minar árið 1963 urðu 115 þús. 246,28 kr. og útsvar af þeim 25 þús. 490 kr. eða rúm 20% af tekjun- um. — Segðu mér svo að síð- ustu, hvað kom þér til að fara að halda nákvæma dag- bók um vinnustundir? — Einhver innri hvöt. Ég hef haft gaman af að stinga niður penna. Og þegar ég var byrjaður á þessu gat ég ekki hætt. Dunda við þetta á kvöldin . . . færi þetta inn I vikulok, síðan mánuðinn, og loks allt árið . . . Já, það era margar klukkustundir sem hafa farið i þetta allt. Ég vildi átta mig á þvl hvemig ég stæði. Og nú get ég séð í bókunum hve lengi ég hef unnið og hvað kaupið var á hverjum tima og þarf ekki að spyrja Pétur og Pál um kaupbreytingar og afkom- una. J-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.