Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Síða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Síða 9
BRÓÐIR OKKAR HÖFRUNGURINN að er sannarlega skemmti- leg og furðuleg skepna höfr- ungurinn. Við gætum til að mynda byrjað að tala um íþróttaaf- rek hans. Hann er nefnilega mestur sundmeiatari á jörð- inni. Honum tekst að fara fram úr jafnvel hraðskreið- ustu skipum, siglandi með þrjátíu hnúta hraða. Enda er öll líkamsbygging hans ágætt dæmi um það, hvaða árangri náttúran getur náð í viðleitni sinni til fullkomnunar. Hann hefur langan skrokk og mjúk- an og án minnstu ójöfnu — höfrungurinn er fimm sinn- um „sléttari" en sá góði fisk- ur styrjan. Fullkomið jafn- mæli (symmetri) í öllu — nema höfðinu. Náttúran hefur nafnilega tekið upp á því, að gera vinstri helming höfuðsins miklu minni en þann hægri. Mönnum þótti þetta.einkenni- leg ráðstöfun þar til eðlis- fræðingur einn kom fram með nýstárlega kenningu um hreyfingar höfrungsins: það er sem hann skrúfi sig niður í vatnið. Og um leið hleypur alda eftir líkama dýrsins og stækkar eftir því sem nær dregur sporðinum. Ef höfði þess væri jafnskipt, þá tæki dýrið að snúast um sinn eigin ás — og þeim vanda er sem- sagt afstýrt með þessu sér- kennilega höfuðlagi. • A nnað er það sem gerir höfrungnum kleyft að synda svo hratt. Húð hans er þakin efni, er þúðþekjan gefur frá sér, og það smyr hann að ut- an. Auk þess er ákaflega þétt fitulag undir húðinni, sem gerir hana fjaðurmagnaða og ákaflega næma fyrir minnstu snertingu. Er alda mætir slíkri húð með slíku „fóðri“, þá hrekkur hún ekki frá eins og af harðari hlutum, heldur breytist hún í jafnan og ró- legan flaum, sem leggst létt að líkamanum. Allt þetta varð til þess, að kafbátasmið- ir hafa lengi öfundað höfr- unginn ákaflega — ef 'oeim tækist að búa til slíka húð utan um kafbáta, myndi hraði þeirra aukast stórlega. Þegar fyrir stríð hafði þýzki verk- fræðingurinn Krammer stung- ið upp á „húð“ sem minnti á höfrungshúð. En það kom á daginn að þessi uppfinning kom að næsta litlu gagni kaf- bátum. Hinsvegar var hún aftur prófuð eftir stríð, og þá á tundurskeytum. Og með hennar aðstoð tókst að auka hraða þessara drápsfiska mannsins um helming. Höfr- ungshúð er semsagt þeim mun gagnlegri sem hraðinn er meiri. • I engi hafa náttúrufræðing- ar deilt um það, til hvers höfrungurinn opnar stundum kjaftinn þegar hann syndir. Ekki gat hann verið að gleypa loft, þvi lengi hafa Höfrungurinn er vel greindur, spaugsamur og einstaklega hjálpfús menn vitað, að öndunarleiðir hans eru ekki tengdar kjaft- inum. Sumir gáfust hreinlega upp, og sögðu höfrunginn gapa þetta einfaldlega til að sýna að hann væri í góðu skapi. Þar til sovézki líffræðing- urinn Kleinenberg tók að rannsaka til hvers þær ein- kennilegu holur væru sem finnast við tungurætur hans. Eftir alllanga mæðu komst hann að því, að þessar holur væru ekki annað en — rann- sóknarstofur. örsmáar rann- sóknarstofur þar sem höfr- ungurinn gerir frábærlega ná- kvæmar efnafræðilegar at- huganir. Og ekki hann einn heldur aðrir hvalir. Hann opn- ar kjaftinn til að taka prufu af sjónum og ákveður fljótt og örugglega efnafræðilega samsetningu hans, og hefur hann sér síðan að stefnuljósi. En það er önnur tilgáta um stýrimennsku höfrungsins: sumir álíta að hann taki stefnu af sól, tungli og stjörnum .... eins og hinir fynstu sæfarar. T M. aka stefnu af sól og stjörnum .... Við mennirnir erum sífellt að láta okkur dreyma um að mæta lifandi bræðrum okkar í skynseminni. Og hugsum þá oftast til annarra hnatta, annarra sólkerfa. En máske eru skynsemdarverur hér við hlið okkar, máske við leitum langt yfir ekammt. Það álítur að minnsta kosti John Lilly. Lilly þessi varð dag einn f yrir furðulegri reynslu: á nokkrum augnablikum breytt- ist hann úr tilraunastjóra í tilraunadýr. Þetta gerðist á þann hátt, að vísindamaður- inn var að reyna að fá afa- línu (þekkt höfrungategund) til að gefa frá sér blístur af ákveðinni tónhæð. Höfrungur- inn blístraði, og Lilly launaði honum með einhverju góð- gæti. Aftur heyrðist blístrað, og aftur var verðlaunað. En nú tekur vísindamaðurinn eftir því, að tónhæð blísturs- inn fer smáhækkandi með hverri nýrri tilraun — höfr- ungurinn er byrjaður að leika sér við manninn. Dýr og maður horfðust alvarlega í augu. Allt í einu hætti vísinda- maðurinn að heyra * blistrið, enda þót.t öndunarfæri höfr- ungsins héldu áfram að drag- ast saman og hann væri þvi í raun og veru að blístra. En nú var tíðni blísturshljóðsins svo há, að maðurinn gat ekki lengiir heyrt það Lilly hætti nú að verðlauna hvern sam- drátt öndunarfæranna. Höfr- ungurinn gaf frá sér tvö há- tíðnishljóð í viðbót, og fór síð- an aftur að blístra þannig, að maðurinn gæti heyrt til hans. Hann fékk laun sín og skildi nú, að Lilly heyrði til hans, og fór upp frá þvi ekki úr heyrnarvidd mannsins. • Og svo mikið er víst, að höfrungar eru með greindustu skepnum. Hegðun þeirra gagnvart mönnum er oft stór- furðuleg. Þeir hafa í kjafti sér 88 tennur, sem eru hreint ekki hættulausar — en samt hefur það aldrei komið fyrir að höfrungur réðist á mann. Þvert á móti: við vit- um þess dæmi, að höfrungar hafi ýtt upp úr sjó drukkn- andi mönnum og jafnvel hjálpað skipbrotsmönnum i land. Sá forni höfundur, Plinius, segir frá vináttu drengs og höfrungs, sem flutti vin sinn á bakinu yfir Napoliflóa. Drengurinn var vanur að blístra á höfrung- inn, gefa honum brauð, vætt í rauðvíni, og setjast síðan á bak honum. Þjóðsaga? Ekki endilega. Höfrungar venjast reyndar mönnum ákaflega fljótt, bregðast við kalli þeirra og þiggja gjaman fæðu úr hendi þeirra strax á næsta degi eft- ið að þeir eru ófrjálsir orðn- er. Og enn eitt dæmi: höfr- ungur á sundi tekur öðru hvoru undir sig fallegustu stökk. En ef barn er sett á bak hans syndir hann jafnt á yfirborði vatnsins. • f i eundlaug hjá rannsóknar- stofu Johns Lilly lifa nokkrir höfrungar — ákaflega kátar skepnur og skemmtilegar. Þeir læra mjög auðveldlega ýmsa leiki og galdrabrögð. Og höfrungurinn Elvar kenndi meira að segja vinkonu sinni Telvu leiki sem hann hafði lært af mönnum. Vinátta og samheldni höfrunganna er einnig mjög aðdáunarverð. Það er nefnt til dæmis, að einhverju sinni var höfrungi sleppt niður í laugina eftir mælingar, en það var gert mjög klaufalega og þessi þunga skepna rak höfuðið illa í bakka laugarir.nar. Höfrung- urinn missti meðvitund og sökk til botns. Um leið komu félagar hans syndandi og ýttu honum upp á yfirboi-ðið til að hann gæti andað, og héldu honum þar þar til hann kom til sjálfs sin aftur. En við skulum að sinni ekki telja upp fleiri ágæta eigin- leika höfrungsins. John Lilly álítur hann skynsemi gædda veru, og víst væri skemmti- legt ef svo væri. Hann lítur svo á, að höfrungar séu nú á svipuðu þróunarstigi og frum- stæðustu mannflokkar. Þeir flakka um óendanleg heims- höfin, og máske eru þeir þá að gæta hjarða sinna á svip- aðan hátt og fjarlægir for- feður okkar. Fiskahjarða .. . SUNNUDAGUR — 453

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.