Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Blaðsíða 12
c
*
4
VERÐLAUNAGETRAUN
Hvaða stað er lýst — hvenær — hver skrifar?
„Maður gengur niður
grænan hjalla með hojjpandi
smálælíjum og fyrir neðan
blasir við síldarplan með
áttatíu stúlkum. Þær eru all-
ar að salta af kappi og hróp
eftir tunnum og salti rýfur
morgunkyrrðina.
Fjörðurinn er spegilslétt-
ur og hvert síldarskipið eft-
ir annað öslar inn fjörðinn
með fullfermi; þau heyja
sitt daglega kapphlaup í
í höfn með veiði næturinnar.
Hvít röstin frá bátunum
myndar skáhallar rákir á
bláum firðinmn og vélarnar
eru spenntar til hins ítrasta.
Þetta er eins og á veðreið-
um eða knattspyrnukappleik
og það er mikiið í húfi fyrir
bátana. Tvær skipslengdir á
eft^r geta kostað þriggja
sólarhringa löndunarbið, og
þeir eru að ausa upp síldinni
fyrir utan dag éftir dag.
Eimskipin pípa við brygg j-
uraar og svartir reykjar-
bólstrar stíga til lofts frá
síldarverksmiðjunni. Vöru-
bílar þjóta eftir götunum og
allstaðar er annríki og
spenna í kaupstaðnum.
Maður kemur ofan úr
fjallshlíðinni frá hoppandi
smálækjum, huldufólkshömr-
um og lömbum að leik og
sogast inn í annríkið á plan-
inu með hinum áttatíu stúlk-
um.
Síldarsaltandi er að spóka
sig þarna í góða veðrinu og
leikur við hvern sinn fingur.
— Þeir eru fallegir morgn-
arnir á ............... segir
hann.
— Hérna við bryggju-
hausinn liggur Guðrún frá
Hafnarfirði með þúsund
tunnur af fallegri síld og
allar stúlkurnar mínar eru
að salta þessa^stundina.
Hver vörubílunn eftirann-
an ekur þama að stæðunni
og heldur á brott með full-
fermi af tunnum. Það er
nefnilega útskipun 1 fullum
gangi á sama tíma. Síldin
streymir út af planinu.
Svona vilja bankarnir hafa
það.
— Síldarplönin þjóta hér
upp .............og eru þó
landþrengsli mikil og stutt
út í aðdýpið. Stórar jarð-
vinnsluvélar ráðast á fjalls-
hlíðamar, og hver undir-
lendisspotti er eftirsóttur
undir athafnasvæði. Síldar-
planið mitt er til dæmis
héma undir Bjólfinum, eins
og þetta er árennilegur risi
að kljást við í þessum efn-
um. Við horfum lóðrétt upp
í loftið. Svo kemur kannske
langvarandi stormur með
regnveðri og bylur á klett-
unum og skriðurnar falla og
sópa síldarplönum eins og
spýtnarusli út á fjörðinn.
— Níu síldarplön eru rek-
in hér í sumar og salta sex
liundruð stúlkur tólf þúsund
tunnur í tiu stunda lotu. Að-
alveiðisvæðið er hérna fyrir
utan fjörðinn og þrýsting-
urinn er mikill frá flotan-
um. Hér verður saltað mikið
í sumar að líkum.
Það er lífleg sjón að horfa
á áttatíu stúlkur önnum
kafnar við söltun eftir næst-
um endalausri kassaröðinni
á planinu.
Þessar iðandi hendur með
blikandi hnífa á lofti í hvítu
og ............ sólskini. Það
er vígaleg sjón.
Svo fikrar maður sig eftir
stúl'knaröðinni á sleipu plan-
inu og mundar myndavélina
á fjórar stúlkur af handa-
hófi í þessu iðandi lífi og
það heyrist lágur smellur.
Ein þeirra gellur þegar
við: — Jæja, karlinn. Þar
náðirðu nú loksins mynd af
reykvískum geimkellingum á
síld. Asdís Kvaran hefur
orðið. — Við Kvaransyst-
urnar erum alltaf léttar á
bárunni. Ég veit hinsvegar
lítið um þessar saklausu dúf-
ur hér við hliðina á mér.
Þær eru víst frá Vestmanna-
eyjum. Við köllum þær Surts-
ey og Vesturey af því að
allir ruglast á nöfnunum.
Þær kalla sig Ernu og Erlu
Páls og eru eins og tvíburar.
Þetta er líka svo ungt og
reynslulítið í heiminum,
blessuð skinnin.
Surtsey og Vesturey fara
að hlæja og krunka eitthvað
saman.
Það var bítladansleikur i
gærkvöld .........
— Ösköp er nú heilsusam-
legt að salta síld í svona
góðu veðri, segir Asdls
Kvaran. — Við Kvaransyst-
ur byrjum daginn með því
að elda okkur hafragraut og
borðum hann af beztu lyst.
Svo drekkum við lýsi í há-
deginu og annan lýsissnaps
á kvöldin. Það er allt og
sumt.
Við getum líka aldrei ver-
ið iðjulausar. Þegar ekki er
verið að salta síld, erum við
roknar í byggingarvinnu og
sortérum þar timbur upp á
líf og dauða. Svo erum við
líka stundum í tímavinnu á
B.P. stöðinni. Þeir ráða svo
illa við olíutunnurnar. Ekk-
ert skil ég í því að hafa
aldrei farið áður á síld.
Lífið hér ............ er
eins og í skáldsögu. eftir
Jack London, segir Asdís
Kvaran.
— Hér hafa allir frelsi til
þess að gefa hver öðrum á
kjaftinn og ganga hver frá
öðrum án þess að nokkuð sé
bókað. Þetta er villt og yf-
irspennt líf. Einhversstaðar
eru hér tveir lögregluþjónar
að paufast í bænum. Annar
er ríkislögregla. Þeir eru
Framhald á bls. 454.
Þjóðvegurinn frá Keflavík til Akureyrar er annar fjölfarnásti vegur landsins. Að sjálf-
sögðu eru á þeirri leið margir staðLr, smáir og stórir, sem eiga sína sögu. Nú skulum
við vita hve margir þeirra e<r farið hafa þessa leið, þekkja sögu nokkurra steina sem
blasa við af veginum. — Hver er saga þessara steina sem þið sjáið hér á myndinni?