Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Side 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Side 2
FRIMERKI Frímerkjagjöf veldur stríði Fyrstu ensku, amerísku og frönsku frímerkin eru orðin „klassisk“ og því umtöluð og eftirsótt meðal frímerkja- safnara. Frímerki sumra ann- arra þjóða, þótt miklu yngri séu, geta talizt það einnig og ekki siður. Tökum sem dæmi fyrstu frímerki Ethíópíu, sem út komu 1894. Þau voru teiknuð og prentuð í Frakk- landi, nánar tiltekið París. Ethíópía hét áður Abbisin- ía, en það mun vera arabiskt orð, sem nánast þýðir ætt- flokkablanda. Keisarinn og þjóðin voru óánægð með þetta nafn og, eins og fyrr segir heitir landið nú Ethí- ópía, en það nafn er aftan úr römmustu forneskju lands- ins og mun þýða Guðs út- valda þjóð, eða eitthvað því um líkt. En hverfum nú aftur til ársins 1894, þegar fyrstu frí- merki landsins komu út. Um það leyti var nýlendupólit- ikin mikið hitamál milli Evrópuþjóða, hver reyndi að ota sínum tota og eignast aði að koma póstmálum landsins í betra horf, og sótti um inngöngu í Alheims-póst- sambandið. hindruðu Italir þetta einhverra hluta vegna. Fór nú að bera á andúð í garð ítala meðal Ethíópíu- manna. Þá sáu Frakkar sér leik á borði. Þeir buðu Ethíópíu að koma póstmálum landsins í gott horf og þeir buðust til að sjá um fyrstu frímerkja- útgáfu landsins og allt átti að vera Ethíópíu að kostn- aðarlausu. Frakkar kváðu þetta vinsamlega gjöf frá Frakklandi til Ethíópíu. Þessi fyrsta frímerkjaút- gáfa var sería 7 frímerkja. Eitt þeirra er þetta merki hér á myndinni. Það sýnir hið sigrandi ljón Judah-ætt- kvíslarinnar, en Menelik keis- ari rakti ætt sína til Salo- mons konungs og drottning- arinnar af Saba. Þessi frí- merkjagjöf Frakka líkaði ít- ölum illa og ákváðu að sýna nú Ethíópíumönnum klærnar. Árið eftir réðist ítalskur her inn í Ethíópíu til þess að eignast þarna nýlendu. En Framhald á bls. 365. Gist að Arnarhólsbónda sem beztar nýlendur, einkum í Afríku. 1889 gerði keisari Ethíóp- íu, en hann hét Menelik, samning við ítalíu um það, að ítalir skyldu sjá um utan- ríkismál landsins. Menelik keisari túlkaði raunar samn- inginn síðar, að Ethíópía væri ætið sjálfráð um, hvaða mál ítalir hefðu með að gera. Þegar Menelik keisari ætl- BRIDGE í Jóhannesarborg í S- Afríku hefur til skamms tíma verið starfrækt svokall- að „bridgesjúkrahús". „Sjúk- lingarnir“ fá röðuð spil til þess að æfa sig á og hefur þetta gefið góða raun. Spilið í dag er eitt af þessum spil- um. Við skulum fyrst aðeins líta á hendur n—s. (Leggið þið eitthvað yfir spil a—v á meðan). Norður A Á-K-4 V 9-8 ♦ 9-6-5-3-2 * Á-K-4 Vestur Austur A D-10-9-8 A 7-3 V 5-3 V G-7-6-2 ♦ D-G-10 4 Á-K-8-7-4 4> D-10-8-2 * 9-7 Suður A G-6-5-2 V Á-K-D-10-4 4 enginn A G-6-5-3 Suðri er fyrirskipað að spila fjögur hjörtu og vinna, og vestur spilar út tígul- drottningu. Hvernig mynduð þið álíta að bezt væri að fá út tíu slagi á spili? Hvort mynduð þið reyna að trompa spaða eða lauf í blindum? Spaða? Það er vit- laust. Lauf? Það er líka vit- laust. Þið eigið að trompa fimm tígla heima. Tígulút- spilið og fjórar innkomur á blindan, gera ykkur kleift að trompa alla tíglana og fá síðan tíunda slaginn á tromp í borði. Margir reyndu að spila upp á kastþröng á vestur eða jafnvel endaspil, en þeir komu ekki auga á hina til- tölulega auðveldu leið, sem fólst í því að trompa alla tíglana heima. Enn skal sagt frá bónda í bögu er borgina gista kaus. Hann kom út af Hótel Sögu hálfur og vcgalaus. Þarna hittust hann og fleiri hverfur tíðin fljótt sopið fyrir sérhvern eyri setið fram á nótt. Fyrir handan Hafnarstræti hann sér loks til manns finnst þð allt að firnum sæti fas og ganglag hans. Ber þó upp við bæjarmanninn bóndi vanda sinn. Anzar hinn: Fyrst þetta er þanninn þiggðu greiða minn. Náðu brátt að næturskjóli nærri Ægissal, undir stalli á hörðum hóli hófu síðan tal: Eóndi: Nálgast tíðin óðum óttu ekki er margt um skjól Bæjarm.: jólaföstu næðingsnóttu norður á Arnarhól. Bóndi: Grípur kvíöi flest á fróni fara hriðar að, Bæjarm.: leggst i hýði maðkur og mjónj manni ei hlýðir það. Bóndi: Áffur á fjöllum úti Iágu útilegumenn, Bæjarm.: margur fær að Iúta lágu. litið skánar enn. Bóndi: Hérna rétt um þjóðbraut þvera þeirra geymir spor Bæjarm.: prýðin borgar, Populara parcul rozeilor. Bóndi: Hvað er staðar, halurinn þýði, hvar við stöndum nú? Bæjarm.: Arnarhótel plássins prýði og petran skandalou. Sunneva FÖNDUR Kcrtaljósin eru nátengd jólunum. — Hér sjáið þið mynd af nokkrum tegundum stjuAv„, scm þið getið sjálfsagt búið til. Þið sjáið, að kertið stendur f smá hólk, en hann mætti saga af koparröri. — Annars eru tegundir kcrtastjaka mjög margar, en jafnan þarf að gæta þess, að þeir séu stöðugir og að sjálfur kertahaldarinn sé úr málmi, svo að íkveikjuhætta sé scm minnst. — Flcst undanfarin jól hefur kviknað i einhversstaðar í Rcykjavík út frá kertum. Látið það ckki hcnda hjá ykkur. 362 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.