Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Page 6
HLATUR
A þeim árum meöan ég enn
var að nema trésmíði hjá Sig-
urði gamla Halldórssyni í Þing-
holtsstræti, vann ég mikið með
tnanni einum kennaralærðum,
eem tók sér fyrir hendur að
feoma kunningja sínum, ágætu
heildsala-efni, gegnum verzlun-
arskólann. 1 þessu kennslu-
föndri sýndi hann sérlega mikla
elju og áhuga, það var ekki
einungis að hann eyddi til þess
flestum frístundum sínum,
heldur stóð hann einnig vörð
hiðri í verzlunarskólaporti, eða
falinn þar inni á salernum
eftir að próf hófust, að leysa
verkefnin fyrir þennan kunn-
ingja sinn. Síðar varð svo
yerzlunarskólanemi þessi stórt
pafn í heildsalastétt bæjarins,
og skær stjarna á himni við-
skiptalífsins. Þótt honum fynd-
ust torlærð hin æðri fræði
verzlunar og viðskipta, var
hann þeim mun næmari og
hákvæmari í leit sinni að þeim
smugum sem finna má í hag-
kerfinu til gróða á fjármunúm.
Vin sinn og velgerðarmann
gerði hann síðar að skrifstofu-
Stjóra sínum að launum fyrir
yel unnin störf.
Þessi ágæti kennari og síð-
ar skrifstofustjóri var einn af
þeim undarlegu mönnum sem
haldnir eru þeirri áráttu að
eyða miklu af tíma sínum í
|>ann munað að glugga í og
safna um sig ýmsum bóka-
Skræðum fornum, en lítt til
afkasta í viðskiptalífinu. Pen-
ingalind heildsalans lét ekki á
sjá þó nokkrar fjárupphæðir
rynnu til þessa grúskara, gat
hann því helgað sig föndri sínu
hokkurnveginn áhyggjulaus um
fjármálin. Og er það gömul
saga sem flestir þekkja, að
þessháttar fólk þarf að eiga
»inn velgerðarmann ef það á
að geta staðið í lappirnar i
kapphlaupinu um hin verald-
l'egu gæði.
A þessum árum kynntist ég
einnig félaga í iðninni sem ekki
þótti gefa ungum mönnum gott
fordæmi til baráttu fyrir þörf-
um iíkamans. Var hann talinn
sinnulítill, með huga og at-
hygli víðsfjarri verkefni sínu.
Kom stundum fyrir ef hann
var hafður til sendiferða útum
Ibæinn að hann vissi lítt til sín
fyrr en vestur á granda eða
Inni hjá Vatnsþró, sem í þann
tíma var innan við Rauðarár-
stíg. Og ef hann var svo spurð-
ur þegar hann kom til baka
hvort hann hefði sofnað á
sprangi sánu eða hvað hann
hefði verið að hugsa, varð
honum að sjáifsögðu ógreitt um
svör, því ekki gat hann sagt
fólki að hann hefði hvorki
meira né minna en verið að
366 — SUNNUDAGUR
því kominn að leysa lífsgátuna
miklu, eða rétt i þann mund
að hann rakst á vatnsþróna
haft í höfði sér leiðina sem
fara þarf til heimsfrelsunar.
Þegar svo þessir ólíku ein-
staklingar sem ég hefi lítils-
háttar lýst hér að framan eru
sendir út í hinn stóra heim
að bjarga sér á eigin spítur,
býður víst flestum í grun hver
þeirra muni hæfastur við söfn-
un hinna efnislegu verðmæta,
og tileinkan sinni á hinu
margslungna fjáröflunarkerfi
okkar, enda hafa ýmsir af hin-
um vísu fjáraflamönnum öðl-
azt furðu árangursríka tækni
í féflettingu sinni á almenningi
sem þjóðfrægt er orðið, og
ÞANKAR
EFTIR
M.M.
hefur í því skyni verið bent
á ýms miður fögur einkenni
afbrotahneigðar, svo sem sölu-
skattsþjófnað, toll- og skatt-
svik, húsaleigu- og lánsfjár-
okur svo eitthvað sé nefnt.
Að vísu eru til ýmsar fleiri
manntegundir en heildsalar
sem öðlazt hafa þessa sérgáfu
og hagnýta hana af mjög at-
hyglisverðri leikni til fjáröfl-
unar, og vil ég nefna þess
nokkur dæmi.
Um tíma vann ég hjá fyrir-
myndar bónda einum síðla
sumars, og komst þá af til-
viljun að einni slíkri tiltekt þó
í Jitlu efni væri. Við vorum
inni að borða miðdegismatinn.
Snögglega bregður bóndi við
og segir með áhyggjusvip við
vinnumann sinn: Við höfum al-
veg gleymt að færa girðinguna,
og mælingamaðurinn kemur á
morgun, þú ættir að drífa þig
1 það eftir matinn, og setja
hana upp niðurfrá núna. Ég
tók að velta þessari verkskipan
fyrir mér, skildi hana ekki.
Síðar innti ég bónda eftir því
hvað lægi þarna að baki. Hann
hló við og færðist lengi und-
an að upplýsa mig, en fyrir
þrábeiðni mína sagði hann mér
þó eftirfarandi. í fyrra hefði
hann látið mæla girðinguna
efst í túninu, nú hugðist hann
láta mæla hana neðst, og svo
í framtíðinni hér og þar eftir
atvikum. Þannig gat hann á
ári hverju fengið sinn styrk
frá ríkinu og sitt lán frá Bún-
aðarbankanum út á þennan
sama girðingarspotta. Og vafa-
lítið mun þetta vera á sama
veg enn í dag, eins og nokkurs-
konar eilifðargangvél til gull-
mölunar.
Og þegar við heyrum svona
sögur, eða rekum okkur á
svona atvik, er þessháttar
verknaður orðinn okkur að
misjafnlega verkandi fyrir-
mynd, við brosum bara í
kampinn og segjum svona í
hálfum hljóðum. Jahá, hann er
fjandi sniðugur þessi.
Vorið 1948 fluttum við bræð-
ur tveir að Vogatungu í Leir-
ársveit, og lögðum þá strax
út í þónokkrar ræktunarfram-
kvæmdir, því jörðin var í mik-
illi niðurníðslu, og varla hægt
að framfleyta þar smábýli fyr-
ir einn bónda hvað þá heldur
tvo. Eftir nokkur ár urðum
við svo einnig að kosta til end-
urbyggingar á fjósi, en skorti
þá gjaldeyri til að hefja fram-
kvæmdir. Fór ég til Reykjavík-
ur að grennslast um lán í Bún-
áaðarbanka íslands, og taldi
mig háfa í eigin hendi allt sem
hafa þurfti til tryggingar lán-
inu þar sem var hin mikla
ræktun. En þegar ég hóf að
ræða málið við ráðamenn bank-
ans fékk ég þær upplýsingar
sem komu mér til þess að
roðna af blygðun. Vissirðu það
ekki, bóndinn, að ræktun er
ekki tekin gild som veð nema
fyrstu fimm árin eftir að
ræktað er. Og það var fundið
að við mig. Hví tókstu ekki
lánin jafnóðum og þú ræktað-
ir. Ef þú þurftir ekki að nota
þau í bili, var ekki annar
vandinn en leggja peningana
inn í sparisjóðsbók hér í bank-
anum, og geyma þá þar á
vöxtum. Og þá rifjaðist upp
fyrir mér sá undarlegi sann-
leikur, að innlánsvextir voru
hærri en útlánsvextir af rækt-
unarlánum ,enda bændur styrk-
þegar hjá Þjóðínni eins og
reyndar flest vinnandi fólk. og
því óbrigðull gróði að lántök-
unni.
1 reisu þessari upplýstist ég
einnig um það að margir góð-
bændur ættu miklar fjárupp-
hæðir sem innstæður á spari-
sjóðsbókum, en skulduðu einn-
ig þess í stað stórar fúlgur.
Og nú hefur það skeð um
nokkur ár síðan sparifé var
gert skattfrjálst að mestu, að
hér á landi finnast varla há-
tekju- eða stóreignamenn, því
tekjur fara að mestu í greiðslu
vaxta af skuldum, en eignir
aUar veðsettar. Aftur á móti
er iítið vitað um sparifjárinn-
stæður eða lausafé sem stend-
ur föstum fótum f okurlána-
starfsemi og öðrum arðbærum
athöfnum.
Ef við nú leggjum hagkerfi
okkar til grundvallar þessum
hugleiðingum, viröist ljóst að
mikiil meirihluti fólks hafi
mjög takmarkaðar gáfur eða
hneigð til að bera í þessum
efnum, má jafnvel teljast full-
komnir óvitar, og standi því
undrandi frammi fyrir svona
fjármálafurðum, og geti enga
grein gert sér fyrir þeim or-
sökum sem til þess liggja að
f járafla- og stóreignamenn skuli
í svo mörgum tilfellum sem
raun ber vitni, gjalda svipaða
skatta til hins opinbera og
eignalausir skóladrengir.
Og þetta fólk þarf ekki að
vera neinir heimskingjar, því
hefur jafnvel gengið sómasam-
lega að læra reikning og lest-
ur, það hefur einfaldlega eng-
an áhuga á þessu fjáröflunar-
kerfi, og er því auðveld bráð
hinum sérhæfðu fjármálahugs-
uðum.
Stöku sinnum kemur þó fyr-
ir að almenningur fer að velta
fyrir sér ýmsum þáttum þessa
kerfis, og sér þá að mest af
verknaði þessum er framinn í
skjóli laga og réttar, þar er í
hæstalagi höfðað til þegn- eða
drengskapar, hugtaka sem fjár-
aflamenn hafa aldrei hlustað
eftir, þó þeir ef til vill hafi
heyrt þeirra að einhverju getið
meðan þeir sjálfir voru enn
lítil börn. Sérfræðingar þessir
sjá aðeins og leita eftir fjár-
aflasmugunum sem hafðar eru
í kerfinu, fara það sem kallað
er, á bak við lögin, eða í kring-
um þau, og sleppa því réttu
megin við tukthúsveggina. Loks
þegar alþýða manna er orðin
nógu langþreytt á féfletting-
unni, og valdhafar fara að
hræðast mótaðgerðir, reyna
þeir að troða upp í stærstu
fjáraflasmugurnar. Síðar koma
svo ný lög með nýjum smug-
um fyrir sérfræðingana til fjár-
öflunar, og sagan heldur á-
fram að endurtaka sig áratug
eftir áratug. Svona var þetta
þegar við voi’um börn, svcna
var þetta meðan við vorum á
harðasta skeiði, og svona er
það enn. Og fer það þá ekki
að verða eðlileg viðbrögð við
glæpnum að brosa í kampinn
og tuidra inn. í sjálfan sig.
Jahá, fjandi var hann snið-
ugur þessi.
Ef til vill eru þó ckki glæp-
irnir sjálfir það alvarlegasta
við þetta ástand, heldur við-
horf okkar til þeirra. Því
vaknar sú spurning: Hvað
verður okkar pund cftir að við
tökum að lita á þetta ástand
sem óumbreytanleet enindvall-
arlös'mál lífsbaráttunnar?
Linja og slióleiki, iafnvel
Framhald á bls. 370.