Alþýðublaðið - 16.06.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1969, Blaðsíða 2
18 Alþýð'ublaðið 16. júní 1969 AÐDRAGANDI SAMBANDS- SLITANNA 25 ár eru ekki langur tími f sög- unni. En á mannlegan mælikvarða eru þau talsvert tfmabil, fullur þriSjungur venjulegrar mannsævi. Röskur helmingur þjóðarinnar í dag man ekki svo langt aftur í tfm ann, hefur ekki persónulegt minni af þeim atburðum, sem gerSust 17. júní 1944, þegar hinu aldagamla sambandi við Danmörku var endan lega slitiS og lýSveldi lýst yfir á Þingvöllum. LANGUR AÐDRAGANDI LýðveldisstDfnunin 1944 var ekk- ert, sem skyndilega var afráðið Hún átti sér langan aðdraganda Að þessu marki, fullu sjálfstæði landsiirs, hafði s j alfetæ-ðisba rátta n beinzt á 19. öld og byrjun þeirrar 20., jafnvel þótt margir oddvitar þeirrar baráttu þá — á frumstigi hennar — teldu það mark enn svo fjarlægt að ekki vaeri raunhæft að halda því á lofti að svo sföddu; áð ur, þyrfti að búa landið efnahags- lega og stjórnmálalega undir sjálfs- forræði. En með sambandslögunum 1918 má segja að teningunum vseri kastað. Þau veittu Islendingum sjálfstæði í raun, þótt nokkur mál væru áfram sameiginleg, þar á með- al utanríkismál og konungur. Þessi lög skyldu standa óbreytt til ársloka 1940, en að þeim tfma liðnum gat hvor aðilinn scm var sagt samband- inu upp með þriggja ára fyrirvara en fram skyldu þó fara viðrarðui milli landanna áður og þjóðarat- kvæðagreiðsla í því landi, »cm slíta vildi sambandinu. Það lá fyrir strax frá upphafi, að fslendingar myndu ekki fram- lengja sambandssáttmálann frá 1918, þegar gildistími hans rynni út. Alþingi gerði tvívegis samþykkt ir er gengu í þá átt, 1928 og aftur 1937. Og það var líka vitað að danska stjórnin myndi ekki setja sig upp á móti eindregmim vilia fslendinga í þessum efflum, cnda höfðu fslendingar fullan rétt til að segja sambandinu slitið að fullu samkvæmt samhandslögunum. V“ið eðlilegar aðstæður hefðu sjálfsagl farið fram við-æður milli landanna um eridurnýjun, þær ekki borið árangur og fslcr.dingar síðan stofn- að Iýðveldi eftir að allir löglegir frestir voru liðnir. HERNÁM LANDANNA En aðstæðurnar voru ekki eðli- legar þegar að þessu kom. Er sam- bandssát máb.in trá 1918 rann út í árslok 19-tQ hafði staðið yfir F.vrópustyrjöld i rúmt ár, hersveitir Hitlers höfðu ætt yfir mikinn hluta álfunnar, og Danir voru meðal þeirra, þjóða sem ekki voru lengui sjálfs sín ráðandi. 9. apríl 1940 her námu Þjóðverjar Danmörku oa Noreg, og þón danska ríkisstjórnin fengi að stirfa áfram fyrsta kastið fór hún ekki lengur með húsbónda- valdið i lar.diru: það var í hönd um þýzka hernámsliðsins. fslending ar fóru heldur ekki varhluta af styrjöldinni. Hinn ófriðaraðilinn Tiretar, settu hér her á land /10. mal 1940 og tóku landið undir vérnd arvæng smn Það voru þessar óvenju legu aðstæður. sem gerðu að sam- bandsslitin urðu jafn viðkvæmt má1 og vandmeðfarið og raun bar vitni SAMÞYKKTIR ALÞINGIS 10. APRÍL Strax c-g fxéttist um hernám Dan merkur kom Alþingi saman til fund ar ->g aðf.ir.inót' 10. aprfl sambvkkrí það t'/æ' þvðipgarmiklar þingsálvkt unartiljögur. 1 annarri var rf ki - stjórn'nni frl'ð að fara með knn ungsvtldið, þ?r eð konungi væi ■ ekki ’engnr kleift að gegna því vegna hernámsins, og í hinni var því lýst yfir að Alþingi tæki í sínar hcndur meðferð utanríkismála oc lnndhelgismáln af sömu ástæðu Þessar nðgerðir hlutu fullnn skiln ing danskra ráðamanna, enda voru þær óhjákvæmilegar eins og á stóð. en konungur lét þess þó getið vif Svein Rjörnsson sendiherra að hann hefði fremur kcsið að geta sjálfu falið rfkisstjórllinni konugsvaldið hefði ályktun Alþingis verið lögð fyrir hann sem tillaga heíði hann staðfest han.i með undirsk-ifr sinm Það fyrirkomulaa sem barna var tekið upp — að ríkisstiórnin ö'1 fór með konungsvaldið sameigin lega — reyndist þó þungt í vöfum ? framkvæmd og ári síðar var sú breyting gerð á, að kjörinn var sér stakur ríkisstjóri, Sveinn Björnsson TVÆR SKOÐANIR UM SKILNAÐ Þegar sambandslagasáttmálinn , í rann út f árslok 1940 var málum því svo komið að íslendingar höfðu í raun tekið f sínar hendur þá þartti ríkisvaldsins, serrí eftir voru í höndum Dana. Formíega stóð þó sambandið áfram, og nú vaknaði sú mikla spurning, með hvaða hætti ætti að slíta því. Strax f byrjun komu fram tvær skoðanir á því máli. Sumir vildu slfta sambandinu strax, bfða ekki þau þrjú ár, sem tilskilin voru í sambandslögunum; aðrir vildu fara hægar f sakirnar og gæta þess vandlega að brjóta hvergi gerða samninga. Röksemd þeirra, sem hraðast vildu fara, var einkum sú, að of mikil áhætta fylgdi því að bíða; enginn vissi hvenær styrjöldinni lyki né heldur, hvort þá væri f Danmörku frjáls stjórn efSa stjórn sem lyti einhverjum að- ila í suðri, austri eða vestri; skiln- aður strax væri hins vegar réttlæt- anlegur lögfræðilega, vegna þess aö Danir hefðu ekki reynzt þess megn- ugir að íippfylla samninginn af sinni hálfu, og breytti þar engu þótt þeim væri það ekki sjálfrátt. Hinir hægfarari töldu aftur á móti, að jafnvel þótt verja mætti hraðskiln að með lagakrókum yrði að líta á hitt, að Danir hefðtr ekki van- ernt sambandssáttmálann af fús- um vilja og á hraðskilnað vrði lit- ið í Danmörku. sem samningsrof af hálfu íslendinga; slfkur skilnaður vrði,.til þess að særa dönsku þjóð- ina á neýðarstundu; hann væri. sið- ferðilega rangur og til þess fallinn að spilla sambúð landanna um lang- an aldur. /ÍTÆKTIJNTN 17. MAÍ 1941 17. maí 1941 samþvkkti Alþingi ályktun, þar sem þvf var lfst vfir. að þingið teldi ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Danmörku og að af Tslands hálfn verði ekki um endurnýjun 4 sam- bandslagasáttmálanum að ræða: vegna ríkjandi ástands þyki þó ekki tímabært að ganga frá formlegum sambandsslitum. enda verði þvf ekki frestað lengur en til stvrjaldarloka Þá er lýst vfir beim vilia Mþingis að lýðveldi verði stofnað á Tsfcndi . c> Ólafur Thors. Hann vildi hraðskilnað. Stefán Jóh. Stefánsson. Hann vildi lögskilnað. Kristján konungur 10. Hann vildi engan skilnað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.