Alþýðublaðið - 16.06.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.06.1969, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið 16. júní 1969 23 Þjóðhátíðarnefndin. Frá vinstri: Jóhann Hafstein, Ásgeir flsgeirsson, Aiexander Jóhannesson (formaóur), Guðlaugur Rósinkkranz, Einar Olgeirsson, Það er engin ný bóla að það rigni á þjóðhátíðardaginn. Trúlega hefur oftar verið misjafot veður þann dag en blíðviðri. Og svo var það á Þingvöllum 17. júni 1944, þegar lýðveldið var stofnað. Veður hafði þá verið gott dagana a undan, en síðdogis þann 16. breytti til og gerði mikið rigningarveður, sem hélzt áfram næsta dag. En þrátt fyrii veðrið fóru hátíðarhöldin þar eystra fram að mestu satnkvæmt áædun og þjóðhátíðargestir létu votviðrið ekkert á sig bíta. ÞJÓÐHÁTÍÐAR NEFNDIN Bkiki er hægt að segja að langur undirbúningur væri að lýðveldis- hácíðinni 1944, aðeins þrír mánuðir. 10. marz var skipuð nefnd fimm manna til þess að undirbúa hátíðina og tók hún þá þegar til starfa. I nefnd þessa völdust Alexander Jó- hannesson, prófessor, sem var for- maður nefndarinnar; Asgeir As- geirsson, þáverandi bankastjóri, síð- ar forseri, tilnefndur af Alþýðu- flokknum; Einar Olgeirsson, alþing ismaður, tilnefndur af Sósíalista- flokknum; Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari, nú þjóðleikhússtjóri, tilnefndur af Framsóknarflokknum; og Jóhann Hafstein lögfræðingur, nú ráðherra, tilnefndur af Sjálfstæð- isflokknium. Nefndin tók óðar ril starfa, enda verkefnin mörg, eða eins og Guðlaugur Rósinkranz orð- aði það síðar: „Margt þurfti að gera og helzt aJlt í einu. Það þurfti að fá hátíðarmerki, hátíðarljóð og lög, fána, fánastengur, tjöld, reisa þingpall og íþróttapall á Þingvöll- um, semja dagskrá hátíðahaldanna, semja við ýmsa menn,, er þar skyldu koma fram, stofna til ljóða-, laga- ag merkjasamkeppni, skápuleggja mannflutninga, fá gert við vegi, gera brýr á Þingvöllum, bílatorg, semja um veitingar o.mfl.“ MERKI Á einum af fyrstu fundum sínum ákvað nefndin að efna til samkeppni um þjóðhátíðarmerki. Bárust ná- lega 100 tillögur frá 30 teiknurum, en ekkert þessara merkja gat nefnd in fellt sig við. I staðinn var Stefán Jónsson teiknari fenginn til þess að búa til merki eftir fyrirsögn nefnd arinnar og voru þau síðan gerð Úr málmi í Bandaríkjunum. En svo var tíminn naumur að þau komu ekki himgað til lands fyrr en um morguninn 15. júní. Einnig var gerður veggskjöldur úr kopar ril minningar um lýðveldisstofnunina. og póststjórnin gaf út frímerki með mynd Jóns Sigurðssonar í 6 verð- gildum: 10 aura, 25 aura. 50 aura. 1 króna, 5 krónur og 10 krónur Ekki revndist hins vegar kleift vegna stríðsins að fá slegna sérstaka hátíðannynt úr silfri, en tilraunir voru gerðar til slíks. HÁTÍÐARLJÓÐ OG -LAG Samkeppni fór fram um hátíðar- ljóð, og var heitið 5 þúsund króna verðlaunum. Mikil þátttaka varð i þessari samkeppni og bárust ljóð frá 104 höfundum, frá sumum tvö eða jafovel fleiri. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipta bæri verðlaununum að jöfnu milli kvæða- flokksins: Söngvar helgaðir Þjóð- hátíðardegi Islands 17. júní 1944, og reyndust þeir vera eftir skáld- konuna Huldu (Unni Benedikts- dóttur Bjarklind) og kvæðisins Is- lepdingaljóð 17. júni 1944 eftir fóhannes úr Kötlum. I framhaldi þess fór síðan fram samkeppni um lög við verðlaunaljóðin og hlaut verðlaunin Emil Thoroddsen tón- skáld fyrir lag við þriðja kvæðið i flokki Huldu: Hver á sér fegra föðurland?, en því til viðbótar hlutu viðurkenningu lag Árna Björnssonar við fjórða kvæðið i flokki Huldu: Syng frjálsa land, og lag Þórarins Guðnasonar við kvæði Jóhannesar úr Kötlum: Land míns föður, landið mitt. BÍLAR „ÞJÓÐNÝTTIR1 Mikið verk var fólgið í því að skipuleggia fólksflutninga til Þing- valla á hátíðina. Við athugun kom í ljós að í Reykjavík væri bifreiða kostur með rúmlega 4 þúsund sæt- um. og áætlaði nefndin að unnt yrði að flytja upi I5,þúsund manns til Þingvalla síðari hluta dags þann 16. og að rnorgni 17 En til þess að bílakosturinn nýttist sem bezt og koma í veg fvrir að einstakir menn hefðu bjfreiðir aðgerðarlausar á leigu, var ríMsstjórninni veitt heim- . júní 1944 ild til þess að taka aJlar langferða- og leigubifreiðar leigunámi þessa daga og fóru allir flutningar austur og austan siðan fram á vegum nefndarinnar. Ti! að auðvelda um- ferðina var ríkisstjórnin síðan feng- in til að láta gera við gamla Þing- vallaveginn um Mosfellsheiði og skyldi sá vegur vera farinn i bæ- inn frá Þingvöllum. Þegar til kom hamlaði votviðrið hátíðadagana þvi þó að þetta yrði framkvæman- legt, því að vegurinn varð með öllu ófær i bleytunni og þurfti að gripa til annarra ráða á siðustu stundu. Voru þær bifreiðar, sem fengið höfðu að fara niður á sjálfa vellina látnar fara Hellisheiði f bæinn, en hinar, sem ekki höfðu farið lengra en á Almannagjárbarm fóru Mosfellsdalsleiðina HacSar leiðir. SAMÞYKKTIN 16. JÚNÍ 16. júni 1944 hélt Alþingi fund i Reykjavík, Var sá fundur hátið legur, borðfáni við sæti allra þing manna og fjöldi gesta var viðstadd- ur, þar á meðal fulltrúar erlendra ríkja. Á þessum fundi voru sam- bvkktar rvær þingsálýktunartillögur, önnur þess efnis að því var lýst yfir, nð sambandslagasamninigurinn frá 191R væri fallinn úr gildi, hin sagði að stjórnarskrá lýðveldisins gengi f gildi, þegar forseti sameinaðs þings lýsti því yfir á þingfundi næsta dag, laugardaginn 17. júná. MORGUNNINN Þjóðhátíðardaginn sjálfan hófust hatfðahöldin Jd. 9 árdegis á Austur- velli. Alþingismenn, ráðherrar, rfk- isstjóri, fulltrúar erlendra ríkja og fleiri gestir gengu úr alþingisihús- inu að styttu Jóns Sigurðssonar og lagði Gísli Sveinsson forseti Sam- einaðs þings blómsveig að styttunni eftir að hafa flutt þar stutta ræðu. Að þessari athöfn lokinni fóru al- þingismenn og aðrir, sem þarna höfðu verið, austur til Þingvalla, en allan morguninn og síðari hluta dags daginn áður hafði verið stöð- ugur straumur almennings austur. Höfðu margir gist í tjöldum þar eystra og sumir lent á hrakninguiu vegna rigningarinnar um nóttina, en inn í sum tjöldin flæddi og urðu eigendur þeirra að flytja þau. Urðu sumir svo illa úti af þessum sökum, að þeir neyddust ril að fara tíl Reykjavíkur strax um morguninn. GENGIÐ Á LÖGBERG Þingmenn og allmargir aðrir gest- ir snæddu hádegisverð í Valhöll, en klukkan 1 stundvísJega var gefið merki og gengu þá þingmenn, ríkis- stjóri, biskup og ráðherrar beint upp af Valhöll og siðan niður f Hesta- gjá. Þar var fylkt liði og geikk hóp- urinn þaðan á Lögberg undir fs- lenzkum fána, sem Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi bar f broddi 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.