Alþýðublaðið - 26.06.1969, Page 14

Alþýðublaðið - 26.06.1969, Page 14
14 Al!þýðuMagið 27, júní 1969 Juliet Armstrong Töf rahringurinn 28 | og það ætti að kenna þeim að þær geta ekki vafið þér um fingur sér, Hún yppti öxlum. — Mér finnst ég hafa brugðizt, Tom. Ég hélt, að jafnvel Toní væri farið að þykja pínu- lítið vænt um mig. — Vertu ekki svona óhugnanlega móðurleg, frænka ! eða ætti ég kannski að segja „stjúpmóðurleg"? Tom [ virtist skemmta sér vel yfir henni. — Á þínum aldri og með þitt útlit hlýtur þú að geta fundið þér eitthvað j skárra en að gráta heimskar barnaskólastelpur. — Þú ert óforbetranlegur, Tom! sagði hún, en fcún hló þó að augu herrnar væru döggvuð tárum. — Það eru allif að tala um það, hvað þú sért einræn, sagði liann og færði ,sér aðstæður í nyt. — Ef þér er boðið út, afsakarðu þig annað hvort með telpunum, eða með því, að þú sért að æfa þig að spila. — Ég get ekki ékki notað þær afsakanir lengur, sagði hún, og það var eftirsjá í rödd hennar. — Err ég geri ráð fyrir því, að ég verði mikið að heim- ; an. Dermot hefur boðið mér að koma til sín núna, þegar ég get farið að heiman. — Vitanlega finnst mér það ekki nema rétt. En hvers vegna heldurðu ekki boð þegar þú ert heima? Eðq ferð út í reiðtúr? Þú ert naumast ættuð frá Queenslandi án þess að geta setið hest og átt reiðföt. Ég get lánað þér hest, úr því að þú átt engan. — Viltu gera það, Tom? spurði húrr og andlít henn- ar Ijómaði. — Auðvitað. En heyrðu nú. Ég á afmæli í næsta mánuði, og ætla að fara út að skemmta mér með ■ fáeinum vinum mínum. Langar þig ekki til að koma með okkur? Ég á afmæii í nóvember. — Ef ég verð heima, skal ég koma með þér, svaraði hún. — Hvað viltu fá í afmælisgjöf? — Ekkert, sagði hann glaðlega. — Til hamingju með hvolpinn. Mundu nú, að ég gaf þér hann enr ekk krakkabjálfunum. Svo fór hann flautandi. Henni tókst að vera með Dermot næstu vikur, og hún var alltof hrifin af honum til að hugsa mikið urn Tom. En ráðlegging hans þess efnis, að hún tæki sér lífið léttara, hafði samt sín áhrif. Ef hún gat ekki verið heima um helgar, kom hún því svo fyrir, að telpurnar voru á heimavistinni um helgar, og það gerði' hún án þess að ráðgast við þær að rrokkru j leyti. Hún reyndi meira að segja að vera köld yið Söndru, sem alltaf hafði viljað vera góð við hana. Bæði Dermot og Tom sögðu, að hún hefði gert allt, sem í hennar valdi stæði ti! að gera þær að vinum sínum. Kannski þær kynnu betur að meta hana, ef hún reyndi minna til þess. Um miðjan október komst Dermot heim um helgi. Hann kom á miðvikudegi og átti að eiga frí fram á mánudag og það reyndist vera mjög heppilegt, því að lögfræðingurinrr þeirra kom á fimmtudegi og sagði, að leigjendurnir hefðu farið frá Willow Close án þess að segja upp með fyrirvara og hann kvartað yfir því, að jafnvel þótt þau hefðu greitt leigu allt til 1. rróveniber, hefðu þau eyðilagt mikið af húsgögnunum og það sérstaklega þeim, sem væiu verðmikil. Dermot sagði heldur fátt, en hann hafði enga ró í sínum beinum fyrr en hanrr komst til Willow Close til að skoða skemmdirnar. Þegar hann kom aftur heim, sagði hann Helenu frá því, að skattholið henn ar llonu væri ónýtt, af því að það hefði verið látið standa upp við arininn of lengi, og það væri ekki hægt að bæta það tjón. Ýmislegt annað var jafn illa farið, en ekkert virtist fá jafn mikið á Dermot og þetta með skattholið. Hann sór þess dýran eið að leigja húsið aldrei aftur með öllum húsgögnurn. — Viljir þú ekki búa þar, verð ég að selja húsið, sagði hann ákveðinn við Helen og reyndi að leyna reiði sinni. — En fyrst -verðum við að finna eitt- hvert annað hús. Við getum ekki haldið áfram að vera hér, og sérstaklega ekki, þegar‘‘hann frænui þinn er farinn að senda hvolpana sína hingað! Og hann leit iliilega á hvolpinn, en þær augnagct ur breyttust fljótt í vinsamlegt augnaráð, þegar hvolpurinn vafraði um á óstöðugum fótunum og lagði loppuna á gljáburstaða skóna hans. — Sja litla kvikindið, sagði hann og klappaði hvolo- inum. Síðan tók hann hvolpinn upp og strauk honum í kjöltu sér. Eftir smá stund lagði hann hvolpinn nið- ur í körfuna hans og sagði eilítið glaðlegar: — Er þér ekki sama, þótt við förum ttl Willow Close eina helgi eða svo. Ef þú vilt gera það, væri ég þakkláiur þér, og enn fegnari er ég, að þessar voðamanneskju! skuli vera farnar. Mig langar til að halda veizlu um helg eftir að vi ðerum bún á leikferðinni og þess er ekki langt að bíða. Og ekki getum við haldið veizlu hérna. Hér er ekki nægilega rúmgott. —. Það er sjálfsagt, Dermot, svaraði Helen og hafi skelfingarhrollur farið um hana, sá hann það ekki að minnsta kosti. — Mjög áhrifamikill leikstjóri frá Londorr ætiar að koma. Hann sá sýninguna okkar á leikferðinni, en hann er ekki ákveðinn í að sýna hana í ieikhúsi sínu í London. Dermot virtist hafa létt mjög. — Ég helc, að það væri réttast, að ég biði honum að koma. Feldick kemur — og Merle líka. — En hvað þetta er gaman! Helen var fegin því g TRÉSMIÐAÞJONUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytinigum á nýjui og eldra húsnæði. — Sími 41055. V OLKS WAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Bretti — Hurðir — Véaarlok kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. ■^“““““ y GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. I Smáauglýsingar I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I BIFREIÐ A STJORAR Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemlavarahlutlr. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14, Sími 30135. / Getum útvegað tvöfalt einangrunargler með mjög stuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu á einföldu og tvöföidu gleiri. Einnlg alis konar við- bald utanhúss, svo sem rennu- og þafcviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og 50311. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, felæði og geri við bódstruð húsgögm. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4. — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistsekjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmimdur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur trafetorsgröf- ur og bílferana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 Heimasímar 83882 — 33982. Frh. 13. síðu. dögunum. Ahorfendur voru 52 þús- und í Idrætspanken f gæíkvöldi og voru mjög vonsviknir yfir leik danska' liðsins, sérstaklega ieik at- vinnumannainn'a Oie Madsen og Sörensen. Sigur Svía var fyllilega verðskuldaður. GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.