Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 6
SÍÐASTI
ÍSLEND-
INGURINN Á
GRÆN-
LANDI
Grænlenzk munnmælasaga
Margar getgátur hafa verið uppi um
það, hver hafi orðið örlög síðustu íslentl-
inganna á Grænlandi. Grænlendingar sjálf-
ir hafa sína skoðun á því máli, og birtist
hér gömul, grænlenzk þjóðsaga því til
sönnunar. Eins og sagan birtist hér, er
hún sögð af afkomanda Kasapis, bana-
manns síðasta íslendingsins á Grænlandi
en fært hefur í letur danski rithöfundur-
Thomas Olufson. Þess skal getið, að
sagan er alls ekki við hæfi taugaveiklaðs
fólks.
Kasapi var í heiminn borinn á lítilli
eyju viS suðurströnd Grænlands. Faðir
hans var höfðingi mikill, og Kasapi varð
eirrnig höfðingi og mikill veiðimaður.
Þegar á yngri árum Kasapis fóru að
berast sögur af afli hans og þori. Og
þar sem Kasapi hafði erft miklar eignir að
föður sínum látnum, þ.á.m. báta og veiði-
áhöld, og var auk þess vitringur og
„galdramaður," óttaðist fólk hann og hat-
aði í senn.
Árum saman bjó Kasapi í friði og spekt
á eynni sinni. Hann festi sér konu og gat
við henni barn. Og þó að flestum stæði
stuggur af Kasapi, gat ekki hjá því farið,
að honum yrði einnig vina auðið. Meðal
vina hans var íslerrzkur höfðingi ,sem kall
aður var Ungatoq og bjó með fólki sínu
í fögrum dal í fjarðarbotni einum, all-
margar dagleiðir frá eynni Kasapis.
Kasapi fór oftlega um lönd íslendings-
ins, vinar síns. Og þegar Kasapi sat í
öndvegi í stofu hans, fanrrst honum heim-
urinn mikill og fagur og lífið broshýrt og
bjart, og hann lofaði Ungatoq hástöfum
fyrir hugrekki hans og snilli.
Ungatoq launaði Kasapi lofið með hrós-
yrðum ýmsum og stundum tók hann sér
ferð á hendur til eynnar Kasapis.
En einhverju sinni kom mjög slæmur
og harður vetur, og ísinn lá að landi svo
langt sem augað eygði. Fólk Kasapis gat
gengið þurrum fótum á land upp.
Dag nokkurn sagði einn af mönnum Kas-
apis: „í fyrramálið ætla ég á refaveiðar."
Og er Kasapi innti hann eftir því, hvert
förinni væri heitið, svaraði maðurirrn: „Ég
ætla þarrgað, sem Ungatoq býr.“ „Berðu
honum kveðju mína," sagði Kasapi þá,
„því að hann er vinur minn.“
Að morgni næsta dags tók maðurinn
vopn sín og fór leiðar sinnar.
Daginn eftir hitti hann einn manna Un-
gatoqs uppi á fjöllum og drap hann. S'ðan
hélt hann sem leið lá niður í dalinn. Þai
var honum tekið með kostum og kynjum
matur framreiddur og um hvílu búið.
En næsta oag fannst hinn myrti mað-
ur.
Ókunni maðurinn var kallaður fyrir ís-
lenzka höfðingjann, sem spurði: „Hvers
vegna myrtir þú mann minn?“
Hinn ókunni svaraði: „Hann kaus að
deyja, því drap ég hann.“
Ungatoq hugleiddi þetta svar um
stund, err sagði síðan,- „Þú ert liðsmaður
6 Alþýðublaðfð — Helgarblað