Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 13
I afskekktri götu uppi í Montmartre- hverfirru í París átti heima ágætur ná- ungi, sem Dutilleuil hét. Ha'nn var gædd- ur þeim fágæta hæfileika að geta geng- ið gegnum veggi, eins og ekkert væri. Hann bar nefklemmur og safnaði litlu, svörtu yfirskeggi, en þrátt fyrir það var hann bara lágt sett skrifstofublók í stjórn- arráðinu. 1 1 Dutilleuil hafði nýlega náð 42 ára aldri, þegar hann uppgötvaði skyndlega þenn- an hæfileika sinn. Það var kvöld eitt, er hann kom heim, að straumrof hafði orð- ið, og hann varð að þreifa sig áfram í myrkrinu. En þegar Ijósið kviknaði, varð honum Ijóst, að hann var í ókunnugri íbúð — innan harðlæstra dyra! Hann varð að vonum mjög undrandi, og gegn ein- dregnum mótmælum skynseminnar ákvað hann að fara sömu leið aftur: semsé gegn- um vegginn inn í sína íbúð! Þessi óværrti og fjarstæðukenndi eiginleiki varð Du- tilleuil síður en svo neitt fagnaðareíni, og hann ákvað því að leita læknis við fyrsta tækifæri. Læknirinn gekk úr skugga um, að saga marrnsins væri sönn og eftir nákvæma rannsókn kvað hann upp þann úrskurð. að hæfileiki þessi væri ti! kom- inn fyrir skrúfulaga krystallsmyndun í kringum skjaldkirtilinn. Læknirinn ráðlagði lýjandi líkamsæfing- ar og tvenns konar dularfull duft í stór. um ílátum til inntöku. Er Dutilleuil hafði seint og um síðir lokið úr öðru ílátinu, lokaði hann hinu rækilega — og forðað- ist að leiða hugann að því framar. Úr líkamsæfingunum varð alls ekkert, því að Dutilleuil var frábitinrr öllu slíku — og hafði alltaf verið; það átti miklu betur við hann að sökkva sér niður í frímerkjasöfn- un og dagblaðalestur. Dutilleuil hélt því áfram að vera þeim hæfileika gæddur að geta gengið í gegn- um veggi, en þrátt fyrir það neytti hann hæfileika síns sjaldarr, því að hann var maður vanafastur og ekki ævintýragjarn Honum datt til dæmis aldrei í hug að fara öðruvísi inn til sín en að opna með lykli. Og ef til vill hefði honum aldrei til hugar Smásaga Maðurinn sem gat gengið í gegnum veggi komið að hagnýta þessa gáfu slna, hefðí ekki óvænt atvlk komið til. Um þessar mundir lét yfirmaður Du- tilleuils af embætti og við tók annar. Sá hét Lecuyer og hafði strítt yfirskegg. Hinum nýja yfirmanni Dutilleuils gazt þeg- ar í stað illa að undirmanni sínum, sem bar nefklemmur og safnaði yfirskeggi og lagði sig í framkróka um að koma fram við hann sem úr sér genginn óþarfagríp, Þetta féll Dutilleuil að vonum ákaflega illa og ekki bætti það úr skák, að nýí skrifstofustjórinn gerði sér sérstakt far um að koma á breytingum á starfshátt- um undirmanna sinna, sem reyrrdi að sjálfsögðu meira en lítið á þolinmæði þeirra. Um tuttugu ára skeið hafði Dutill- euil byrjað bréf sín á sama hátt: „Með tilvísan til heiðraðs bréfs yðar dags....... þ.m. og fyrri bréfaskipta, leyfi ég mér að tilkynna yður, að ...“ Þetta form vildí Lecuyer ekki nota, heldur stíla meir upp á amerískan máta: „Til svars við bréfi yð- ar dags.........læt ég yður hér með vita, að ....“ Dutilleuil gat ekki vanizt þess- um rithætti, og ósjálfrátt fór hann sínu fram, eins og hann var vanur. Þetta gramdist skrifstofustjóranum mjög, og gerðist hann nú æ óvinveittari Dutill- euil. Andrúmsloftið í stjórnarráðinu varð því þungt og hlaðið spennu. Dutilleuil kveið því á hverjum morgni að fara til vinnu sinnar, og þegar hann var háttað- ur á kvöldin, lá hann lengi andvaka í þungum þönkum, áður en honum tókst loks að festa svefn. Lecuyer hugðist ná sér niðri á Dutilleuil og hafa hann undir nánara eftirliti. Fiutti hann Dutilleuil því [ litla kompu við hlið- ina á skrifstofu sinni, en á hurðinni að kompu þessari stóð með sórum stöfum: „RUSL." Hafði kompan verið notuð sem geymsla fyrir hvers konar rusl og skranr. Dutilleuil lét nauðmýkja sig án andmæía en reiðin sauð og vall niðri í honum. Þegr ar hann las um eitthvert ódæðisverk í Framhald á bls. 14. Alþýðublaðið — Helgarblað 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.