Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 11
INGVAR ÁSMUNDSSON AD PRÓFA SJÁLFAN SIG ÞaÖ má segja, að skákmenn séu allt- af að prófa sjálfa sig í viðureign við aðra skákmenn og hefur verið búinn til mælikvarði í stigum, sem byggist á úr- slitum í þeim skákum, sem viðkomandi teflir. Áki Pétursson hefur búið til eitt slíkt mælikerfi og reiknaði eftir því í mörg ár, en niðurstöður voru yfirleitt bircar í tímaritinu Skák. Nú hefur Áki misst áhug- ann á að reikna stigin, enda hefur aldrei verið farið eftir þeim, þegar skipt er í flokka á skákmótum. Menn höfðu ánægju af að fylgjast með stigaútreikningum og viðurkenndu flestir, að hann gæfi nokkuð góða mynd af skákstyrkleika manna, en almennan skilning á því hagræði í flokka- skiptingu, sem felst í stigunum, hafa menn ekki öðlazt hér á landi. Bandaríkja- menn hafa notað stigaútreikning til að skipa í flokka á skákmótum um árabil og virðist það gefa góða raun. Önnur aðferð til að meta styrkleika manna í skák er að láta þá prófa sjálfa sig. Er það gert með því að sá, sem þreytir prófið, breið- ir pappírsörk yfir leikina, sem hann á að gizka á. Síðan gizkar hann á fyrsta leik- inn, færir örkina niður um eina línu og athugar, hvort hann gizkaði rétt. Þá gizk- ar hanrr á næsta leik á sama hátt og þann- ig koll af kolli, þar til prófinu er lokið. Þeir, sem ekki hafa áhuga á prófum, geta sleppt þessu umstangi með örkina og stigin og skoðað skákina með venju- legu móti. Prófið hefst í 11. leik og hef- ur sá hvítt, sem þreytir prófið. Hvítt: Sir George Thomas. Svart: Varain. Teflt í Spa árið 1925. Frönsk vörn. 1. e2-e4 e7-e6 2. d2-d4 d7-d5 3. Rbl-c3 Rg8-f6 4. Bcl-g5 d5xe4 5. Rc3xe4 Rb8-ci7 6. Rgl-f3 Bt8 e7 7. Re4xf6t Rd7xf6 8. Bfl-d3 b7-bo 9. O—O Bc8-b/ 10. Ddl-e2 0—0 Nú á að gizka á næsta leik hv.'ts Hvítur: Stig: Svartur: Ágizkun: 11. Hal-dl 3 c7-c6 12. Rf3-e5 4 Dd8-c7 13. De2-e3 7 Rf6-d5 14. De3-h3 2 g7-g6 15. Bg5-h6 2 Hf8-e8 16. Hfl-el 5 Be7-f8 17. c2-c4 4 Rd5-f6 18. Bh6-f4 5 Rf6-h5 19. Re5xg6 10 Rh5xf4 20. Rg6-e7 8 Svartur gafst upp 50 Stig samt. Eftirfarandi einkunnir eru gefnar á próf- inu: Fyrir 40—50 stig, frábært, 30—39 stig, mjög gott, 20—29 stig, gott, 15—19 stig sæmilegt. Fyrir 20. Rxf4 eru gefin 4 stig. AHtfSubiaStð — lUlgarbkð 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.