Alþýðublaðið - 15.06.1969, Síða 10

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Síða 10
í spilinu hér á eftir virðist í fyrstu eitt varnarspil skipta sagnhafa öllu — spaðaásinn. En þegar spilið er krufið vandlega niður í kjölinn sést, að hægt er að gera 50—50% möguleika að al- gjöru öryggisspili. Austur-vestur á hættu. Austur gefur. S 1075 H ÁK8754 T 6 L 1097 S DG9 H 2 T K873 L ÁK432 S K864 H DG1096 T ÁG10 L 6 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 L 1 H 2 L 4 H pass pass pass Sagnir eru ósköp eðlilegar, en tvö lauf Vesturs eru þó í mirmsta lagi. Þótt Aust- ur-vestur eigi góða fórn í fimm lauf komu hin óhagstæðu hættusvæði í veg fyrir, að þeir tækju frekar þátt í sögnunum. Vestur átti út og spilaði laufadrottningu og hélt áfram með laufagosa, sem Suður trompaði. Við fljóta yfirsýn sá sagnhafi þegar, að allir litirnir voru þéttir nema spaðinn Ef spaðaásinn var til hægri (í þessu sambandi skulum við aðeins rifja upp spilaborðið Norður er efst á blaðinu, Suður neðst, Austur til hægri og Vestur til vinstri), er eirrfalt að spila á kónginn og tapa þannig aðeins tveimur slögum á litinn. En þrátt fyrir þá staðreynd, að Austur var opnari í spilinu, flanaði sagnhafi ekki að neinu, og hann tryggði sér sögnina á öruggan hátt — án þess það skipti nokkru máli, hvor mótherjanna var með spaðaásinn. i þriðja slag spilaði Suður trompi og tók á kónginn í blindum Hann trompaði S Á32 H 3 T D9542 L DG85 Framhald af bls. 5 Að kveða er mér kvöl og þraut, þó kvæði læt ég flakka, eins og þegar öskrar naut undir moldarbakka. ★ Sagt er, að býsna margir gangi meö þingmann í magarrum; eitt er víst: aldrei skortir frambjóðendur til Alþingis. Þó hafa sumir orðið fyrir vonbrigðum, þeg- ar á þing var komið og frekar kosið sér annað hlutskipti en þingmennskuna. Páil Ólafsson, sem sat á þingi í nokkur ár, og gat trútt um talað, var lítið hrifinn af þinrgsetunni, eins og þessi vísa ber með sér: Heldur vildi ég hafa í barmi mínum á hverjum degi hvolpatík heldur en íslands pólitík. nú sfðasta laufið og spilaði blindum aft- ur inn á tromp Og nú spilaði sagnhaíi tígli frá blindum. Þegar Austur lét lítið lét Suður tíunra nægja. Þessi óvenjulega en einfalda spilamennska afvopnaði vörn- ina algjörlega. Vestur átti slaginn á tígul- drottningu og getur raunverulega engu spilað til baka. Ef hann spilaf tígli í gaffal Suðurs (ás—gosa) hverfa tveir spaðar úr blindum og sagnhafi tapar þá aðeins ein- um slag í þeim lit. Lauf er jú í tvöfalda eyðu, og ef þeim lit er spilað, hverfur tapslagur úr spaða úr blirrdum. Þegar spilið var spilað, valdi Vestur að taka á spaðaásinn í þeirri von, að Austur ætti kónginn, og spilaði spaða áfram. Suður vann á kónginn og kastaði síðasta spað- anum úr blindum á tígulásinn cg spilið var þannig í höfn. Jú, auðvitað hafið þið tekið eftir því, að vörnirr gat í byrjun komið í veg fyr- ir þessa spilamennsku. Þegar Vestur spil- ar laufadrottningu í fyrsta slag, getur Austur yfirtekið með kóngi og spilað tígli. Nú getur Suður ekki svínað, því þá tapast spilið alltaf, og hann verður að treysta á, að spaðaás eða spaðaliturinn á annan hátt sé hagstæður, sem ekki er þó fvrir að fara í þessu dæmi. En hvað, sem því líður, þá held ég, — ef slíkt spil kæmi fyrir okkur við græna borðið, — að við þyrftum sáralítið að ótt- ast þá vörn. Hallur Símonarson. 10 AlþýBublaðið — Helgarttaö

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.