Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 12
SÍDASTI ÍSLENDINGURINN frh. af bls- 7 Kasapi bregður hart við. „Ég strengi þess heit að hafa hendur ( hári hans!” hrópar hann. Ungatoq forðar sér yfir fjöllin. í faðmi sér ber hann son sinn, lítinn snáða. Það gránar fyrir degi. Kasapi færist nær. Un- gatoq, sem er særður og óvígur, á sér einskis úrkosta. I Hann horfir um stund á Ijóshærðan drenginn, sem hvílir í faðmi hans. Svo hvíslar hanrr milt: „Vertu sæll, sonur minn“ — og þeytir barninu fram af há- um hömrum ofan í hyldýpi. Kasapi sér þetta og hleypur þangað, sem litli líkaminn liggur í blóði sínu. Hann dregur hníf sinn úr slíðrum og aflimar handlegg drengsins. Síðan veifar hann handleggnum hugstola, horfir til fjalla og hrópar: „Ég mun heldur ekki gleyma hin- um handleggnum, Ungatoq!" Ungatoq flýr lengst norður í fjöll. í fjarðarbotni reisir hann sér kofa. Þar hefst Ungatoq við um margra ára skeið. Mörg myrk og þung ár hefst hann við í kofa sínum. Menn Kasapis sækja sér konur suöur í land. En líf Kasapis er autt og snautt, og myrkur grúfir yf risál hans. Hatrið brennur í huga hans. Allir íslendingarnir voru drepnir — nema einn! Og vordag einn leggur hann upp [ langa ferð. Hann heldur sem leið liggur norður á bóginn. Hann ætlar sér að finna Unga- toq, hvað sem það kostar. Síðla sumars kemur hann að kofa síð- asta íslendingsins. En þá er Ungatoq á á bak og burt. Enn leitar Kasapi Ungatoqs í þrjá vet- ur, en allt kemur fyrir ekki. En loks — eitt kyrrlátt sumarkvöld — finnur Kasapi sinn forna vin. Ungatoq liggur sofandi við fjörð nokk- urn við hliðina á kajaknum sínum. Kasapi stendur lengi yfir honum og um huga hans líða minningar frá þeim árum, er allt lék í lyndi og vinátta þeirra var við l(ði. Hann haföi aldrei skilið, hví Unga- toq hafði myrt konu hans og barn. Ungatoq vaknar nú og sér Kasapi standa yfir sér með skutulinn á lofti. „Kasapi," stynur hann upp. „Ungatoq, ég minnist þess, er ég sótti þig heim og sat við hlið þér. Þú sagðist vera vinur minn og færðir mér dýrar gjafir. Því gleymi ég aldrei! En ég gleymi því heldur aldrei, að þú réðir konu minni og barni bana.“ UNngatoq brosti biturt — en þagði. Og Kasapi kom fram hefnd sinni. SMASAGAN — Framhald af bls. 14. sér feiminn — næstum því blygðunarfull- ur á svip — þegar þeir voru að lesa um innbrotið í Frakklandsbanka í morgurr- blaðinu, — og þá var það, að hann sagði: — Vitið þið, hver „Varúlfurinn'1 er? Þið eigið áreiðanlega ekki von á því, en ég er „Varúlfurinn." Hina setti andartak hljóða, en síðan ráku þeir upp skellihlátur, einn af öðrum og þeir ætluðu aldrei að geta hætt að hlæja. Og nú fóru þeir að kalla hann „Var- úlfinn" án þess að leggja nokkurn trún- að á orð hans! eÞir gerðu óspart gys að honum, og lífið varð vesalings Dutilleuii þungbærara en nokkru sinni fyrr. Nokkrum sólarhringum síðar var „Var- úlfurinn" gripinn í næturheimsókn í gim- steinaverzlun einni. Hann hafði skrifað nafn sitt á ein nsýningarkassanna og söng hástöfum drykkjuvísur jafnframt þvl sem hann lék sér að því að mölva ailt glerið með stórum gullbikar. Það hefði ver ið auðvelt fyrir hann að smjúga út um einhvern vegginn og komast undan, en það var engu líkara en hann vildi láta grípa sig glóðvolgan, sennilega til að sýna starfsbræðrum sínum, að þeir hefðu vanmetið hann og talið hann minni mann en efni stóðu til. Þeir urðu líka öldungis hlessa, þegar þeir sáu myndir af honum í blöðunum daginn eftir. Þeir sáu mjög eftir því, hve þeir höfðu virt hann Iftils, og bættu það nú upp með þvi að fá sér nefklemmur og byrja að safna yfirskeggi. Mönnum finnst það ef til vill bera vott um grunnhyggni Dutilleuils, að hann skyldi láta grípa sig af tómum hégóma- skap, til þess eins að stækka í augum samstarfsmanna sinna. En hvað um það: örlögin höfðu ætlað Dutilleuil þessa leið, og við ákvörðun örlaganna verður ekki spornað. Maður, sem gengið getur í gegn um veggi, hefur ekki að fullu sýnt. hvað í honum býr, fyrr en hann hefur lent í fangelsi. Og þegar Dutilleui! var leiddur inn í fangklefa sinn, virtist hann hafa him in höndum tekið. Það jók á ánægju hans að hugsa til þess, hve fangelsismúrarnir voru þykkir. Næsta dag sáu fangaverðirn- ir sér til mikillar undrunar, að Dutilleuil hafði rekið nagla í einn vegginn á klefa sínum —og hengt á hann úr fange'sis- stjórans. En hann fékkst ekki til að gefa neina skýringu á þjófnaði þessum. Fang- elsisstjórinn fékk nú úrið sitt aftur, en næsta morgun tók ekki betra við. því að þá lá úrið við höfðalag „Varúlfsins" — ásamt fyrsta bindinu af skáldsögunni „Skytturnar" eftir Dumas, sem fengið hafði verið „að láni" úr einkabókasafni fangelsisstjórans. Fangaverðirnir vissu ekki lengur sitt rjúkandi ráð Þeir voru meira að segja farnir að kvarta undan því, að stundum fengju þeir alls óvænt óþyrmileg spörk í bakhlutann — án þess nokkurn mann væri að heyra eða sjá, sern líklegur væri til að hafa goldið þeim höggið. Þegar „Varúlfurirrn" hafði setið í fang- elsinu um viku tíma, fannst dag nokkurn svohljóðandi bréf á skrifborði sjálfs fang- elsisstjórans: „Herra fangelsisstjóri. Með tilvísun til heiðraðs samtals okkar hinn 17. þ.m. og með hliðsjón af al- mennum reglum, útgefnum af yður hinn 15. maí f.á., leyfi ég mér virðingarfyllst að vekja athygli yðar á því, að ég hef næstum lokið lestri mínum á öðru bindi Framhald í næsta blaði. 12 AJþýðublaðfð — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.