Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 1
ÁRSRIT
Rcekhinarfélags Norðurlands
RITSTJÓRI: ÓLAFUR JÓNSSON
fiO. ÁRGANGUR
1963
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum:
STEFÁN STEFÁNSSON, SKÓLAMEISTARI
- Aldarminning -
INNGANGUR
Á fyrsta ári hinnar 20. aldar fékk íslenzka þjóðin fagra og
merkilega gjöf, — Flóru íslands. Þar var í fyrsta sinn á íslenzkri
tungu gefið yfirlit um hágróður landsins, var hún einnig fyrsta
sérfræðiritið um náttúru landsins, sem á íslenzku birtist, og
jafnframt því að vera vísindarit, er hún alþýðlegt rit, sem opn-
ar almenningi innsýn í leyndardóma eins þáttar íslenzkrar
náttúru. Flóra íslands var glæsilegur forboði þess, að íslenzk
fræðimennska og vísindastarfsemi mundi með nýrri öld bein-
ast inn á nýjar brautir. Hún var fyrirheit um það, að íslenzkir
fræðimenn tækju nú að líta á fleira og að ráða fleiri rúnir en
þær, sem skráðar eru á máð bókfell eða gulnuð blöð.
Höfundur Flóru íslands, sem rétti þjóð sinni þessa fögru
morgungjöf, var ungur alþýðuskólakennari í norðlenzkri sveit,
Stefán Stefánsson á Möðruvöllum. Þegar Flóra kom út var
hann á bezta skeiði ævi sinnar. En þótt hann enn væri ungur,
var hann þegar þjóðkunnur sem afburðakennari, einn af
fremstu stórbændum landsins og forystumaður um hvers kyns
2478 0 il