Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 3
3
grein í Óðni, að „hann sé rnesti áhugamaður, sem hann hafi
þekkt“. Og starfsgleðin og afköstin voru að sama skapi. Hélt
hann áhuga sínum og vinnukappi fram í háa elli. Stefán bóndi
unni mjög menntun og menningu hvers konar. Syni sína báða,
Sigurð, síðar prest og alþingismann í Vigur, og Stefán kost-
aði hann í skóla og til framhaldsnáms. Var það eigi lítið átak
fyrir bónda, þótt bjargálna væri. En hann mun hafa litið svo
á, að eigi fengi hann gefið sonum sínum betri arf en góða
menntun, og hún mundi gera þeim kleift að verða athafna-
samari í þágu þjóðar sinnar en ef þeir fengju eigi hleypt heim-
draganum. Hins vegar getur Valtýr Stefánsson þess, að ósk
gamla mannsins hefði verið, að báðir synir hans næmu guð-
fræði, og því verið það vonbrigði nokkur, er Stefán tók aðra
stefnu. Þá átti Stefán á Heiði manna drýgstan þátt í að hvetja
og styðja dr. Valtý Guðmundsson til náms, og nokknrn stuðn-
ing veitti hann og síva Friðriki Friðrikssyni í þeim efnum.
Nægir þetta til að sýna, að drjúgan skerf hefur bóndinn á
Heiði lagt til íslenzkrar menningar. Og margt það, sem hæst
ber og giftudrýgst var í fari Stefáns yngra, má rekja til erfða
frá gamla manninum.
Guðrún húsfreyja á Heiði var fágæt mannkostakona að allra
dómi. Var hún samhent bónda sínum um gestrisni og mann-
úð í hvívetna. Hún var hæglát kona, mild í skapi og trúrækin,
og elskuð af öllum, sem kynntust henni. Segir Valtýr hana hafa
í skapferli verið andstæðu manns síns. En vert er að minnast
þess, að mildi og sáttfýsi verður síðar sterkur þáttur í skap-
höfn Stefáns yngra. Faðir Guðrúnar var Sigurður Guðmunds-
son, skáld, er orti Varabálk og fleiri ljóðmæli, sem minna eru
kunn. Varabálkur var vinsæll mjög, að minnsta kosti hér
nyrðra, og kostaði Stefán bóndi tvær útgáfur hans. Man ég frá
bernsku minni, að gamalt fólk jafnaði varygðarvísum Vara-
bálks til sjálfs Hallgríms Péturssonar og varð þá naumast sterk-
ar að kveðið. En auk þess að vera skáldmæltur var Sigurður
„hagleiksmaður hinn mesti, smiður bæði á tré og járn og allra
manna vandvirkastur á hvað, sem hann gerði.“# Og ekki þarf
Varabálkur, 2. útg., bls. III og VI.