Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 8
8
að í tvö félög, sem kepptu um hylli hinna nýju manna, sem að
heiman komu. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá, að þarna
liafa raunverulega deilurnar úr Bandamannafélagi Latínu-
skólans haldið áfram. Og skyldi ekki mega rekja dýpstu rætur
stjórnmálabaráttunnar á íslandi báðum megin við aldamótin,
og þó einkum afstöðuna til sambandslagafrumvarpsins 1908
til þessara skólapilta- og stúdentadeilna? Hannes Hafstein og
Skúli Thoroddsen gátu ekki rúmast í sama flokki.
Stefán gekk þegar í félag Finns, og varð þar brátt höfuð-
forkólfur, að því er Finnur segir. En hann bætir við: „Þá héld-
um við mjög fjöruga fundi. Þá var leikið, smágamanleikir,
Stefán lék prýðilega sjálfur. Þetta voru skemmtilegustu félags-
árin.“# Ég hefi í höndum vetrardagskrár félags þeirra Finns
manna árin 1884—86. Fundir voru haldnir vikulega og voru
þar fyrirlestrar, upplestrar, leiksýningar og dans einu sinni í
mánuði. Fyrirlestrana fluttu bæði utanfélagsmenn og félag-
arnir sjálfir. Stefán tók mikinn þátt í þessu starfi, og á fyrsta
Hafnarári hans var skólaleikrit hans og Valtýs Guðmundsson-
ar: Prófastsdóttirin, leikið í íslendingafélagi og lék Stefán
sjálfur prófastinn, eitt aðalhlutverkið. Leikrit þetta hafði áð-
ur verið sýnt í Latínuskólanum og virðist hafa skennnt miinn-
um vel, þótt ekki sé það mikið skáldverk. Bráðlega var Stefán
kosinn í stjórn félagsins og var hann formaður þess síðasta ár
sitt í Höfn. Eitt seinasta verk hans í því félagi var að standa
fyrir hátíðahöldum á aldarafmæli Bjarna Thorarensens, og
hafa forgöngu um að gert yrði af honum brjóstlíkan. Við brott-
för Stefáns frá Höfn var honum og Steinunni unnustu hans
haldið samsæti mikið, með ræðuhöldum og kvæðaflutningi.
í einu kvæðanna segir svo:
Sem forseti fremstur í sölum,
sem flestum varst þekkur og kær,
þú ræður þá hélst fyrir hölum
svo hlógu jafnt sveinar og mær.
Og glösin þá greyptum vér mundu
Finnur Jónsson: Ævisaga, bls. 57.