Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 12
12 aðrir höfðu ætlað. Á þessum árum höfðu þau tíðindi gerzt í skólum á íslandi, að Gröndal var vikið frá kennslu í Latínu- skólanum 1883 og Þorvaldi Thoroddsen veitt embætti nátt- úrufræðikennara við Latínuskólann 1885. Var því kennara- laust á Möðruvöllum. F.kki er þó að sjá, að gangskör hafi ver- ið gerð að því í fyrstu, að fá þangað nýjan kennara, en vorið 1887, þegar Stefán er tekinn að sökkva sér niður í nám sitt af sem mestu kappi, berast þau tíðindi til Hafnar að kennara- embættið á Möðruvöllum sé laust til umsóknar. Dagbók Stef- áns sýnir, að honum hefur þá leikið hugur á þessu starfi. En fleiri höfðu hug á að komast að Möðruvöllum. Síra Davíð á Hofi eggjar Ólaf son sinn á að sækja um embættið sem hann gerir,* og af dagbók Stefáns sést að Grímur Thomsen hefur unnið að því á bak við tjöldin, að Valtý Guðmundssyni verði veitt staðan, má það furðulegt kallast, þar sem hann hafði aldrei við náttúrufræði fengizt. Svo er að sjá af bréfi Ólafs, sem skrifað er um sömu mundir og Stefán undirbýr umsókn sína, að honum hafi verið með öllu ókunnugt um umsókn Stefáns. En um Valtý hefur hann heyrt. Stefán á sýnilega í nokkru stríði við sjálfan sig um hvað gera skuli. Hann ræðir málið við Móritz Halldórsson-Eriðriksson, sem um þær mundir var góðkunningi hans, og eggjar hann Stefán mjög á að sækja. Þá leitar liann til Warmings og tjáir honum alla hagi sína er þessu koma við, fjárhagsvandræði, og að um ekkert annað starf verði að ræða í framtíðinni fyrir sig á íslandi, ef þessu sé sleppt. Warming hvetur hann þegar í stað til að sækja, tel- ur sér það ánægju að veita honum sín beztu meðmæli, en legg- ur honum um leið það ráð að sækja um að fá að ganga undir einkapróf hjá prófessorum háskólans í náttúrufræði. Hlýddi Stefán því ráði. Og á þremur dögum, 16.—18. apríl 1887, gekk hann fyrirvaralaust upp til skriflegs og munnlegs prófs í grasa- fræði, dýrafræði, jarðfræði og landafræði. Þeir, sem prófuðu hann auk Warmings, voru: C. F. Lutken í dýrafræði, Fr. John- strup í jarðfræði og E. Löffler í landafræði. Hlaut hann ágæt- an vitnisburð lijá þeim öllum, nema sízt hjá Johnstrup, enda Ég læt allt fjúka, bls. 148.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.