Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 13
segist hann hafa verið veikur fyrir í jarðfræðinni. Að loknu
prófinu sendi hann umsókn um kennaraembættið ásamt vitn-
isburðum og meðmælum kennara sinna til landshöfðingja.
Jafnframt skrifaði hann Halldóri Kr. Friðrikssyni, yfirkenn-
ara, og bað hann að tala máli sínu. En allt um þetta er hann
enn sýnilega á báðum áttum. Hann langar til að dveljast leng-
ur í Höfn, en sér erfiðleikana á því, og brennur í skinninu
eftir að komast heim, til að vinna landi sínu og þjóð. F.n nám
sitt stundar hann af hinu mesta kappi um sumarið. Þegar
hann svo loks fær að vita það 22. ágúst, að með honum sé mælt
til starfans, skrifar hann í dagbók sína: „Ég varð hálfskúffað-
ur, því mér hafði ekki dottið þetta í hug. Er í vandræðum,
hvort ég á að taka þetta.“ Mun þar einnig hafa nokkru vald-
ið um að hann var innstilltur til 2. kennaraembættisins en
Halldór Briem til 1. kennara. Er jafnvel að sjá, að hann hafi
búizt við, að Briem yrði áfram 2. kennari.
I þessari frásiign er að öllu fylgt dagbók Stefáns sjálfs. F.n
Sigurður Guðmundsson hefur það eftir börnum Stefáns, að
Olafur Halldórsson, skrifstofustjóri, hafi fengið Stefán til að
sækja, sennilega eftir ósk að heiman, og þá líklega frá Hjalta-
lín skólastjóra.* Ef hér er ekki um einhverja missögn að ræðá,
þá hefur þáttur Ólafs gerzt fyrir áramót 1887, því að hvergi
er á hann minnst í oftnefndri dagbók. Og þegar Stefán leitar
til stjórnarskrifstofunnar í Hiifn á hann viðræður við Jón Fin-
sen, sem þá var þar starfsmaður ásamt Ólafi, en Ólafs er hvergi
við getið.
Það kann að gegna nokkurri furðu, að Stefán skuli hverfa
frá hálfloknu námi, sem átti hug hans allan, og hann hafði
þegar getið sér góðan orðstír við. Ekki var eftir feitu embætti
að slægjast. Annar kennari á Möðruvöllum var lægra launað-
ur en kennarar í Reykjavík, og var þó ekki hátt á þeim risið.
Stefán segir sjálfur á Alþingi 1909, er hann berst fyrir hækk-
un á launum 2. kennara við Gagnfræðaskólann á Akureyri:
,,Ég veit af eigin reynslu, að laun þau, sem ætluð eru 2. kenn-
ara eru of lág, þau eru 1600 krónur. Ég hef haft þessi laun í
Skýrsla M. A., VI. árg., bls. 12.