Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 18
18 tíð, þótt einhverjar greinir kunni að hafa orðið þeirra á milli síðar. Samstarf þeirra var með ágætum og báðum til sæmdar. En hvernig leist hinum unga kennara á blikuna í hinum hálftóma skóla. Að vísu sækir að honum óyndi öðru hverju fyrstu mánuðina, hann saknar unnustu sinnar og félaganna frá Höfn, en á hinn bóginn fyllir hann líf sitt starfi og finnur ný og ný áhugamál, svo að í raun réttri verður honum vistin létt. Honum fellur vel við Hjaltalín skólastjóra, og tekur svari hans bæði leynt og ljóst. Þeir ræða um skólamál, stofnun kenn- arafélags, og fer vel á með þeim. Til þess að hleypa lífi í kennsluna, leggur Stefán kennslubækurnar til hliðar, en þær voru á dönsku og fremur óaðgengilegar, en semur í þess stað fyrirlestra og flytur nemendum. Hann les fræði sín og rifjar upp og bætir nýju við, og hvert færi, sem gefst, notar hann til að fylgjast með gróðurlífi vetrarins. Inn fyrir veggi skólans er kominn nýr kraftur, nýtt fjör, sem þar var áður óþekkt. Við lokaprófið um vorið lætur síra Matthías í ljós undrun sína yfir frammistöðu pilta hjá Stefáni og hælir kennslu hans á hvert reipi. Þá hefur Stefán ekki legið á liði sínu um bréfa- skriftir, og þar sem þess hefur verið kostur, hefur hann agi- terað fyrir skólanum. Og árangurinn leynir sér ekki næsta haust. Þá koma 9 nýsveinar að Möðruvöllum. Og þá um vet- urinn skrifar Stefán dr. Valtý, vini sínum, þessi orð, sem kalla má að séu einkunnarorð hans alla tíð síðan: „Skólinn skal upp.“ En Stefán lét sér ekki nægja starfið innan veggja skólans. Utan frá dundu árásirnar á skólann, og nú gekk hann fram fyrir skjöldu honum til varnar og sóknar. Voru málin rædd þar af meiri fimi en áður, og mátti hverjum ljóst vera, að nýr maður var kominn, sem ekki léti sitt eftir liggja til að hefja skólann til vegs og virðingar. Hinn fyrsta vetur sinn á Möðru- völlum skrifaði hann tvær greinar í Norðurljósið, og snerust þær einkum um Hléskógaskólann, en mjög var til þess skóla vitnað, í samanburði við Mciðruvelli. Sýndi liann fram á af hve miklum vanefnum Hléskógaskólinn var gerður, og hví- lík fásinna væri að kosta slíkan skóla, þar sem Mciðruvallaskóli hefði verið fyrir. Hann lýsir þeirri stefnu sinni, að skólar eigi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.