Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 19
19
að vera fáir og góðir. Almenningur verði að gera sér ljóst, að
tilgangur með skóladvöl sé að gera nemendur „nýtari og betri
menn, en þetta er aðeins unnt í þeim skólum, þar sem kennsla,
stjórn og aðbúnaður er í góðu lagi.“* ** ***
Merkust greina hans þetta ár er þó sú, er hann reit í Þjóð-
ólf og fyrr er getið. Heitir hún: Hvað er það? og er svar við
þeirri spurningu blaðsins, hvað valdi hnignun Möðruvalla-
skóla. Þar sem þetta er ein með fyrstu blaðágreinum Stefáns
vekur hún athygli fyrir hversu fimlega þar er á penna haldið
og vörninni raunverulega snúið upp í sókn, ekki einungis
fyrir Möðruvallaskóla heldur alþýðumenntunina almennt, sem
hann finnur að vonum er mjög ábótavant. Kemst hann svo að
orði í greinarlok: „Það verður að skylda foreldra með lögum
til að sjá um að unglingarnir fái einhverja tiltekna menntun,
og svo jafnframt að styrkja þá með fjárframlögum. Þegar góð
skipan er komin á uppfrasðslu unglinga, þá er hinn traustasti
og varanlegasti hornsteinn lagður undir sannar framfarir Is-
lands og menningu og manndáð hinna komandi kynslóða.“##
Gerist Stefán þar einn fyrsti málsvari almennrar skólaskyldu,
og vel mega hin tilfærðu ummæli hans kallast sú stefnuskrá,
sem hann kvikaði aldrei frá síðar. Enn skýrar kemur þó þetta
sjónarmið fram í grein er hann skrifaði nokkru síðar í Þjóð-
ólf: Það þarf að mennta alþýðu, en þar setur hann fram ský-
lausa kröfu um almenna skólaskyldu og lýsir stuðningi við
frumvarp, er Jón Þórarinsson, hafði borið fram á Alþingi, þar
sem kveðið er á um tiltekna menntun unglinga sem skilyrði
fyrir fermingu. Vegna kostnaðar leggur Stefán hér til að not-
ast verði við „reykiskóla", þ. e. farskóla, enda þótt honum séu
ljósir gallar þeirra. í öllum unglingaskólum vill hann láta
kenna: lestur, teikningu, skrift, reikning, kristin fræði, rétt-
ritun, valda kafla úr almennri sögu og íslands sögu, helztu
meginatriði náttúrixfræðinnar, landafræði og heilbrigðisfræði.
Auk þess beri að venja unglingaviðleikfimioghandavinnu.*##
* Norðurljósið III, bls. 78.
** Þjóðólfur XL, bls. 18.
*** Þjóðólfur XL, bls. 225-226, 229.
2*