Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 25
25
veg komnir í verklegum efnum, en svo neyðum vér æskumenn
vora til þess að eyða mörgum beztu árum ævi sinnar á skóla-
bekknum yfir griskum og latneskum doðröntum." Hann ræð-
ir mislengd skólatímans á Möðruvöllum og í Reykjavík, og
telur ekki kleift að lengja skólatímann á Möðruvöllum að
nokkru ráði sakir fjárhagsástæðna nemenda. Að vísu mætti
jafna muninn með auknum ölmusum, ,,en hollara tel ég al-
þýðumönnum vorum og reyndar öllum að vinna sjálfir fyrir
menntun sinni með sínum tveim höndum og þiggja sem
minnstan styrk af opinberu fé.“ Hann fullyrðir að meiri hluti
Möðruvallasveina hefði ekki getað sótt skólavist í Reykjavík
fyrir fátæktar sakir, „og svo mundi fara um allan fjöldan, ef
realskóli í Reykjavík yrði einn um hituna. Af þessum ástæð-
um verð ég að telja það mjög óráðlegt að flytja alla hina æðri
skólamenntun til Reykjavíkur. Þó það yrði máske nokkurra
króna ábati fyrir landssjóð, þá verður það miklu meira tjón
fyrir þjóðina en áhatanum nemur, og því miklu fremur aftur-
för en framför í alþýðumenntunarmáli voru.“ Hann er ein-
dregið fylgjandi samskólum, og vill jafnvel að konur fái að-
gang að búnaðarskólunum. Og nú telur hann óhjákvæmilegt
að flytja Möðruvallaskólann til Akureyrar, og gefur í skyn,
að Akureyringar muni styrkja skólabyggingu þar. En eitt vek-
ur undrun í grein þessari. Hann leggst þar á móti heimavist-
um bæði á Akureyri og í ReykjavíkA
En nú líður brátt að lokaþættinum í sögu Möðruvallaskóla.
Árið 1900 var Stefán kosinn á þing. Eftir það er hann fremsti
forsvarsmaður skólans á opinberum vettvangi og einn helzti
frumkvöðull þeirra mála, sem snerta breytingar og umbætur
á skólamálum vorum meðan hann situr á þingi.
Á þinginu 1901 flytja þeir Þórður Thoroddsen tillögu um
25 þúsund króna fjárveitingu, til þess að reisa hús handa gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Bar Stefán fram þau rök fyrir því,
að skólahúsið á Möðruvöllum væri óhentugt og óheilnæmt til
íbúðar, og svo lítið, að þar gætu nú ekki fengið skólavist nema
helmingur þeirra, sem þess óskuðu, og skólahúsið þarfnist
* Eimreiðin I, bls. 84—89.