Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 26
26
mikilla aðgerða. Þar sem nauðsyn sé mikilla fjárveitinga til
endurbóta og nýbygginga á Möðruvöllum, séu menn nyrðra
þess hvetjandi að flytja skólann til Akureyrar. Kostnaður við
að reisa nýtt hús þar sé ekki svo miklu meiri en það, sem eyða
þurfi í umbætur á Möðruvöllum. Þar komi á móti árlegur
sparnaður af flutningnum, og síðan megi sameina Kvenna-
skóla Eyfirðinga Gagnfræðaskólanum, og sparist við það nokk-
urt fé. En „fjársparnaðurinn er ekkert aðalatriði, heldur hitt,
að skólinn yrði betri og næði betur tilgangi sínum .... skóla-
húsið yrði betra, kennslan betri og skólinn fengi meiri áhrif
út á við en nú.“* Hjaltalín mælti og með flutningi skólans í
bréfi til menntamálanefndar þingsins. Málið dagaði uppi í
þinginu. En veturinn eftir skrifaði Stefán langan greinaflokk
í Norðurland um skólamál Norðlendinga. í greinum þessum,
sem heita Norðlenzkir skólar er fyrst rakið, hversu háttað sé
skólamálum Norðlendinga, og sögð saga skólanna í stuttu máli.
Ekki er þó rætt um Hólaskóla í því efni. Getið er að nokkru
þeirra skóla, sem á sínum tíma voru stofnaðir til höfuðs
Möðruvallaskóla, Lýðskóla Guðmundar Hjaltasonar og Hlé-
skógaskólans. Þá er ýtarleg lýsing á húsakosti og hag Möðru-
vallaskólans og á það bent, hversu húsleysi standi honum nú
fyrir þrifum. Einnig er rætt um ásigkomulag kvennaskólanna,
hins eyfirzka, sem var húsnæðislaus um þær mundir, og
kvennaskólans á Blönduósi.
Stefán vill sameina þessa þrjá skóla á Akureyri, og gera úr
þeim einn gagnfræðaskóla, bæði fyrir pilta og stúlkur, en í
sambandi við hann sé hússtjórnardeild, og hugsar hann sér,
að heimavist skólans verði rekin í sambandi við hana. Hann
sýnir með ljósum rökum, hversu hagkvæmara sé fjárhagslega
að reisa og reka einn skóla fyrir 100—120 nemendur, en þrjá,
sem þó rúmi ekki rneira en sama fjölda. Þenna eina skóla megi
gera vel úr garði en hinir verði alltaf reknir meira eða minna
af vanefnum. Leggur hann mikla áherzlu á, að til skólans verði
vandað því að: „Góður skóli, sem mannar nemendur sína og
veitir þeim góða þekkingarundirstöðu getur tæplega verið of
Alþingistíðindi 1901, B 895.