Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 27
27
dýr, en kdkskóli getnr ekki kostað svo lítið að hann sé ekki of
dýr. Og það eru einmitt kákskólarnir, sem eytt hafa fyrir okk-
ur fé, raunar ekki svo mjög mikið, því þeir hafa flestir átt við
þröngan kost að búa, en þeir hafa unnið okkur annað meira
tjón, eytt trú fólksins á skólum og menntun, og einmitt þetta
trúleysi verður versti þröskuldur allra umbóta á mennta- og
skólamálum landsins.“ (Nl. I, bls. 107.)
f þessari grein hreyfir liann því máli að Möðruvallaskólan-
um yrði veittur réttur til að halda stúdentspróf, og að fé yrði
veitt til hans í því skyni að hann gæti haldið uppi kennslu í
þeim greinum, sem lærði skólinn kenndi umfram hann. „Væri
þetta til hins mesta hagræðis fyrir menn hér í nærsveitunum.
Margir, sem með engu móti geta nú gengið í Reykjavíkur-
skóla, gætu á þennan hátt náð stiidentsprófi og Norðlingum
mundi aftur fjölga á visinda- og embættaveginum. Eins og nú
stendur komast fáir þá leið aðrir en Reykvíkingar og menn
úr nærhéruðum.“ (Nl. I, bls. 106—7.) Bendir Stefán þarna á
sömu leið og síðar var farin til að koma á fót Menntaskóla á
Akureyri.
í þessari sömu grein setur hann fram skoðanir sínar á sam-
skólum, sem hann bæði þá og síðar styður mjög, og segir þar
meðal annars: „Erlendis hefur sú reyndin orðið á, að samnám
kvenna og karla hefur haft bætandi áhrif, piltarnir orðið sið-
legri og kurteisari 1 framgöngu, stiilkurnar frjálslegri og meira
blátt áfram.“#
En rétt um þær mundir, sem síðasti kafli greina þessara birt-
ist á prenti brann skólahúsið á Möðruvöllum.
Á aukaþinginu 1902 var að undirlagi Stefáns flutt frum-
varp um flutning skólans til Akureyrar, og var það samþykkt.
Á hinum löngu og hörðu umræðum um málið er auðsætt, að
Stefán hefur verið sá maðurinn, sem raunverulega kom því
fram, þótt hann fengi aðra til að flytja það, er það af hyggind-
um gert, svo að það verði síður að flokksmáli. Sýndi hann þar
í senn afburða lagni og um leið harðfylgni í að koma fram
vilja sínum. Þegar frumvarpið var samþykkt, flytur Stefán
* Norðurland I, 25.-27. og 29. tbl.