Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 40
40 verið farið um kennslu Stefáns fyrr og síðar, verður því ekki neitað, að hann hefur einnig fælt suma nemendur frá sér með sárbeittum athugasemdum og hæðni, enda þótt þeir viður- kenni um leið kennslu hans sem slíka. Guðmundur Friðjóns- son, sem var mikill vinur og dáandi Stefáns, víkur að þessu í minningum sínum, og þeir Austfirðingarnir, Bjiirn Hallsson á Rangá og Halldór Stefánsson segja berum orðum, að hann hafi hrundið nemendum frá sér með hæðni og „hvössum að- finningum, sem þóttu ekki alltaf ótvírætt réttmætar eða sann- gjarnar í hlutfalli við tilefnið.“* Valtýr sonur hans víkur að hinu sama og kallar hann meinhæðinn, og segir að hann hafi oft sært fólk með háðinu, og vegna þess hafi margir haft horn í síðu hans, vanmetið hann og reynt að ná sér niðri á honum með einhverjum ráðum. Verður það ekki rengt. En þó er það grunur minn, að of mikið sé úr þessu gert. íslendingar eiga lítinn humör, og enn verra með að skilja hann og tileinka sér, því hafi menn lagt orð hans út á verri veg en þau voru meint. En Stefáni hefur vafalaust farið líkt í þessu efni og Hannes Hafstein kemst að orði í ljóðabréfinu til síra Matthíasar „Ekki vil ég þó hæða háðið“. Hann hefur viljað nota það sem upp- eldismeðal, til þess að kveða niður heimóttarháttinn og smekk- leysið, sem hvarvetna blasti við. En því verður ekki neitað, að ýmsir voru þeir, jafnvel með- al nemenda lians, sem virtust vantreysta honum og heilind- um orða hans. Hefur það vafalítið orkað á hugi þeirra nem- enda, sem ekki gerðu sér far um að skilja hann og viðhorf hans. Jón Eyþórsson segist ekki vera viss um að ræður hans hafi fest svo mjög rætur, til þess var hann helzti „sentimen- tal“.** Vel rná vera að þetta sé rétt athugað, að menn hafi hrif- izt meira af ræðum hans við fyrstu heyrn, en þegar frá leið. En hitt er jafnvíst, að margt af fræjum þeim, er hann sáði, hafa fest furðu djúpar rætur, og lengi hefur áhrifa hans gætt í þjóðlífi voru, og má sjá þess enn minjar. Milli kennslu Stefáns og skólastjórnar verða ekki dregin # ## Minningar frá Möðruvöllum, bls. 207. Skýrsla M. A. VI, bls. 33.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.