Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 40
40
verið farið um kennslu Stefáns fyrr og síðar, verður því ekki
neitað, að hann hefur einnig fælt suma nemendur frá sér með
sárbeittum athugasemdum og hæðni, enda þótt þeir viður-
kenni um leið kennslu hans sem slíka. Guðmundur Friðjóns-
son, sem var mikill vinur og dáandi Stefáns, víkur að þessu í
minningum sínum, og þeir Austfirðingarnir, Bjiirn Hallsson
á Rangá og Halldór Stefánsson segja berum orðum, að hann
hafi hrundið nemendum frá sér með hæðni og „hvössum að-
finningum, sem þóttu ekki alltaf ótvírætt réttmætar eða sann-
gjarnar í hlutfalli við tilefnið.“* Valtýr sonur hans víkur að
hinu sama og kallar hann meinhæðinn, og segir að hann hafi
oft sært fólk með háðinu, og vegna þess hafi margir haft horn
í síðu hans, vanmetið hann og reynt að ná sér niðri á honum
með einhverjum ráðum. Verður það ekki rengt. En þó er það
grunur minn, að of mikið sé úr þessu gert. íslendingar eiga
lítinn humör, og enn verra með að skilja hann og tileinka sér,
því hafi menn lagt orð hans út á verri veg en þau voru meint.
En Stefáni hefur vafalaust farið líkt í þessu efni og Hannes
Hafstein kemst að orði í ljóðabréfinu til síra Matthíasar „Ekki
vil ég þó hæða háðið“. Hann hefur viljað nota það sem upp-
eldismeðal, til þess að kveða niður heimóttarháttinn og smekk-
leysið, sem hvarvetna blasti við.
En því verður ekki neitað, að ýmsir voru þeir, jafnvel með-
al nemenda lians, sem virtust vantreysta honum og heilind-
um orða hans. Hefur það vafalítið orkað á hugi þeirra nem-
enda, sem ekki gerðu sér far um að skilja hann og viðhorf
hans. Jón Eyþórsson segist ekki vera viss um að ræður hans
hafi fest svo mjög rætur, til þess var hann helzti „sentimen-
tal“.** Vel rná vera að þetta sé rétt athugað, að menn hafi hrif-
izt meira af ræðum hans við fyrstu heyrn, en þegar frá leið.
En hitt er jafnvíst, að margt af fræjum þeim, er hann sáði,
hafa fest furðu djúpar rætur, og lengi hefur áhrifa hans gætt
í þjóðlífi voru, og má sjá þess enn minjar.
Milli kennslu Stefáns og skólastjórnar verða ekki dregin
#
##
Minningar frá Möðruvöllum, bls. 207.
Skýrsla M. A. VI, bls. 33.