Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 51
51
|
Heyvinnufólk d Möðruvöllum um aldamótin.
ystumaður og þreyttist aldrei á að hvetja bændur til umbóta
á því sviði. Einnig bóf bann framkvæmdir um bætta meðferð
mjólkur og lét gera bæði osta og smjör til sölu áður en rjóma-
bú sveitarinnar var stofnað. í stuttu máli sagt: búskapurinn
á Möðruvöllum var fyrirmyndarbú í hvívetna, og hefur vafa-
lítið baft nokkur ábrif út í frá. Voru þau hjón bæði mjög
samhent í búskapnum, en mjög féll bústjórn í hlut frú Stein-
unnar, þegar Stefán var langdvölum að heiman, í rannsóknar-
ferðum eða á þingi. Höfðu þau og lengi ágætan ráðsmann,
Þorstein Jónsson, sem síðar bjó lengi á Bakka í Öxnadal.
Kunni hann manna bezt bæði til verkstjórnar og fjárgeymslu.
Umgengni öll var til fyrirmyndar, bæði utan húss og inn-
an, enda þoldi Stefán engum manni hirðuleysi í þeim efnum.
Sjálfur kunni hann vel til sveitavinnu og hafði hinar beztu
forsagnir á um verk, þegar hann var heima, annars mun hann
lítt hafa gengið til erfiðisvinnu, nema helzt við heyþurrk og
binding. Té>k hann löngum sjálfur á móti heyi, og var lengi
síðar til þess vitnað, hversu vel hann bar upp hey, svo að fáir
4*