Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 52
kunnu þá list á líkan hátt. Þykist ég mega marka af því, að
svo hafi og verið um fleiri verk, sem hann hafði forsagnir um.
Eigi kvað minna að stjórn og forsögn frú Steinunnar innan-
húss bæði um almenna hússtjórn, ullarvinnu, hannyrðir og
annan heimaiðnað. Var það hverjum manni, konum sem körl-
um hinn bezti skóli að vera á Möðruvöllum. Voru þau hjón
hjúasæl með afbrigðum, og lengi eftir mátti sjá svip Möðru-
valladvalarinnar hjá gömlum vinnuhjúum þaðan í snyrtibrag
og vinnubrögðum, þegar þau höfðu reist sér bú.
Ekki er mér kunnugt, hvort Stefán hefur efnazt á búskapn-
um á Möðruvöllum að nokkru ráði. En varla mun orð á því
gerandi. Kom þar og til, að vor það, er hann seldi bú sitt,
1910, var hart, og má því gera ráð fyrir, að söluverð hafi orðið
lægra en ella. Þá má ekki gleyma því, að þau Möðruvallahjón
héldu uppi risnu meiri en títt var á sveitabæ. Var það hvort
tveggja, að þau voru gestrisin að eðlisfari, og störf Stefáns og
búskapur á höfuðbólinu, gerðu risnu óhjákvæmilega. Margir
áttu þangað erindi, og ýmsir komu til þess eins að sjá staðinn
og kynnast húsbændunum. Var öllum tekið með hinum mesta
rausnarbrag. Þá létu þau sér mjög annt um skólapilta. Og eng-
um stjórnarvöldum mun þá hafa til hugar komið að veita
„lægst launaða embættismanni landsins“ risnufé, enda jafn-
lítið eftir leitað.
Ekki hafði Stefán lengi búið á Möðruvöllum, þegar á liann
hlóðust hvers kyns störf í þágu sveitarfélagsins. A fáum árum
varð hann hreppsnefndaroddviti, sparisjóðsformaður, sýslu-
nefndarmaður og amtsráðsmaður o. fl. Fylgdu þessu öllu mik-
il umsvif og frátafir frá hans eigin störfum, en livort tveggja
var, að sveitungar hans sóttust eftir forystu hans, og hann var
maður félagslyndur, sem taldi það skyldu sína að sinna þeim
málum öllum, er hann með nokkru móti fengi komizt yfir.
Má þó sjá af dagbókum hans og bréfum, að oft hafa störf þessi
þreytt hann meira en góðu hófi gegndi.
Aður en Stefán kom að Möðruvöllum, hafði búnaðarfélag,
eða framfarafélag, eins og það kallaðist, starfað í Arnarness-
hreppi um 10 ára skeið. Lítið hafði þó eftir það legið eins og
fleiri félög á þeim árum. Stefán var á fyrsta búskaparári sínu