Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 55
55
áns í Ársriti Ræktunarfélagsins er ljóst, að liann á einn hug-
myndina að þessu skipulagi, og lagni hans og því trausti, er
menn báru til forystu hans í þessum málum, var það að þakka,
að þessi skipan komst á í Ræktunarfélaginu, en góð reynsla
þess leiddi svo til víðtækari framkvæmda. Fyrir Stefáni vakti
„að sameina félögin í eina lífræna félagsheild, þar sem hver
félagi og félagsdeild vinnur fyrir alla heiidina og öli heildin
fyrir hvern einn.“# En áður hafði hann hreyft líkum tillög-
um á Búnaðarþingi, einkum um aukið eftirlit með brmaðar-
félögunum. Er auðsætt að lengi mun búa að þessari gerð í
búnaðarsamtökum íslendinga.
Stefán var formaður Ræktunarfélagsins í nær tvo tugi ára.
Hann átti því manna mestan þátt í að móta starf og stefnu
félagsins þau ár, en á þeim árum var vegur félagsins mestur
og verkefnin flest. En þá var líka við flest að stríða, ekki sízt
að skapa áhuga og skilning á hvers virði búnaðarfélagsskapur-
inn og tilraunastarfið væri. I Ræktunarfélaginu fékk Stefán
að nokkru leyti framkvæmt þá hugsjón sína að skapa grund-
völl íslenzkrar búfræði, sem hann hafði reifað nokkru fyrr í
greinum sínum um íslenzka fóðurjurtafræði, sem síðar verð-
ur nánar rakið. Honum tókst með persónuleika sínum, áhuga,
þekkingu og bjargfastri trú á málefnið að vekja aðra og fylkja
þeim til átaka. Aðalfundi félagsins gerði hann að hátíðasam-
komum, þar sem saman fór fræðsla, vakning og skemmtan.
Sóttu þá oft hundruð manna, um þá var rætt sem fagnaðar-
hátíðir, sem menn hlökkuðu til og lögðu kapp á að sækja. En
þá hrifningu, sem fór um hugi manna á fundunum skapaði
Stefán öllum mönnum fremur. Ræktunarfélagið var eftirlæti
hans og óskabarn.
Þó að Stefán bæri alla ræktun fyrir brjósti, mun honum þó,
einkum á efri árum, hafa verið skógræktarmáfið einna hug-
stæðast. Trjáræktartilraunir Ræktunarfélagsins voru eftirlæti
hans, og í 10 ára afmælisgrein um félagið leggur hann áherzlu
á að sýna fram á, að þá séu þegar eftir 8—10 ár vaxnir álitlegir
sprotar harðgerra trjáa úr íslenzkri jörð. Ekki séu þar ein-
* Ársrit Rf. Nl. 1910, bls. 2.