Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 60
60 ar 1900 myndu ráða úrslitum um örlög þess. En Valtýr og flokkur hans hafði fleira á prjónunum en stjórnarskrárbreyt- inguna eina saman. Stefna hans var að efla framfarir innan- lands á sem flestum sviðum, en til þess svo mætti verða var honum ljóst, að fá yrði einhverja lausn á stjórnarskrármálinu, sem skapað gæti, þótt ekki væri nema stundarfrið, til þess að snúa sér að þeim umbótum, sem mest voru knýjandi í sam- göngum, atvinnumálum o. fl. Það er engin furða, þótt Stefán réðist inn í stjórnmálin, þegar svona stóð á. Jafnraunsæjum manni og honum, hlaut að vera ljóst, að eins og haldið hafði verið á stjórnarskrármálinu á undanförnum árum, þar sem ekkert gekk eða rak, var vonlaust að halda lengur áfram á þeirri braut. Verkefnin innanlands blöstu alls staðar við, og hann hafði þegar tekið að vinna að margs konar framfaramál- um innanhéraðs. Ekkert var því eðlilegra en hann kysi að fá til þess víðara verksvið, og hin framsækna stefnuskrá Valtý- inganna var vissulega mjög í hans anda. Líklegt er og, að vin- átta hans og dr. Valtýs hafi átt nokkurn þátt í þessari ráða- breytni, enda hafði Valtýr hvatt hann til að bjóða sig fram til þingmennsku við næstu kosningar á undan. Sagt er, að hann hafi á framboðsfundum lagt megináherzl- una á það, að landið þyrfti framfara við á öllum sviðum. Til þess þyrfti fjármagn. Þess vegna bæri þjóðinni að þola skatt- gjöld, en krefjast mikilla umbóta á þjóðarliagnum . . . .“ Stóð hann við kosningaloforð sitt, meðan hann átti þar setu var hann bjartsýnn framfaramaður.“* I>að þurfti meira en rneðal- dirfsku til slíks málflutnings eins og stefnan var þá í landinu. Ekkert hafði reynzt vænlegra þingmannaefnum til kjörfylgis en að prédika sparnað, nema ef til vill mátti píra einhverju fé til styrktar bændum. En eins og Jónas Jónsson bætir við: „Skagfirðingar kunnu þessum málflutningi vel og kusu hann á þing.“ Stefán var þingntaður Skagfirðinga til 1908. En árið 1907 var hann valinn af flokki sínum í nefnd þá, sem semja skyldi Jónas Jónsson: Aldamótamenn I, bls. 185.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.